Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Á ritstjórn Kjarnans var rætt um fasteignamarkaðinn á dögunum. Leiguverð er orðið ískyggilega hátt. Tæplega 120 fermetra íbúð í póstnúmeri 105 gat farið á leigumarkað á dögunum, á verði sem nam að minnsta kosti 2.400 krónum á fermetra. Það gera ríflega 280 þúsund krónur á mánuði. Þetta á sér að einhverju leyti eðlilegar skýringar, þar sem mikil vöntun er á litlum og meðalstórum íbúðum á fasteignamarkaðnum. Getur þetta gengið upp? Til lengdar er erfitt að sjá að kaupmáttur fólks geti staðið undir þessu verði.
Hægt er að skrá sig á póstlista Kjarnans hér.