Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Pæling dagsins: Gjaldþrota í órétti að rukka - hvað næst?

turisminn.jpg
Auglýsing

Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.

Eins og þegar er orðið ljóst er náttúrupassinn svonefndi mikið vandræðamál fyrir ríkisstjórnina og Ragnheiði Elínu Árnadóttur ráðherra. Hún á mikið verk fyrir höndum við að afla þessu máli stuðnings, en eins og fram hefur komið er það óvíða óvinnsælla en einmitt innan ferðaþjónustunnar. Það virðist bara vera Icelandair Group sem styður náttúrupassaleiðina en fáir aðrir innan geirans. Forvitnilegt verður að fylgjast með gjaldtöku í ferþjónustunni í Námaskarði í sumar. Þar kom upp kostulegt atriði í fyrra. Þá hófu einstaklingar að innheimta gjald af ferðamönnum við hveri austan Námaskarðs í Mývatnssveit. Þessir einstaklingar voru í órétti, og var lögbann á þennan glórulausa verknað staðfest 17. júlí í fyrra. Á þessu svæði skarast einkaréttarlegt eignarhald og opinbert eignarhald - og opinbert umráðasvæði -  á landi. Af þeim sökum var ótrúlegt að þessum einstaklingum hafi dottið það í hug að þeir gætu hafið gjaldtöku og talið sig vera í rétti til þess, án pólitískrar stefnumörkunar, samstöðu meðal landeigenda allra og skýrrar leiðsagnar í lögum. Fyrir einstaklingunum fór Ólafur H. Jónsson, sem kallaði sig talsmann landeigenda, í viðtölum við fjölmiðla. Svo óheppilega vildi til í fyrrasumar, að í þann mund sem þessi ólöglega gjaldtaka var að hefjast við hverina, þá var Ólafur úrskurðaður gjaldþrota endanlega eftir dóm Hæstaréttar þar um. Óhætt er að segja að þetta hafi ekki farið vel saman við boðskap landeigenda, sem höfðu þá grundvallarröksemd út á við, að með gjaldtökunni ætti að horfa til langrar framtíðar, fara vel með fé og byggja upp svæðið. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þessi mál öll koma undan vetri...

Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None