Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Íþróttastarf í landinu er í miklum blóma þessa dagana. Það sést með ýmsum hætti, þar á meðal glæstum árangri íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og metnaðarfullu Evrópumeistaramóti í hópfimleikum í Laugardalshöll. Þar er glæsilegt íslenskt landslið í fremstu röð. Aðstaðan til íþróttaiðkunar, bæði innan- og utanhúss, hefur stórlega batnað á undanförnum áratug, þó uppbyggingin hafi kostað sitt. Forvitnilegt væri að sjá ítarlega fjallað um þessa miklu uppbyggingu íþróttamannvirkja og hvaða árangri hún hefur skilað. Kjarninn hefur grunsemdir um að þetta hafi reynst góðar og arðbærar fjárfestingar, þó erfitt geti verið að mæla hina jákvæðu niðurstöðu í beinhörðum peningum. Samfélagslegu áhrifin eru hins vegar augljóslega fyrir hendi.
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.