Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Pæling dagsins: Hanna Birna áttar sig ekki á alvarleika málsins

15084009557-d9dcb8c409-z.jpg
Auglýsing

Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varð fyrir því ótrúlega uppátæki innanríkisráðherra landsins, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, að hún hafði bein afskipti af rannsókn sakamáls þar sem ráðuneyti hennar og pólitískir aðstoðarmenn voru til rannsóknar. Þetta hefur verið margstaðfest, meðal annars af Stefáni Eiríkissyni, fyrrverandi lögreglustjóra, sem var andlag afskiptanna, og raunar líka Hönnu Birnu sjálfri. Stefán hætti sem lögreglustjóri í kjölfarið á þessum atburðum og tók við öðru starfi. Afskiptin voru alveg skýr, og fólust meðal annars í því að hún sagði að fullt tilefni væri til þess að rannsaka rannsókn lögreglu og Ríkissaksóknara, og hvers vegna væri verið að gera hitt og þetta. Kom þessu til skila á fundum með Stefáni. Auk þess gagnrýndi hún málið allt margsinnis í ræðum og riti og sagði það ljótan pólitískan leik, sem hefði reynt mikið á hana, og gaf í skyn að fjölmiðlar hefðu verið vondir við hana. Nú hefur komið í ljós að lögreglan og Ríkissaksóknari voru að gera allt rétt, rannsóknin átti fullan rétt á sér og aðstoðarmaður ráðherra, Gísli Freyr Valdórsson, gerðist sannarlega sekur um lögbrot með því að leka gögnum. Hann játaði glæpinn að lokum, eftir að hafa verið ákærður, og fékk dóm, 8 mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára. Það er eðlilegt að pæla í því, hvernig í ósköpunum á því stendur að Hanna Birna hefur ekki sagt af sér sem innanríkisráðherra, beðist afsökunar á lögbrotinu í ráðuneyti hennar, augljósum óeðlilegum afskiptum hennar af rannsókn málsins, og sagt af sér þingmennsku sömuleiðis. Trúnaðarbresturinn gagnvart almenningi og kjósendum verður ekki mikið augljósari. Svo virðist sem hún einfaldlega neiti að horfast í augu við alvarleika málsins, sem er fordæmalaust með öllu.

Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None