Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Hagdeild Landsbankans spáir því að fasteignaverð muni hækka um 24 prósent á næstu þremur árum, og fólk sem er að kaupa sínu fyrstu íbúð muni lenda í enn meiri erfiðleikum við að fjármagna kaupin heldur en nú. Þetta kemur bréfritara ekki mikið á óvart í ljósi mats ýmissa aðila á framtíðarhorfum á fasteignamarkaði. Það er ennþá mikil eftirspurn eftir litlum og meðalstórum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, árgangar sem eru að koma út á markað eru stórir og þá er byggingakostnaður ennþá hár, yfir markaðsverði á sumum stöðum. Áhrifin af leiðréttingunni svokölluðu koma svo til viðbótar. Í næstu kosningum gæti kapphlaup stjórnmálaflokkanna verið um það, hvaða flokkur býður hæsta veðhlutfallið í íbúðakaupum, komist hann til valda. Þá er líklegt að neyðarópin hjá stórum hópi ungs fólks verði það há, að stjórnmálaflokkarnir muni bregðast við. Kannski mun einhver bjóða 100 prósent lán, hver veit...
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.