Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Kjarninn heimsótti hinn magnaða stað Innovation House á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi á dögunum. Þar blómstrar nýsköpunarstarf og frumkvöðlar að störfum. Seltjarnarnesbær á hrós skilið fyrir að hafa unnið að þessu verkefni með Jóni Von Tetzchner, fjárfesti og stofnanda Opera, en hann á frumkvæðið að þessu frumkvöðlasetri. Önnur bæjarfélög mættu taka sér þetta setur til fyrirmyndar og aðkomu Seltjarnarnesbæjar að því. Velta má því upp hvort þetta skili sér ekki margfalt til baka út í hagkerfið. Nú þegar eru nokkur fyrirtæki sem hafa verið að störfum í Innovation House farin að láta að sér kveða og ráða fólk í vinnu. Virkilega jákvætt og spennandi verkefni!
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.