Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Nú liggur fyrir að stjórnvöld ákváðu að hækka laun lækna um 20 prósent, í sumum tilfellum meira. Það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif þessi ákvörðun mun hafa á kjarasamningsviðræðurnar sem eru framundan. Eitt er víst. Verkalýðshreyfingin mun spyrja, og það með nokkrum þunga, hvort það sé sanngjarnt að læknar hækki um 20 prósent eða meira, á meðan þeir lægst launuðu verði að sætta sig við brot af þeirri hækkun. Er það sanngjarnt? Spennan fyrir komandi kjarasamninga er að magnast. Svo mikið er víst.
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.