Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Svana Helen Björnsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins, skrifaði skarpa grein í Morgunblaðið um síðastliðna helgi. Þar setti hún fram þau sjónarmið að hvorki stjórnarmenn né starfsmenn lífeyrissjóðs ættu að sitja í stjórnum atvinnufyrirtækja í umboði viðkomandi sjóðs. Það væri ekki faglegt og gæti leitt til hagsmunaárekstra. Ritstjórn Kjarnans ræddi þetta einmitt á dögunum og hefur fengið upplýsingar um það að ef fagfólk leitar eftir að því að taka sæti í stjórnum þar sem lífeyrissjóðir fara með stóran eignarhlut, þá geti það verið erfitt á fá slík tækifæri. Fólkið í stjórnum lífeyrissjóðanna sæki það stíft að setjast sjálft í stjórnir fyrirtækjanna. Grein Svönu er gott innlegg í umræðu um þessi mál. Ekki síst í ljósi þess hversu gríðarlega umfangsmiklir lífeyrissjóðirnir eru í atvinnulífinu.
Hægt er að skrá sig á póstlista Kjarnans hér.