Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Pæling dagsins: Lifi tjáningarfrelsið!

h_51725780.jpg
Auglýsing

Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.

Klukkan 10:28 í gærmorgun birti franska skopmyndaritið Charlie Hebdo mynd á Twitter aðgangi sínum af leiðtoga Íslamska ríkisins, Abu Bakr al-Baghdadi. Um tuttugu mínútum síðar höfðu byssumenn vopnaðir Kalishnikov rifflum ruðst inn á ritstjórn blaðsins og drepið tíu blaðamenn, þar af fjóra teiknara. Tveir lögreglumenn voru einnig skotnir til bana, í þessari ömurlegu árás. Skotmarkið í árásinni var ekki aðeins ritstjórn Charlie Hebdo, fólk sem þar vinnur, heldur líka tjáningarfrelsið sjálft. Skilaboðin eru skýr; ef þú teiknar svona mynd, þá drep ég þig, og mér er alvara. Viðbrögðin gegn þessari skelfilegu árás hafa verið afar sterk og jákvæð. Blaðamenn hafa tekið höndum saman um að þessi árás á tjáningarfrelsið verði ekki liðin, og tekur Kjarninn svo sannarlega heils hugar undir með þeim sem fordæma þessa skelfilegu árás. Hún var ekki aðeins hrottafengin og ömurleg gagnvart því fólki sem fyrir henni varð, og aðstandendum þess, heldur vekur hún fólk til umhugsunar um mikilvægi frjálsrar fjölmiðlunar og tjáningarfrelsis. Það segir sína sögu um viðhorf samstarfsmanna þeirra sem létust á ritstjórn Charlie Hebdo, að skömmu eftir árásina var myndin af Abu Bakr al-Baghdadi birt á Facebook síðu ritsins. Skilboðin eru skýr; þið beygið okkur ekki með morðum og ofbeldi. Lifi tjáningarfrelsið.


Auglýsing

Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None