Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Það er óhætt að segja að lítill sem enginn áhugi sé á þingsályktunartillögu sjö þingmanna Framsóknarflokksins, sem felur í sér að kanna hagkvæmni þess að reisa áburðaverksmiðju í Helguvík eða Þorlákshöfn. Gert hefur verið ráð fyrir því að verksmiðjan geti kostað allt að 120 milljarða króna. Aðeins einn aðili af 31 sem beðinn var að skila umsögn, gerði það fyrir lokafrestinn, sem var 19. desember. Nú er bara að bíða og sjá í hvaða farveg málið fer. Kannski túlka þingmennirnir sjö, sem vilja að íslenska ríkið eyði skattpeningum í að kanna hugmyndina, þessa þögn umsagnaraðilanna sem samþykki. Hver veit.
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.