Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Dómarnir í hrunmálunum vekja alltaf athygli. Þeir eru líka mikilvægir, hvort sem er sakfellt eða sýknað, þar sem málin eru hluti af lærdómnum af hruninu sem á að kenna komandi kynslóðum hvað má og hvað má ekki, þegar kemur að bankastarfsemi hér á landi. Íniðurstöðu dómsins frá því í gær, þar sem Landsbankamenn voru dæmdir, stendur orðrétt: „Á hinn bóginn er til þess að líta að þegar ákærðu frömdu brot sitt voru viðsjárverðir tímar á fjármálamarkaði og má ætla að háttsemi þeirra hafi verið viðleitni í verja bankann falli.“ Þetta eru athyglisverð orð. Af hverju er verið að líta til þess að það hafi verið víðsjárverðir tímar á fjármálamörkuðum? Skiptir það máli fyrir sönnunarfærsluna í málinu og matið á því hvort lög voru brotin eða ekki? Spyr sá sem ekki veit...
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.