Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Davíð Þorláksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi formaður SUS, tjáði sig um byssumál lögreglunnar á Facebook í gær. Orðrétt sagði Davíð: „Lögreglan hefur í krafti ríkisvaldsins einkarétt á beitingu ofbeldis. Þessu valdi á að fylgja ábyrgð og þess vegna verða strangar reglur að gilda um lögregluna og hún verður að sæta ströngu eftirliti. Það er því fráleitt að hún ákveði sjálf í hversu miklum mæli hún hefur aðgang að vopnum og hvenær og hvernig hún beitir þeim. Á sama tíma og verið er að auka aðgang lögreglu að vopnum er lagt til að settar verði strangari reglur um meðferð veiðimanna á byssum sínum. Ég hef ekki séð neitt sem bendir til þess að þörf sé á þessum aukna vopnaburði lögreglunnar eða þessum strangari reglum um veiðimenn. Eðlilegast er að Alþingi feli innanríkisráðherra að setja reglugerð þar sem mælt verði fyrir um það hvaða vopn lögreglan má búa yfir, með hvaða hætti lögreglan varðveitir vopn og hvenær og hvernig megi beita þeim.“ Þetta eru góðar pælingar hjá Davíð.
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.