Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, fór mikinn í ræðu sinni á þingi ASÍ í gær. Í ræðunni sagði hann alvarlega stöðu vera uppi í samfélaginu. Réttindi launafólks væru fótum troðin með margvíslegum hætti. Ljóst má vera að mikill þungi var í þessum orðum Gylfa. Þetta gefur vísbendingar um að komandi kjarasamningsviðræður verði vafalítið erfiðar fyrir alla sem að þeim koma, verkalýðshreyfinguna, atvinnurekendur og stjórnvöld. Gylfi lét meðal annars þessi orð falla: „Nú er einfaldlega nóg komið. Það er ljóst að ríkisstjórnin er fyrir ríka fólkið og verkalýðshreyfingin verður að beita afli sínu til að forða því að Ísland framtíðarinnar verði land misskiptingar og glataðra tækifæri. Land þar sem fyrirtækjum og efnafólki eru hyglað á kostnað alls almennings.“ Þetta gefur tóninn fyrir það sam koma skal.
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.