Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Bréfritari á það til að grenja úr hlátri yfir alls konar súrealískum hlutum. Það gerðist í gær. Þegar einkaviðtal blaðakonunnar snjöllu Þóru Tómasdóttur við Kim Agata Dong var lesið. Kjarninn hefur grun um að þarna sé Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, í búningi Kim Agata Dong. Hann neitar því reyndar aðspurður, en í ljósi þess hvernig hann hefur teygt og togað línur þegar grín er að annars vegar, þá gæti það samt vel verið að hann sé þarna að baki. Í viðtalinu lýsir Kim Agata Dong yfir gríðarlegum og skilyrðislausum stuðningi við Ólaf Ragnar Grímsson, flugvöllinn í Vatnsmýri, Framsóknarflokkinn auk þess að ræða um ýmislegt fleira, eins og Loga Bergmann og Gandí. Þetta verður að teljast með betri viðtölum sem hafa birst í langan tíma...
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.