Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins dró fram það besta í flokknum sem hann tilheyrir með heimskulegum ummælum sínum og fordómum um múslima á Íslandi. Viðbrgöð flokksins voru nefnilega til fyrirmyndar. Bjarni Benediktsson, ásamt ungliðum í flokknum, gjörsamlega klessukeyrðu málflutning Ásmundar og einangruðu ruglið í honum algjörlega. Ásmundur segist reyndar sjálfur hafa fengið helling af símtölum frá fólki sem hann þekkir ekkert, sem þakkaði honum kærlega fyrir ummælin um múslima. Ásmundur sá ástæðu til þess að greina frá þessu í viðtali við fjölmiðla í gær. Á sama tíma sagðist hann vera tilbúinn til þess að funda með múslimum. Upplegg þess fundar ætti að vera nokkuð augljóst, að mati bréfritara; Ásmundur ætti að biðjast afsökunar á heimskulegum ummælum sínum, og að þau myndi hann aldrei aftur láta út úr sér.
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.