Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Framsóknarflokkurinn skipaði Gústaf Níelsson, yfirlýstan andstæðing samkynhneigðar og múslima, sem varamann í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Því var kröftuglega mótmælt og Framsókn hætti við að hafa Gústaf í mannréttindaráðinu. Lærdómur Framsóknarflokksins ætti að vera þessi: Ekki vinna með rasistum og þeim sem eru andstæðingar samkynhneigðar. Bara ekki gera það. Slíkir fordómar hafa ekkert að gera inn í pólitískt starf. Íslenskt samfélag sýndi sínar bestu hliðar í gær þegar þessi glórulausa skipan Framsóknarflokksins á hinum fordómafulla Gústafi var mótmælt, þannig að flokkurinn varð að gera breytingar strax.
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.