Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Í dag eru sex ár frá því að ríkisstjórn Geirs H. Haarde sat á neyðarfundum í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og reyndi að átta sig á því hvað væri best að gera í ljósi fyrirsjáanlegs falls bankanna. Neyðarlögin voru svo samþykkt á mánudeginum 6. október. Allir þekkja framhaldið. Það er áhugavert að velta því upp, hvaða leiðir voru út úr vandanum. Davíð Oddsson, formaður stjórnar Seðlabanka Íslands á þessum tíma og nú ritstjóri Morgunblaðsins, vildi nýta neyðarréttinn til hins ítrasta, þjóðnýta alla bankana, minnka þrýstinginn á krónuna með uppboðum, helst ekki setja fjármagnshöft og alls ekki efna til samstarfs við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hann var með öðrum orðum eiginlega alveg á móti því hvernig farið var að. Var þetta rétt hjá Davíð? Hefði þetta verið betra en það sem var gert? Við komumst aldrei að því, en það má vera að þetta hafi verið rétt.
Hægt er að skrá sig á póstlista Kjarnans hér.