Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Pæling dagsins: Var Davíðs-leiðin betri?

kjarninn_david_vef.jpg
Auglýsing

Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.

Í dag eru sex ár frá því að ríkisstjórn Geirs H. Haarde sat á neyðarfundum í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og reyndi að átta sig á því hvað væri best að gera í ljósi fyrirsjáanlegs falls bankanna. Neyðarlögin voru svo samþykkt á mánudeginum 6. október. Allir þekkja framhaldið. Það er áhugavert að velta því upp, hvaða leiðir voru út úr vandanum. Davíð Oddsson, formaður stjórnar Seðlabanka Íslands á þessum tíma og nú ritstjóri Morgunblaðsins, vildi nýta neyðarréttinn til hins ítrasta, þjóðnýta alla bankana, minnka þrýstinginn á krónuna með uppboðum, helst ekki setja fjármagnshöft og alls ekki efna til samstarfs við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hann var með öðrum orðum eiginlega alveg á móti því hvernig farið var að. Var þetta rétt hjá Davíð? Hefði þetta verið betra en það sem var gert? Við komumst aldrei að því, en það má vera að þetta hafi verið rétt.

Hægt er að skrá sig á póstlista Kjarnans hér.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None