Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Það er alltaf titringur á stjórnarheimilinu þegar fjárlögin eru til meðferðar í þinginu. Ýmis mál bíða þess að verða til lykta leidd áður en fjárlög ársins verða endanlega ákveðin. Það var var merkilegt að hlusta á viðtal við Hrein Haraldsson vegamálastjóra á dögunum, þar sem hann ræddi um ástand vega landsins. Það er ekki gott, og augljóslega er Vegagerðin farin að hafa áhyggjur af því að viðhaldi sé ekki nægilega sinnt. Það vantar meira fjármagn. Það er dýrt spaug að láta vegakerfi landsins versna ár frá ári. Víða á landsbyggðinni eru vegir í skelfilegu ásigkomulagi, ekki síst á Vestfjörðum. Góðar samgöngur eru lífsnauðsynlegar og ýta auk þess undir öflugra atvinnulíf og efla samkeppnishæfni landsins.
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.