Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Rómantíkin í kringum...Swansea City FC?

jack-to-a-king.jpg
Auglýsing

Ég verð að við­ur­kenna að ég er afar veikur fyrir róm­an­tík­inni í kringum íþróttir og þekki  af fyrstu hendi að til­einka óeðli­legum tíma og vinnu í að reyna að koma íþrótta­fé­lagi í lag án þess að fá mikið til baka nema vesen. Vesen og ánægj­una þegar stritið leiðir af sér litla sigra á borð við það að skila rekstr­inum réttu megin við eða þegar fárán­lega óvin­sæli Serbinn sem þið réðuð um mitt sumar heldur lið­inu uppi á loka­metrum deild­ar­keppn­inn­ar.

Í nútíma knatt­spyrnu vinna liðin sem eiga mestu pen­ing­anna. Það er því miður stað­reynd. Ef þú getur keypt bestu leik­menn­ina og bestu þjálf­ar­anna þá vinnur þú. Það breytir því ekki að enn er hægt að finna róm­an­tík í knatt­spyrn­unni. Þar er að finna ótrú­legar sögur af fólki vopnað vilja og nán­ast for­heimsku­legum til­finn­ingum gagn­vart íþróttaliði sem upp­sker árangur á ævin­týra­legan hátt. Ein slík saga, saga Swan­sea City, var nýverið fest á filmu.

Hótun um lík­ams­meið­ingar og gras­rót



Ís­lend­ingar tengja Swan­sea City eðli­lega við Gylfa Þór Sig­urðs­son, íslenska lands­liðs­mann­inn sem í dag er besti leik­maður liðs­ins í ensku úrvals­deild­inni. Fæstir átta sig hins vegar á þeirri umbreyt­ingu sem félagið hefur gengið í gegnum frá síð­ustu ald­ar­mót­um. Sú umbreyt­ing, og hvernig henni var hrundið af stað, er skjal­fest í heim­ild­ar­mynd­inni „Jack to a King“, sem var frum­sýnd í sept­em­ber í fyrra.

Árið 2001 var Swan­sea í neðstu deild í Englandi. Félagið var í gríð­ar­legum fjár­hags­vanda og var á end­anum selt fyrir eitt pund til enska athafna­manns­ins Tony Petty. Fyrir utan að vera Eng­lend­ing­ur, sem fór ekki vel í walesku stuðn­ings­menn­ina, gerði Petty þá brjál­aða með því að leysa flesta bestu leik­menn liðs­ins undan samn­ingi til að draga úr kostn­aði.

Auglýsing

James Thomas var efnilegur knattspyrnumaður sem lék um tíma með Blackburn í úrvalsdeildinni. Hann snéri svo aftur til Swansea, þegar liðið var í neðstu deild, og er í dag goðsögn hjá félaginu. Thomas starfar í dag sem sjúkraflutningamaður. James Thomas var efni­legur knatt­spyrnu­maður sem lék um tíma með Black­burn í úrvals­deild­inni. Hann snéri svo aftur til Swan­sea, þegar liðið var í neðstu deild, og er í dag goð­sögn hjá félag­inu. Thomas starfar í dag sem sjúkra­flutn­inga­mað­ur­.

Í kringum andúð­ina á Petty mynd­að­ist gras­rót­ar­hreyf­ing stuðn­ings­manna sem fór að safna pen­ingum til að reyna að hjálpa félag­inu sínu. Á meðal þeirra var hópur sem ekki er hægt að lýsa öðru­vísi en bull­um. Menn, sem eru til við­tals í heim­ild­ar­mynd­inni (þeir eru með lambús­hettur í við­tal­in­u), við­ur­kenna þar fús­lega að hafa ítrekað hótað Petty lík­ams­meið­ingum og að hafa framið skemmd­ar­verk á velli liðs­ins til að koma í veg fyrir að Petty gæti grætt pen­ing á lið­inu.

Eftir slæmt tap gegn Maccles­fi­eld í enska bik­arnum árið 2002 þorði Petty ekki aftur til Swan­sea og ákvað að selja félagið fyrir 20 þús­und pund til nokk­urra áhan­genda, sem voru studdir að gras­rót­ar­sam­tök­unum „Swan­sea supp­orters Trust“. Einn þess­arra manna var gerður að stjórn­ar­for­manni. Hann heitir Huw Jenk­ins og í mynd­inni segir að hann hafi verið settur í starfið vegna þess að hann var leið­in­leg­astur þeirra sem að kaup­unum komu. Hann er enn þann dag í dag stjórn­ar­for­mað­ur.

Heima­maður setur þrennu



Á þessum tíma gat Swan­sea-liðið ekk­ert og þegar liðið var á tíma­bilið 2002/2003 var það í bull­andi hættu á að falla úr ensku deild­ar­keppn­inni og niður í utandeild­ina. Þá var Brian Flynn ráð­inn sem stjóri og hann fékk ýmsa leik­menn til liðs­ins sem breyttu því algjör­lega. Leik­menn á borð við Leon Britton (sem enn spilar með Swan­sea) og Roberto Martinez.

Þótt lið­inu gengi betur var staðan samt þannig að það þurfti að vinna síð­asta leik tíma­bils­ins til að halda sér uppi í neðstu deild enskrar knatt­spyrnu. Líkt og í öllum epískum íþrótta­sögum er það heima­mað­ur, sem snéri aftur til baka frá úrvalds­deild­ar­liði í liðið sem hann ólst upp hjá, sem bjargar deg­in­um. Sá heitir James Thomas og starfar í dag sem sjúkra­flutn­inga­mað­ur, en það er önnur saga.

Roberto-Martinez Roberto Martinez breytti Swan­sea sem knatt­spyrnu­fé­lagi. Hann var fyr­ir­liði liðs­ins sem komst upp úr neðstu deild enskrar knatt­spyrnu og þjálf­ari þess þegar það komst upp í næst efstu deild. Undir hans stjórn fór liðið úr því að gefa 120 send­ingar í leik í um 650 send­ingar í leik.

Frá þessum tíma­punkti hefst ótrú­legt upp­bygg­ing­ar­skeið. Swan­sea liðið þrykk­ist upp um deild­ir, byggði nýjan völl, Roberto Martinez tók við sem þjálf­ari og fjölg­aði send­ingum liðs­ins í hverjum leik úr 120 í 650 (sem var afar óvenju­legt í neðri deild­unum í Englandi) og tíu árum eftir að James Thomas tryggði deild­ar­til­ver­una var Brendan Rod­gers (sem hafði tekið við kefl­inu af Martinez) kom­inn með liðið í úrslita­leik á Wembley um sæti í úrvals­deild.

Hvernig sá leikur fór er auð­vitað ekk­ert leynd­ar­mál. Hann fór 4-2 fyrir Swan­sea, sem eru nákvæm­lega sömu úrslit og urðu í leiknum mik­il­væga tíu árum áður. Þá skor­aði James Thomas þrennu, þar af tvö úr vít­um. Á Wembley skor­aði Scott Sinclair þrennu, þar af tvö úr vít­um. Mynd­inni lýkur á þessum miklu tíma­mót­um. Á sigri í umspils­leik á Wembley, sem er lík­lega dýr­asti knatt­spyrnu­leikur sem spil­aður er. Liðið sem vinnur fer upp í úrvaldseild­ina og fær yfir 100 millj­ónir punda. Liðið sem tapar situr eftir í Champ­ions­hip deild­inni og fær ekk­ert.

Litla liði sem gat, í heimi pen­ing­anna



Síðan þá hefur ævin­týrið í raun haldið áfram. Swan­sea liðið hefur unnið deild­ar­bik­ar­keppn­ina, keppt í Evr­ópu­keppni, seldi nýverið leik­mann, Wilfred Bony, fyrir 28 millj­ónir punda og tveir mik­il­væg­ustu þjálf­ar­arnir í þess­ari ­síð­ari tíma sögu Swan­sea, Roberto Martinez og Brendan Rod­gers, þjálfa nú tvö af sögu­frægustu, og sig­ur­sælustu, lið enskrar knatt­spyrnu, Everton og Liver­pool.

Garry Monk er þjálfari Swansea í dag. Hann var áður fyrirliði liðsins á eftir Martinez og bjargaði eftirminnilega á línu á ögurstundu í umspilsleiknum fræga sem tryggði Swansea sæti í úrvaldsdeild. Garry Monk er þjálf­ari Swan­sea í dag. Hann var áður fyr­ir­liði liðs­ins á eftir Martinez og bjarg­aði eft­ir­minni­lega á línu á ögur­stundu í umspils­leiknum fræga sem tryggði Swan­sea sæti í úrvalds­deild.

Ef Swan­sea yrði selt í dag færi félagið aldrei á undir 100 millj­ónir punda. Það er aðeins meira en þau 20 þús­und pund sem hóp­ur­inn sem stýrir félag­inu í dag borg­aði fyrir það árið2002. Stuðn­ings­manna­sam­tökin sem stóðu að baki þeim kaupum eiga enn 20 pró­sent hlut í félag­inu.

Þótt það megi vissu­lega setja stórt spurn­inga­merki við þann hetju­stimpil sem bull­urnar með lambús­hett­urnar fá í mynd­inni, svona í ljósi þess að þær voru ítrekað að hóta að meiða og jafn­vel drepa fyrrum eig­and­ann, þá er „Jack to a King“ ákaf­lega hressandi saga um litla félagið sem gat, sér­stak­lega á tímum þar sem olíu­pen­ing­ar, gos-Rússar og þurrir Amer­ík­anar hafa tekið yfir þessa fal­legu íþrótt í krafti pen­inga sinna. Fyrir þá sem finnst nútímaknatt­spyrna vera að missa sjar­mann vegna þessa, eða þá sem hafa kannski misst trúnna eftir að hafa harkað of lengi í eigin knatt­spyrnu­legri sjálf­boð­ar­vinnu, er gott að horfa á vel gerðar myndir sem fanga sögu litlu lest­ar­inn­ar, eða í þessu til­felli knatt­spyrnu­liðs­ins, sem gat. Fyrir hina sem hafa engan áhuga á knatt­spyrnu, og skilja ekki hvað það er sem dregur fólk að íþrótt­inni, er áhorf á mynd­ina hins vegar örugg­lega eins og að horfa á máln­ingu þorna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None