Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

TOPP 10: Bestu kvikmyndir ársins 2014

Whiplash.jpg
Auglýsing

Nú þegar kvik­mynda­verð­launa­há­tíð­ar­ver­tíðin stendur sem hæst, og keppst er við að verð­launa hvað var best á árinu 2014, er nauð­syn­legt fyrir les­endur Kjarn­ans að fá skoðun Krist­ins Hauks Guðna­sonar sagn­fræð­ings og kvik­mynda­sér­fræð­ings á hvað hafi staðið upp úr.

1. Whiplash



Stór­feng­leg mynd sem segir frá ungum trommu-­nem­anda, Neiman, og kenn­ar­anum hans, Fletcher. Kenn­ar­inn er leik­inn af J.K. Simm­ons og er þetta ein­hver besta frammi­staða í kvik­mynd í mörg ár og hefur fengið fjöld­ann allan af verð­launum fyr­ir. Fletcher er ómann­lega strangur og mis­kunn­ar­laus við nem­endur sína og Neiman gerir nán­ast hvað sem er til þess að halda sæti sínu í skóla­hljóm­sveit­inni. Hvort þeir eru að vinna saman eða gegn hvorum öðrum er oft mjög óljóst. Myndin verður að nokk­urs konar ein­vígi milli þeirra tveggja og aðrar per­sónur skipta í raun litlu máli. Klipp­ing­in, hljóð­vinnslan og kvik­mynda­takan er óað­finn­an­leg og tón­listin er bráð­skemmti­leg. Hand­ritið er líka gott, þetta er ein frum­leg­asta kvik­mynd sem hefur komið frá Hollywood í langan tíma og besta mynd árs­ins 2014.

htt­p://yout­u.be/7d_jQycdQGo

2. Fury



Ein besta stríðs­mynd sein­ustu ára. Hún ger­ist á vest­ur­víg­stöðv­unum á loka­dögum seinni heim­styrj­ald­ar­inn­ar. Þjóð­verjar eru aðfram komnir og eru farnir að kalla börn og gam­al­menni í her­inn en engu að síður mæta banda­menn mik­illi mót­spyrnu. Myndin fjallar um skrið­dreka­sveit sem War­daddy (Brad Pitt) stýr­ir. Her­menn­irnir á skrið­drek­anum eru vissu­lega karlar í krap­inu en langt frá því að vera galla­laus­ir. Það sem skín hvað mest í gegn er hat­rið sem þeir hafa á óvin­in­um. Þeir víla það t.d. ekki fyrir sér að taka stríðs­fanga af lífi á staðn­um. Myndin ein­blínir á ungan og óreyndan strák sem er hent inn í átökin og fær við­ur­nefnið Machine. Bar­daga­sen­urnar eru stór­kost­legar og sér­stakt að fá að fylgj­ast með orr­ustum nán­ast ein­göngu frá sjón­ar­horni skrið­dreka­her­manna.

htt­p://yout­u.be/-OG­vZoIrXpg

Auglýsing

3. Force Majeure



Sænsk mynd sem ger­ist í frönsku Ölp­unum og fjallar um fjög­urra manna fjöl­skyldu í skíða­ferða­lagi. Myndin hefst þegar fjöl­skyldan mætir á Les Arcs skíða­svæðið og endar þegar þau fara það­an. Þegar stýrt snjó­flóð ógnar fjöl­skyld­unni bregst fjöl­skyldu­fað­ir­inn ekki við sem skyldi og kona hans reið­ist. Hann vill þó ekki gang­ast við því og segir upp­lifun sína af atburð­inum aðra. Allt ferða­lagið er nú markað af þessu og reynir á bönd hjóna­bands­ins. Þetta hljómar eins þung mynd en hún er það alls ekki. Hún rokkar milli þess að vera bráð­fyndin yfir í það að vera óbæri­lega vand­ræða­leg og allt þar á milli. Lands­lagið og stað­setn­ingin gefa mynd­inni líka mjög sér­stakan og hrá­slaga­legan blæ. Norska leik­konan Lisa Loven Kongsli er fram­úr­skar­andi í mynd­inni.

htt­p://yout­u.be/3nTJ­Ic_e6Ns

4. Nightcrawler



Nightcrawler er mynd sem er alger­lega borin á herðum aðal­leik­ar­ans Jake Gyl­len­haal. Hann leikur Lou Bloom, ungan mann sem finnur sig í því að kvik­mynda slys og glæpi að næt­ur­lagi. Hann fær vænar fúlgur fyrir að selja sjón­varps­stöðvum myndefnið og brýtur alla sið­ferð­is­múra til að fá sem svæsnastar upp­tök­ur. Frammi­staða Gyl­len­haal er mögn­uð, hann er eins og sósíópati sem hefur farið á of mörg Dale Carnegie nám­skeið og nær­vera hans er ein­stak­lega óþægi­leg. Auka­leik­ar­arnir Rene Russo og Riz Ahmed standa sig einnig með prýði sem sam­starfs­fólk hans. Myndin er einnig gagn­rýni á frétta­mennsku, hvað sé í raun frétt­næmt og hvað ekki. Hvað vill fólk sjá í frétt­un­um?

htt­p://yout­u.be/X8kYDQan8bw

5. Draft Day



Í Draft Day er skyggnst bak­við tjöldin í heimi NFL deild­ar­inn­ar, ekki ósvipað og gert var í MLB deild­inni í kvik­mynd­inni Money­ball. Kevin Costner leikur fram­kvæmda­stjóra Cleveland Browns liðs­ins sem stendur óvænt frammi fyrir þeirri ákvörðun að hafa fyrsta val­rétt í nýliða­val­inu. Hann þarf að kljást við þjálf­ara liðs­ins (Denis Lear­y), eig­and­ann (Frank Lang­ella) og fram­kvæmda­stjóra ann­arra liða sem og auð­vitað að kom­ast að réttri nið­ur­stöðu. Svo er auð­vitað róm­an­tískt twist til stað­ar. Myndin er langt frá því að vera eitt­hvað tíma­móta­verk í kvik­mynda­list­inni, hún er mjúk og virkar jafn­vel eins og aug­lýs­ing fyrir NFL deild­ina en hún er skyldu­á­horf fyrir alla áhuga­menn um amer­ískar íþrótt­ir.

htt­p://yout­u.be/K3SlVs­dUuBY

6. The Imita­tion Game



Þessa breska mynd segir frá ævi stærð­fræð­ings­ins Alan Turing og ein­blínir sér­stak­lega á störf hans í bresku leyni­þjón­ust­unni á stríðs­ár­un­um. Turing vann við það að hlera dulkóðuð skila­boð sem nas­ist­arnir sendu á milli sín með svoköll­uðum enigma vél­um. Vissu­lega er tölu­vert um ein­fald­anir og ýkjur í mynd­inni en það er leyfi­legt í kvik­mynd­um. Myndin er bráð­skemmti­leg, fróð­leg og spenn­andi en hún er líka harð­neskju­leg. Karakt­er­arnir standa frammi fyrir að láta her­menn deyja til þess eins að halda leynd­ar­mál­inu og með­ferðin á Turing eftir stríðið er fer­leg þegar hann var dæmdur fyrir sam­kyn­hneigð. Myndin er mjög vel unnin í alla staði en upp úr stendur frammi­staða Bene­d­icts Cum­ber­batch sem Turing og á hann fylli­lega skilið að vinna Ósk­arsverð­laun.

htt­p://yout­u.be/S5CjKEF­b-sM

7. Cit­izen­four



Besta heim­ild­ar­mynd árs­ins með tölu­verðum yfir­burð­um. Upp­ljóstr­ar­inn Edward Snowden valdi kvik­mynd­gerð­ar­kon­una Lauru Poitras til þess að taka upp þessa atburðu­ar­rás. Þau hitt­ust í Hong Kong, ásamt tveimur blaða­mönnum frá breska dag­blað­inu The Guar­di­an. Þaðan opin­bera þau leynd­ar­mál NSA, eitt af öðru. Fyrst er það gert án þess að Snowdens sé get­ið, en loks gefa þau upp hver sé upp­ljóstr­ar­inn. Allan tím­ann er Snowden lok­aður inni á hót­el­her­bergi en Glenn Greenwald blaða­maður er röddin út á við og kemur fram í við­töl­um. Myndin er eig­in­lega spennu­mynd. Snowden er í sam­bandi við unn­ustu sína sem er undir stöð­ugu eft­ir­liti og þrýst­ingi frá stjórn­völd­um. Það stans­laust ótti við hler­anir eða þaðan af verra og mik­ill ágangur frá frétta­mön­um. Hann veit líka að hann verður að kom­ast úr landi undir eins.

htt­p://yout­u.be/X­iGwA­vd5mvM

8. Levi­at­han



Levi­at­han ger­ist í smá­þorpi í norð­ur­hluta Rúss­lands, við Barents­haf. Myndin fjallar um bar­áttu fólks við að halda hús­inu sínu sem bæj­ar­yf­ir­völd vilja láta rífa en hún segir í raun miklu stærri sögu. Hún fjallar um ýmis sam­fé­lags­mein sem hrjá Rúss­land Pútíns. Spill­ingin er gríð­ar­leg og kirkjan tekur þátt í því. Bæj­ar­stjór­inn er and­styggi­leg per­sóna sem beitir hvaða ráðum sem er til þess að koma hús­inu frá og prest­ur­inn í þorp­inu eggjar hann áfram og leið­beinir hon­um. Önnur mein sem tek­ist er á við eru t.d. áfeng­is­vanda­mál Rússa sem eru vel þekkt og svo byssu­menn­ing­in. Myndin hefur valdið tölu­verðu fjaðrafoki í heima­land­inu og sögð „and-rúss­nesk“ og árás á rétt­trún­að­ar­kirkj­una. Jafn­vel hefur verið talað um að banna hana.

htt­p://yout­u.be/2oo7H25­kirk

9. Tusk



Svört hryll­ings­mynd sem fór ekki hátt, hvorki í miða­sölu né hjá gagn­rýnendum en er engu að síður frá­bær. Hug­myndin af mynd­inni kvikn­aði í miðjum hlað­varps­þætti hjá leik­stjór­anum Kevin Smit­h.....Hvað ef manni yrði breytt í rost­ung? Kosið var á Twitter um hvort ráð­ast ætti að gera slíka kvik­mynd og svarið var nán­ast ein­hljóða já. Myndin fjallar um hlað­varps­þátta­stjórn­anda (Ju­stin Long) sem lendir í klónnum á sjúkum raðmorð­ingja, sem reynir að breyta honum í rost­ung. En unnusta hans og sam­starfs­fé­lagi reyna að koma honum til bjarg­ar. Það besta við mynd­ina er frammi­staða Mich­ael Parks sem raðmorð­ingj­ans. Parks hefur lengi verið fal­inn dem­antur í Hollywood sem bæði Kevin Smith og Quentin Tar­antino hafa notað á frá­bæran hátt.

htt­p://yout­u.be/trTTjvPCLJQ

10. Inter­stellar



Christopher Nolan sýndi það með kvik­mynd­unum Mem­ento og Incept­ion að hann kann að gera flókin vís­inda­skáld­skap sem samt nær miklum vin­sæld­um. Það sama á við um Inter­stell­ar. Með aðeins mennta­skóla­eðl­is­fræði á bak­inu getur verið próf­raun að fylgj­ast með sögu­þræð­inum en hún er engu að síður mjög spenn­andi og skemmti­leg. Þetta er nokk­urs konar heimsenda­æv­in­týri þar sem fram­tíð mann­kyns veltur á nokkrum geim­för­um. Tím­inn, afstæði og fjar­lægðir er það sem hetj­urnar Matt­hew McCon­aug­hey og Anne Hat­haway þurfa að kljást við. Við Íslend­ingar teljum okkur eiga hlut í þess­ari mynd þar sem atriði á einni af plánet­unum sem geim­far­arnir heim­sækja eru tekin upp hér á landi. Það er verra fyrir okkur að sú pláneta reynd­ist vera óbyggi­leg með öllu.

htt­p://yout­u.be/zSWdZVtXT7E

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None