Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

TOPP 10: Bestu kvikmyndir ársins 2014

Whiplash.jpg
Auglýsing

Nú þegar kvikmyndaverðlaunahátíðarvertíðin stendur sem hæst, og keppst er við að verðlauna hvað var best á árinu 2014, er nauðsynlegt fyrir lesendur Kjarnans að fá skoðun Kristins Hauks Guðnasonar sagnfræðings og kvikmyndasérfræðings á hvað hafi staðið upp úr.

1. Whiplash


Stórfengleg mynd sem segir frá ungum trommu-nemanda, Neiman, og kennaranum hans, Fletcher. Kennarinn er leikinn af J.K. Simmons og er þetta einhver besta frammistaða í kvikmynd í mörg ár og hefur fengið fjöldann allan af verðlaunum fyrir. Fletcher er ómannlega strangur og miskunnarlaus við nemendur sína og Neiman gerir nánast hvað sem er til þess að halda sæti sínu í skólahljómsveitinni. Hvort þeir eru að vinna saman eða gegn hvorum öðrum er oft mjög óljóst. Myndin verður að nokkurs konar einvígi milli þeirra tveggja og aðrar persónur skipta í raun litlu máli. Klippingin, hljóðvinnslan og kvikmyndatakan er óaðfinnanleg og tónlistin er bráðskemmtileg. Handritið er líka gott, þetta er ein frumlegasta kvikmynd sem hefur komið frá Hollywood í langan tíma og besta mynd ársins 2014.

http://youtu.be/7d_jQycdQGo

2. Fury


Ein besta stríðsmynd seinustu ára. Hún gerist á vesturvígstöðvunum á lokadögum seinni heimstyrjaldarinnar. Þjóðverjar eru aðfram komnir og eru farnir að kalla börn og gamalmenni í herinn en engu að síður mæta bandamenn mikilli mótspyrnu. Myndin fjallar um skriðdrekasveit sem Wardaddy (Brad Pitt) stýrir. Hermennirnir á skriðdrekanum eru vissulega karlar í krapinu en langt frá því að vera gallalausir. Það sem skín hvað mest í gegn er hatrið sem þeir hafa á óvininum. Þeir víla það t.d. ekki fyrir sér að taka stríðsfanga af lífi á staðnum. Myndin einblínir á ungan og óreyndan strák sem er hent inn í átökin og fær viðurnefnið Machine. Bardagasenurnar eru stórkostlegar og sérstakt að fá að fylgjast með orrustum nánast eingöngu frá sjónarhorni skriðdrekahermanna.

http://youtu.be/-OGvZoIrXpg

3. Force Majeure


Sænsk mynd sem gerist í frönsku Ölpunum og fjallar um fjögurra manna fjölskyldu í skíðaferðalagi. Myndin hefst þegar fjölskyldan mætir á Les Arcs skíðasvæðið og endar þegar þau fara þaðan. Þegar stýrt snjóflóð ógnar fjölskyldunni bregst fjölskyldufaðirinn ekki við sem skyldi og kona hans reiðist. Hann vill þó ekki gangast við því og segir upplifun sína af atburðinum aðra. Allt ferðalagið er nú markað af þessu og reynir á bönd hjónabandsins. Þetta hljómar eins þung mynd en hún er það alls ekki. Hún rokkar milli þess að vera bráðfyndin yfir í það að vera óbærilega vandræðaleg og allt þar á milli. Landslagið og staðsetningin gefa myndinni líka mjög sérstakan og hráslagalegan blæ. Norska leikkonan Lisa Loven Kongsli er framúrskarandi í myndinni.
http://youtu.be/3nTJIc_e6Ns

4. Nightcrawler


Nightcrawler er mynd sem er algerlega borin á herðum aðalleikarans Jake Gyllenhaal. Hann leikur Lou Bloom, ungan mann sem finnur sig í því að kvikmynda slys og glæpi að næturlagi. Hann fær vænar fúlgur fyrir að selja sjónvarpsstöðvum myndefnið og brýtur alla siðferðismúra til að fá sem svæsnastar upptökur. Frammistaða Gyllenhaal er mögnuð, hann er eins og sósíópati sem hefur farið á of mörg Dale Carnegie námskeið og nærvera hans er einstaklega óþægileg. Aukaleikararnir Rene Russo og Riz Ahmed standa sig einnig með prýði sem samstarfsfólk hans. Myndin er einnig gagnrýni á fréttamennsku, hvað sé í raun fréttnæmt og hvað ekki. Hvað vill fólk sjá í fréttunum?

Auglýsing

http://youtu.be/X8kYDQan8bw

5. Draft Day


Í Draft Day er skyggnst bakvið tjöldin í heimi NFL deildarinnar, ekki ósvipað og gert var í MLB deildinni í kvikmyndinni Moneyball. Kevin Costner leikur framkvæmdastjóra Cleveland Browns liðsins sem stendur óvænt frammi fyrir þeirri ákvörðun að hafa fyrsta valrétt í nýliðavalinu. Hann þarf að kljást við þjálfara liðsins (Denis Leary), eigandann (Frank Langella) og framkvæmdastjóra annarra liða sem og auðvitað að komast að réttri niðurstöðu. Svo er auðvitað rómantískt twist til staðar. Myndin er langt frá því að vera eitthvað tímamótaverk í kvikmyndalistinni, hún er mjúk og virkar jafnvel eins og auglýsing fyrir NFL deildina en hún er skylduáhorf fyrir alla áhugamenn um amerískar íþróttir.

http://youtu.be/K3SlVsdUuBY

6. The Imitation Game


Þessa breska mynd segir frá ævi stærðfræðingsins Alan Turing og einblínir sérstaklega á störf hans í bresku leyniþjónustunni á stríðsárunum. Turing vann við það að hlera dulkóðuð skilaboð sem nasistarnir sendu á milli sín með svokölluðum enigma vélum. Vissulega er töluvert um einfaldanir og ýkjur í myndinni en það er leyfilegt í kvikmyndum. Myndin er bráðskemmtileg, fróðleg og spennandi en hún er líka harðneskjuleg. Karakterarnir standa frammi fyrir að láta hermenn deyja til þess eins að halda leyndarmálinu og meðferðin á Turing eftir stríðið er ferleg þegar hann var dæmdur fyrir samkynhneigð. Myndin er mjög vel unnin í alla staði en upp úr stendur frammistaða Benedicts Cumberbatch sem Turing og á hann fyllilega skilið að vinna Óskarsverðlaun.

http://youtu.be/S5CjKEFb-sM

7. Citizenfour


Besta heimildarmynd ársins með töluverðum yfirburðum. Uppljóstrarinn Edward Snowden valdi kvikmyndgerðarkonuna Lauru Poitras til þess að taka upp þessa atburðuarrás. Þau hittust í Hong Kong, ásamt tveimur blaðamönnum frá breska dagblaðinu The Guardian. Þaðan opinbera þau leyndarmál NSA, eitt af öðru. Fyrst er það gert án þess að Snowdens sé getið, en loks gefa þau upp hver sé uppljóstrarinn. Allan tímann er Snowden lokaður inni á hótelherbergi en Glenn Greenwald blaðamaður er röddin út á við og kemur fram í viðtölum. Myndin er eiginlega spennumynd. Snowden er í sambandi við unnustu sína sem er undir stöðugu eftirliti og þrýstingi frá stjórnvöldum. Það stanslaust ótti við hleranir eða þaðan af verra og mikill ágangur frá fréttamönum. Hann veit líka að hann verður að komast úr landi undir eins.

http://youtu.be/XiGwAvd5mvM

8. Leviathan


Leviathan gerist í smáþorpi í norðurhluta Rússlands, við Barentshaf. Myndin fjallar um baráttu fólks við að halda húsinu sínu sem bæjaryfirvöld vilja láta rífa en hún segir í raun miklu stærri sögu. Hún fjallar um ýmis samfélagsmein sem hrjá Rússland Pútíns. Spillingin er gríðarleg og kirkjan tekur þátt í því. Bæjarstjórinn er andstyggileg persóna sem beitir hvaða ráðum sem er til þess að koma húsinu frá og presturinn í þorpinu eggjar hann áfram og leiðbeinir honum. Önnur mein sem tekist er á við eru t.d. áfengisvandamál Rússa sem eru vel þekkt og svo byssumenningin. Myndin hefur valdið töluverðu fjaðrafoki í heimalandinu og sögð „and-rússnesk“ og árás á rétttrúnaðarkirkjuna. Jafnvel hefur verið talað um að banna hana.

http://youtu.be/2oo7H25kirk

9. Tusk


Svört hryllingsmynd sem fór ekki hátt, hvorki í miðasölu né hjá gagnrýnendum en er engu að síður frábær. Hugmyndin af myndinni kviknaði í miðjum hlaðvarpsþætti hjá leikstjóranum Kevin Smith.....Hvað ef manni yrði breytt í rostung? Kosið var á Twitter um hvort ráðast ætti að gera slíka kvikmynd og svarið var nánast einhljóða já. Myndin fjallar um hlaðvarpsþáttastjórnanda (Justin Long) sem lendir í klónnum á sjúkum raðmorðingja, sem reynir að breyta honum í rostung. En unnusta hans og samstarfsfélagi reyna að koma honum til bjargar. Það besta við myndina er frammistaða Michael Parks sem raðmorðingjans. Parks hefur lengi verið falinn demantur í Hollywood sem bæði Kevin Smith og Quentin Tarantino hafa notað á frábæran hátt.

http://youtu.be/trTTjvPCLJQ

10. Interstellar


Christopher Nolan sýndi það með kvikmyndunum Memento og Inception að hann kann að gera flókin vísindaskáldskap sem samt nær miklum vinsældum. Það sama á við um Interstellar. Með aðeins menntaskólaeðlisfræði á bakinu getur verið prófraun að fylgjast með söguþræðinum en hún er engu að síður mjög spennandi og skemmtileg. Þetta er nokkurs konar heimsendaævintýri þar sem framtíð mannkyns veltur á nokkrum geimförum. Tíminn, afstæði og fjarlægðir er það sem hetjurnar Matthew McConaughey og Anne Hathaway þurfa að kljást við. Við Íslendingar teljum okkur eiga hlut í þessari mynd þar sem atriði á einni af plánetunum sem geimfararnir heimsækja eru tekin upp hér á landi. Það er verra fyrir okkur að sú pláneta reyndist vera óbyggileg með öllu.

http://youtu.be/zSWdZVtXT7E

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None