Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Topp 10: Óheppilegustu einkennismerkin

27245666-77e9881053.1.jpg
Auglýsing

Ein­kenn­is­merki eða lógó skil­greina vöru­merki, eru veiga­mik­ill þáttur í að skapa ímynd fyr­ir­tækja og mynda hug­renn­inga­tengsl. Til að sann­reyna þessa full­yrð­ingu má ­gera ein­falda til­raun á sjálfum sér. Ef maður hugsar um Coca-Cola, Nike eða McDon­alds - hvað sér maður þá í huga sér? Jú, ein­kenn­is­merki ­fyr­ir­tækj­anna. Góð og vel heppnuð lógó leyfa neyt­end­um ­nefni­lega aldrei að gleyma vöru­merkj­unum sem þau standa fyr­ir, og einmitt það hefur oft og tíðum úrslita­á­hrif á val þeirra á einni vöru umfram aðra. Til­hneig­ingin er nefni­lega sú að fólk hallar sér frekar að ein­hverju sem það þekkir, sem það treyst­ir.

En þegar góð ein­kenn­is­merki geta stuðlað að mik­illi vel­gengni fyr­ir­tækja, geta slæm ein­kenn­is­merki orsakað hið gagn­stæða. Það er nefni­lega að mörgu að hyggja þegar hanna á gott ein­kenn­is­merki. Mik­il­vægt er að gefa sér góðan tíma, og kalla sem flesta að hönn­un­ar­borð­inu til að velta mis­mun­andi útfærslum fyrir sér, því ann­ars er hætta á að útkoman verði skelfi­leg. Hér að neðan eru tíu dæmi um mislukkuð ein­kenn­is­merki, í engri sér­stakri röð, sem eru til þess eins fallin að rústa orð­spori fyr­ir­tæk­is.

Mis­skil­in ­barna­lækn­inga­mið­stöð



logo-design-wrong-04

Barna­lækn­inga­mið­stöðin í Arl­ington hefur án efa ­fengið sinn skerf af nei­kvæðri umfjöllun eftir að þetta afar óheppi­lega ein­kenn­is­merki leit dags­ins ljos. Vafa­lítið vinnur mjög hæft fólk í mið­stöð­inni, en mögu­lega mun almenn­ingur mis­skilja starf­semi hennar vegna þessa hræði­lega ein­kenn­is­merk­is.

Auglýsing

Skiptir máli að huga vel að stafa­gerð­inni



logo-design-wrong-02

Margir við­skipta­vinir munu hugsa sig tvisvar um áður en þeir kíkja inn í þessa mynd­banda­leigu. Hér er stóri lær­dóm­ur­inn að huga vel að stafa­gerð­inni.

Dans­skóli fyrir börn eða dóna­stað­ur?



logo-design-wrong-05

Svart-hvítu dans­andi fígúr­urnar í þessu ein­kenn­is­merki fram­kalla heldur óæski­lega sjón­ræna mynd af þjón­ust­unni sem er í boði hjá þessum barna­dans­skóla. Margur gæti ætlað sem svo að þar væri fyrst og fremst boðið upp á skemmtun fyrir full­orðna.

Ein­kenn­is­merki apó­teks sem ­segir sex



27245666_77e9881053

Hér þarf í raun engin orð til að útskýra hvers vegna ein­kenn­is­merki Kudawara lyfja­versl­un­ar­innar hefur fengið jafn útbreidda athygli á meðal almenn­ings og raun ber vitni. Merkið er sjálf­sagt engin vitn­is­burður um þjón­ust­una sem þangað er hægt að leita eft­ir.

Ekki alltaf allt sem sýn­ist



logo-design-wrong-07

Það getur meira að segja komið mönnum í koll að bregða á það sára­saklausa ráð að nota þrjá bók­stafi í ein­kenn­is­merki. Sé því snúið rétt­sælis í 90 gráður blasir heldur óheppi­leg mynd við. Þetta ein­kenn­is­merki stendur fyrir opin­bera stofnun á ótil­greindum stað, og er í notkun enn þann dag í dag.

Muna að nota spacebar!



logo-design-wrong-03

Með því að nota hástafi rétt og huga að hæfi­legu bili á milli orð­anna hefði Kid­sExchange getað komið sér hjá slatta af hneykslan og vand­ræð­an­leg­heit­um.

Róm­an­tík missir marks



logo-design-wrong-06

Instituto de Estu­dos Ori­entais - Þetta ein­kenn­is­merki átti að sýna fal­legt sól­ar­lag á bak­við gula bygg­ingu, en með því að nota tvær svartar línur til að teikna þak bygg­ing­ar­innar varð nið­ur­staðan allt, allt önn­ur.

Svo miklu meira en tann­lækna­þjón­usta



logo-design-wrong-08

Fljót­lega eftir að þessu ein­kenn­is­merki var hleypt af stokk­un­um, sögðu gár­ung­arnir að á þess­ari tann­lækna­stofu væri boðið upp á meira en tann­lækn­ing­ar.

Barn síns tíma



logo-design-wrong-01

Þetta ein­kenn­is­merki fyrir æsku­lýðs­starf kaþ­ólsku kirkj­unnar var hannað árið 1973 og hefur unnið til verð­launa. Eftir hvert hneysk­l­is­málið á fætur öðru sem skekið hefur kaþ­ólsku kirkj­una á und­an­förnum árum, þar sem prestar hennar hafa verið sak­aðir um og dæmdir fyrir barn­a­níð, má segja að þetta merki hafi misst marks fyrir um margt löngu.

Tölvu­mús eða typpi?



434174036_a4597ef478

Þetta ein­kenn­is­merki væri bara alveg prýði­legt ef músin á merk­inu líkt­ist ekki svona mik­ið...

Ofan­greindur listi birt­ist á heima­síðu The Untapped Source.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None