Íbúar í Sviss eyða mestum peningum á ári í vottaðan lífrænt ræktaðan mat. Eyðslan nemur 189 evrum á ári, á hvern íbúa, eða sem nemur rúmlega 28 þúsund krónum. Í öðru sæti koma Danir með neyslu upp á 23 þúsund og átta hundruð krónur á íbúa.
Þetta má sjá í skýrslu Alþjóðasamtakana um lífrænan landbúnað (IFOAM), en þar er að finna lista yfir þær fimm þjóðir sem borða mest af lífrænum mat. Þjóðirnar sem eru á efst á listanum eru auk Sviss og Danmerkur, Lúxemborg, Liechtenstein og Austurríki. Í þessum löndum á lífrænn landbúnaður sér sterkar rætur og langa hefð.
Samtökin berjast fyrir því að lífrænt ræktaðar vörur fái meira athygli hjá fólki við innkaup, og að það sé meðvitað um mikilvægi umhverfisvæns landbúnaðar.
Land | Árleg eyðsla í lífrænan mat á íbúa (2012) Evra = 149,7 kr. | |
---|---|---|
1 | Sviss | €189 per person (28.300 krónur) |
2 | Danmörk | €159 per person (23.500 krónur) |
3 | Lúxemborg | €143 per person (21.407 krónur) |
4 | Liechtenstein | €129 per person (19.300 krónur) |
5 | Austurríki | €127 per person (19.000 krónur) |