Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Topp tíu: Heimsfaraldrar

140808073707.restricted.01.ebola-.0807.horizontal.gallery.jpg
Auglýsing

Heims­far­aldrar koma og fara, og verða sumum að ald­urtilla því mið­ur. Nú geysar stríðið gegn ebólu-vírusnum sem hefur kostað þús­undir manna líf­ið, en miklar vonir eru bundnar við að lækna­vís­indin muni með tíð og tíma vinna bar­átt­una gegn sjúk­dómn­um.

Kjarn­inn tók saman topp tíu lista yfir heims­far­aldra.

10. Ebóla



Ebóla er vírus sem kom fyrst fram á sjón­ar­sviðið árið 1976 í Súdan og hefur komið upp ann­ars lagið síð­an, en nær ein­göngu í Afr­íku. Talið er lík­legt að vírus­inn eigi upp­tök sín í leð­ur­blökum en hann getur einnig smit­ast í apa. Ebóla er sér­stak­lega skæður sjúk­dómur sem drepur um helm­ing allra smit­aðra. Ein­kenni geta verið margs kon­ar, þar á meðal sótt­hiti, upp­köst, nið­ur­gang­ur, óráð og önd­un­ar­færa­vanda­mál. Algengt er að fólk falli í dá um viku eftir smit og flestir deyja af völdum ofþorn­un­ar. Ebóla hefur ekki drepið marga í gegnum tíð­ina (að­eins nokkur þús­und manns) en far­ald­ur­inn sem nú stendur yfir í Vest­ur­-Afr­íku er sá langstærsti sem komið hefur upp. Dán­ar­tíðnin er líka óvenju há (um 70 pró­sent) og því ekki að ósekju sem menn séu smeykir við vírus­inn.

9. Berklar (Tu­bercule bacillus)



Berklar, sem eru bakt­er­íu­sýk­ing, hafa fylgt mann­inum frá fornöld og komu upp­runa­lega úr naut­grip­um. Berklar urðu eig­in­legur far­aldur á Vest­ur­löndum ca. 1800-1950. Sér­stakir berkla­spít­alar voru settir upp, eins og til dæmis Víf­ils­staðir hér á landi, og allt að fjórði hver maður lést af völdum berkla. En um miðja 20. öld­ina var fundin lækn­ing. Með lyfja­gjöf, almennu hrein­læti og betri loft­ræst­ingu var berklum nán­ast eytt á Vest­ur­lönd­um. Ein­kenni berkla eru mik­ill hósti með blóði, sótt­hiti, sviti og þyngd­ar­tap. Berklar eru enn mjög útbreiddir í þró­un­ar­löndum og áætlað er að um einn þriðji hluti mann­kyns hafi bakt­er­í­una í sér í dag. Helstu vanda­málin eru vax­andi ónæmi bakt­er­í­unnar fyrir lyfjum og svo þeirri skömm og útskúfun sem sjúk­lingar verða fyrir sem veldur því að smit­aðir reyna frekar að fela sjúk­dóm­inn.

Vífilsstaðir voru berklaspítali um áratugaskeið. Víf­ils­staðir voru berkla­spít­ali um ára­tuga­skeið.

Auglýsing

8. Holds­veiki (Myc­obact­er­ium leprae)



Holds­veiki er bakt­er­íu­sýk­ing sem ræðst á taugar í útlim­um, and­liti og fleiri stöð­um. Smit­aðir geta misst til­finn­ingu, lamast, afmynd­ast og jafn­vel misst útlimi, nef, eyru og svo fram­veg­is. Stundum er því talað um lima­fallas­sýki, en smit­aðir geta dáið af ein­kennum sín­um. Holds­veiki varð að far­aldri í Evr­ópu á mið­öldum og var sér­stak­lega slæm hér á Íslandi. Hræðslan var mikil og var holds­veikum safnað saman á sér­staka „spít­ala“ eða „ný­lend­ur“ þar sem stundað var nokk­urs konar klaust­ur­líf. Sagt var að holds­veikir væru að gang­ast undir hreins­un­ar­eld á jörð. Holds­veiki hefur nán­ast verið útrýmt á Vest­ur­löndum en hún er ennþá land­lægur sjúk­dómur í Ind­landi, auk nokk­urra ann­arra landa. Í dag er hægt að lækna holds­veiki með lyfja­gjöf en skað­inn sem hún veldur er var­an­leg­ur.

7. Löm­un­ar­veiki (poli­omyelit­is)



Löm­un­ar­veiki er veiru­sýk­ing sem hefur verið til í árþús­und­ir. Flestir sem smit­ast sýna engin ein­kenni, sumir fá tíma­bundna vöðva­löm­un, sumir var­an­lega og sumir deyja. Fólk getur endað í hjóla­stól eða afmynd­ast á útlim­um. Sjúk­dóm­ur­inn er algengastur hjá börnum en alvar­legri og ban­vænni hjá full­orðn­um. Um alda­mótin 1900 juk­ust til­felli löm­un­ar­veiki umtals­vert, sér­stak­lega á Vest­ur­lönd­um. Talað var um eig­in­legan far­aldur sem stig­magn­að­ist þangað til um miðja öld­ina þegar bólu­efni var uppgvötvað af Jonas Salk. Stefna Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar (WHO) er að upp­ræta sjúk­dóm­inn árið 2018 en hann er nú þegar nánst horf­inn á Vest­ur­lönd­um. Löm­un­ar­veiki hafði mikil áhrif á sam­fé­lag fatl­aðra. Þeir sem lifðu far­ald­ur­inn af beittu sér fyrir auknum rétt­indum fatl­aðs fólks, end­ur­hæf­ingu, sam­göng­um og fleira.

Svokölluð járnlungu voru notuð til að vinna gegn faraldrinum á sjötta áratugnum. Svokölluð járnlungu voru notuð til að vinna gegn far­aldr­inum á sjötta ára­tugn­um.

6. Misl­ingar (Mor­billi)



Misl­ingar eru veiru­sýk­ing sem herjar mest á börn. Ein­kenni misl­inga eru yfir­leitt sótt­hiti, höf­uð­verk­ur, lyst­ar­leysi, hósti og loks bólur eða dílar á öllum lík­am­an­um. Misl­ingar eru bráðsmit­andi en flestir lifa þá af. Fólk getur fallið í dá og lát­ist eða hlotið heila­skemmd­ir. Misl­inga­far­aldrar hafa margoft blossað upp í sög­unni og drepið millj­ón­ir. Verstu far­ald­arnir voru í Amer­íku eftir komu Spán­verja þangað á 15. og 16. öld því að Indjánar höfðu ekk­ert upp­safnað mótefni eins og Evr­ópu­menn. Bólu­efni var uppgvötvað á sjö­unda ára­tugnum og misl­ingar hafa síðan verið á miklu und­an­haldi en far­aldrar koma ennþá upp ann­ars lag­ið, sér­stak­lega í Afr­íku.

Azteka teikning frá 16. öld. Azteka teikn­ing frá 16. öld.

5. Kól­era (Vi­brio cholerae)



Kólera var stað­bundin sjúk­dómur í Ind­landi um ald­ir. Sjúk­dóm­ur­inn er garna­sýk­ing sem ein­kenn­ist af nið­ur­gangi og upp­köst­um, loks ofþorn­un, krömpum og dauða. Árið 1817 hófst fyrsti kól­eru­far­ald­ur­inn og dreifð­ist sjúk­dóm­ur­inn langt út fyrir land­steina Ind­lands. Sex heims­far­aldrar af kól­eru hafa fylgt í kjöl­farið og millj­ónir legið í valn­um. Með betri gæðum neyslu­vatns og auk­ins hrein­lætis hefur tek­ist að vinna bug á pest­inni að mestu leyti. Hún dúkkar þó alltaf upp ann­ars lag­ið, sér­stak­lega á átaka-eða ham­fara­svæðum þar sem aðgangur að hreinu vatni er lít­ill. Sein­ast kom upp kól­eru­far­aldur í Haítí eftir jarð­skjálft­ann mikla þar árið 2010.

4. Alnæmi (HI­V/AIDS)



Al­næmi er sjúk­dómur sem orsakast af HIV veirunni. Veiran kom upp­runa­lega frá öpum í Afr­íku (SIV) og þróð­að­ist yfir í HIV um miðja sein­ustu öld. Sjúk­dóm­ur­inn lýsir sér í nið­ur­broti ónæm­is­kerf­is­ins, sótt­hita, eitla­bólgu, húðsárum, þyngd­ar­tapi og fleira. Alnæm­is­far­aldur braust út upp úr 1980 á Vest­ur­lönd­um. Þá var sjúk­dóm­ur­inn mest áber­andi meðal sam­kyn­hneigðra karl­manna og sprautu­fíkla. Sjúk­dóm­ur­inn stig­magn­að­ist ár frá ári og meðal þeirra sem lét­ust af völdum hans voru Freddie Merc­ury, Rock Hud­son og Liber­ace. Gríð­ar­legur ótti greip um sig á þessum tíma. Á tíunda ára­tugnum náð­ist að halda sjúk­dómnum niðri með lyfjum en þau eru dýr. Alnæmi er ennþá stórt vanda­mál í Afr­íku þar sem dýr lyf eru ekki í boði fyrir almenn­ing. Talið er að um 15 til 25% íbúa í sunn­an­verðri Afr­íku séu smituð af HIV í dag.

3. Bólu­sótt (Vari­ola)



Bólu­sótt var sigruð með bólu­efnum árið 1979 eftir að hafa drepið hund­ruðir millj­óna fólks um árþús­unda skeið. Það var einn af stærstu sigrum lækna­vís­ind­anna frá upp­hafi. Veiran olli því að lík­ami þol­and­ans steypt­ist út í litlum bólum og oft fylgdu blæð­ing­ar, bæði inn og útvortis með. Önnur ein­kenni á borð við lungna­bólgu gátu einnig fylgt. Sjúk­dóm­ur­inn gat verið mis­al­var­legur en að með­al­tali lét­ust um 30% þolenda, yfir­leitt á um tveimur vikum eftir smit. Börn, þá sér­stak­lega nýfædd börn, lentu sér­stak­lega illa í sjúk­dómn­um. Þeir sem lifðu af fengu gjarnan ör eftir bólurnar eða urðu jafn­vel blind­ir. Skæðir far­aldrar komu oft upp í sög­unni, til dæm­is í Amer­íku eftir komu Spán­verja á 15. öld og svo í Evr­ópu á 18. öld. Fjöld­inn allur af stór­mennum sög­unnar fengu bólu­sótt og má þar nefna Ram­ses V faraó, Elísa­betu I, George Was­hington og Jósef Stalín.

2. Svarti dauði (Yers­ina Pest­is)



Fræg­ust allra plága er svarti dauði. Plágan er bakt­er­íu­sýk­ing, upp­runin í asískum nag­dýrum og hefur reyndar margoft komið upp og er í raun ennþá til í dag. Mesti far­ald­ur­inn kom upp um miðja 14. öld. Í Evr­ópu. Hann byrj­aði í hafn­ar­borgum Ítalíu en breidd­ist hratt út og þriðj­ungur Evr­ópu­manna lá í valnum á aðeins örfáum árum. Það tók um 150 ár fyrir mann­fjöld­ann að ná sér á strik. Smit­aðir fengu kýli í nára, hand­ar­krika og háls, mik­inn hita og upp­köst með blóði. Fólk dó aðeins nokkrum dögum eftir smit. Fólk taldi guð vera að refsa sér og alls kyns ofsóknir hófust, sér­stak­lega gegn gyð­ing­um. Svarti dauði kom hingað til lands mun seinna, árið 1402, en hafði sömu skelfi­legu afleið­ing­ar. Þó að Svarti dauði sé frægastur fyrir að leggja Evr­ópu að fótum sér má ekki gleyma því að Asíu­lönd eins og Kína og Ind­land fóru einnig mjög illa út úr sjúk­dómn­um.

1. Spænska veikin (H1N1 Influ­enza)



Flensan kemur á hverju ári og drepur hund­ruðir þús­unda eða millj­ónir um allan heim. Sum árin er hún verri en önnur en aldrei hefur hún orðið jafn slæm og árið 1918, eftir fyrri heim­styrj­öld­ina. Mikið var um her­flutn­inga og rót í sam­fé­lag­inu. Um 500 millj­ónir manna sýkt­ust og á bil­inu 60-100 millj­ónir lét­ust (sem var á bil­inu 3-5% af íbúum jarð­ar). Helstu ein­kenni veik­innar voru inn­vortis blæð­ing­ar, aðal­lega í melt­ing­ar­færum og önd­un­ar­færum, og lungna­bólga sem leiddi sjúk­linga til dauða á fáum dög­um. Ólíkt hefð­bund­inni inflú­ensu lagð­ist þetta afbrigði sér­stak­lega á ungt og hraust fólk. Hér á Íslandi dóu um 500 manns af völdum spænsku veik­inn­ar. Þessi veiki á ekki upp­runa sinn á Spáni, þrátt fyrir nafn­ið. Ekki er vitað hvaðan hún kom er grunur leikur á að hún hafi annað hvort komið frá Asíu eða Banda­ríkj­un­um.

Spænska veikin drap fleiri en fyrri heimstyrjöldin. Spænska veikin drap fleiri en fyrri heim­styrj­öld­in.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None