Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Toulouse

DSCF3668.jpg
Auglýsing

Svona á þetta að vera. Alltaf! Þessi dagur var full­kom­lega frá­bær. Frakkar eru alger­lega með­ð­etta, það er bara þannig. Við spil­uðum í Tou­louse í fyrra, þá var það síð­asta giggið á túrn­um. Það venjú var óraun­veru­legt sökum þess hversu glæsi­legt allt var. Við spil­uðum ekki á sama stað í þetta skiptið en hann var litlu síðri en sá í fyrra. Risa­stórt svið, starfs­fólk sem vinnur vinn­una sína af ástríðu, frá­bær tækja­kost­ur, gott bún­ings­her­bergi, almenni­leg sturta og allt bara frá­bært. Nema reyndar mat­ur­inn. Hann var drasl. Það kom á óvart bara miðað við hversu allt annað var frá­bært. Við spil­uðum fyrir kjaft­fullan sal og fólk var klár­lega komið til að skemmta sér. Og við spil­uðum svaka­lega! Þetta voru svona tón­leikar þar sem manni líður eins og Skálmöld hafi aldrei spilað bet­ur. Þetta er besta víma í heimi. Tón­list. Því­líkur meist­ara­snill­ing­ur.

DSCF3703 copy Þetta eru þung­arokk­araskokk­ar­ar.

Ég fór klár­lega ekki síð­astur að sofa í nótt. Ég veit ekki alveg hvernig þetta end­aði en Baldur og Gunni stóðu vakt­ina lengst held ég. Og það af tölu­verðri festu. Ferðin var löng og Robert stopp­aði víst og svaf örlít­ið. Ég varð ekki einu sinni var við það. Mér lætur ein­stak­lega vel að sofa í svona koju og ég hrein­lega hlakka til að leggj­ast fyrir í hvert skipti. Hún er pínu­lít­il, dýnan óþægi­leg, sængin löngu orðin súr af svita­lykt, óskap­legt brölt að koma sér í og úr og hita­stigið og súr­efn­is­magnið getur verið á alla vegu. En þetta er eitt­hvað svo frá­bært. Sjálf­sagt spilar það inn í þetta ást­ar­sam­band okkar koju að hún er eina afdrepið sem maður á. Maður hefur hvergi pri­vasí nema þá kannski rétt þegar maður sest niður til að kúka. En þarna, með henni koju, dregur maður fyrir tjaldið og er einn.

Auglýsing

Ég vakn­aði svo um hádegi og þá var Flexi einn á fót­um, fyrir utan Robert sem hélt um stýr­ið. Flexi hélt um stjórn­ar­taumana hjá Napoli í spjald­tölv­unni sinni á með­an. Fljót­lega tínd­ust menn svo fram og við fundum okkur vega­sjoppu. Þangað bár­ust okkur fregnir af plötu­dómi í Mogg­anum hvar við höfðum fengið 5 stjörnur fyrir nýju plöt­una okk­ar. Það er auð­vitað alltaf gaman að fá góða dóma en þeir hreyfa mis­mikið við manni. Orri Páll er maður sem hefur fylgt okkur frá upp­hafi og hann er líka maður sem segir hreint út hvað honum finnst. Honum myndi ég treysta til þess að rífa okkur í sig ef við værum að draga ein­hvern sora út úr óæðri end­an­um. Þess vegna skipti það okkur öllu máli að hann skyldi fara svona fögrum orðum um plöt­una. Jón hlóð grein­inni niður og las upp­hátt í rút­unni þegar við lögðum af stað. Við vorum bara eins og litlir strák­ar. Þetta er bara svona og þetta má ekki breyt­ast. Þessi barnslega gleði. Djöf­ull er gaman að vera í Skálmöld.

Ég var hálf­fram­lágur og lagði mig. Ég er að lesa nýju bók­ina hans Stef­áns Mána, Litlu dauð­arn­ir. Hún er drullu­fokk­ing­skemmti­leg og ég las mig í svefn í koj­unni. Ég vakn­aði svo bara hér í Tou­louse seinni­part­inn. Leggirnir eru langir þessa dag­ana og það mæðir mikið á Robert. Núna sit ég í rút­unni fyrir utan tón­leika­stað­inn og við erum rétt að segja að leggja í hann. Bald­ur, Böbbi og Gunni eru fyrir utan rút­una og Robert er að klára að borða smá. Hinir eru í koju. Þetta verður ekki örlaga­kvöld sýn­ist mér. Reyndar var Böbbi að hlamma sér við hlið­ina á mér og hann er nú í stuði. Sjáum til, sjáum til. Ég sull­aði örlít­illi viskilögg í kaffið mitt áðan, kaffið sem Gunni bjó til handa mér með allri ást mögu­legri. Þeir sem lásu bloggið í fyrra muna kannski eftir leit­inni ógur­legu að kaffi­kvörn á síð­asta túr. Sú leit bar ekki árangur en eitt sinnið er við spil­uðum í Borg­ar­leik­hús­inu fengum við kvörn að gjöf frá Christine og Guð­brandi, fólki sem til­heyrir hinum glæsi­lega hópi fólks sem kennir sig við Börn Loka. Þessi gjöf er fal­leg. Þetta er svona hand­snúin kvörn upp á gamla mát­ann og hún var vígð fyrir sirka hálf­tíma. Meist­ara­legt. Kaffið sem ég er að drekka er alveg asna­lega gott. Takk fyrir þessa osom gjöf krakk­ar!

Og talandi um Börn Loka. Við sjáum fólk úr aðdá­enda­klúbbnum reglu­lega á tón­leikum og fólki fjögar sem virki­lega þekkir okkur og jafn­vel syngur með. Við erum ennþá litla band­ið, en kannski ekki alveg eins litlir leng­ur.

DSCF3676 copy Það er kannski þröngt í rút­unni, en menn eru sátt­ir.

Mórall­inn er allur að koma til. Rúss­arnir eru í mjög miklu stuði og þetta virð­ist vera orðið allt annað band en við túruðum með 2011. Þau tala betri ensku og eru bara glað­ari í alla staði. Það er betra svona og vin­skap­ur­inn sem mynd­að­ist þá, sem manni fannst kannski ekki svo óskap­lega sterk­ur, hefur heldur betur hald­ið. Þetta er fal­legt fólk og við skipt­umst á diskum í dag. Gít­ar­leik­ar­inn Sergei, sem hefur alltaf það fas að hann sé að fara í stríð, sagði okkur hreint út að fyrsta platan okkar væri best, þessi nýja væri næst­best. Gott að hafa þetta bara á hreinu. Elu­veiti­e-krakk­arnir eru líka glæsi­leg­ir. Þar á bæ virð­ist þó hanga yfir þetta ástand sem ég á erfitt með að með­taka þegar hljóm­sveitir eru ann­ars veg­ar, en er svo óskap­lega algengt. Þau eru ekk­ert endi­lega vin­ir. Þau eru í við­skipta­sam­bandi. Þau tala ekk­ert endi­lega saman og að tala við ein­staka með­limi um hina í band­inu er oft og tíðum stór­undarlegt. Ég er í hljóm­sveit með bestu vinum mín­um, litla bróður mínum meira að segja, og þetta eru menn sem mér þykir óskap­lega vænt um. Það verður að vera þannig. Ég full­yrði að þau í Elu­veitie lásu enga plötu­gagn­rýni upp­hátt í sinni rútu í dag. Það er sorg­legt. En þetta er óskap­lega ljóm­andi fólk. Þrási hafði á orði við þau að við þyrftum að fá þau til liðs við okkur ein­hvern tím­ann á túrn­um, að þau sem spila á etnísku hljóð­færin myndu spila með okk­ur, og þá senni­lega í Kvaðn­ingu. Þau tóku nú heldur betur vel í það. Það braut ákveð­inn ís og mér skilst að Böbbi og Baldur hafi farið á trúnó með fiðlu­hæn­unni í kvöld. Þetta eru góðir krakk­ar, allt þetta lið á túrn­um. Æi það er gott, það er hel­víti langt eft­ir.

Böbbi er full­ur. Það er gam­an. Jón var að skríða fram og nú eru Þrási og Flexi í koju, við hinir frammi. Þetta var frá­bær dagur og það er frá­bært að vera við. Við erum nýlagðir af stað og spilum í Rennes á morg­un. Þangað er hel­víti langt, túrplanið sagði 699 km. Nú er gott að hafa vél­menni við stýr­ið.

 

Meist­ara­legt dags­ins: Alger­lega frá­bært gigg!

Sköll dags­ins: Við vorum að leggja af stað. Ég þarf að pissa ...

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None