Auglýsing

Við getum aldrei hjálpað öll­um. Við getum ekki hjálpað flest­um. Við getum rétt svo hjálpað brota­broti. En þrátt fyrir að geta hjálpað þessu brota­broti er ekki þar með sagt að við viljum það. 

Nú í lok árs­ins 2015, árs sem verður minnst í sögu­bók­unum sem árs fólks á flótta, er hugur minn hjá þeim sem eiga hvergi heima vegna stríðs­á­taka og ofsókna. Hjá fólki sem þvælist hrakið á milli borga og bæja í ókunn­ugum löndum með fár­veik börn í fang­inu og plast­poka yfir sér í stað­inn fyrir úlp­ur. Fólki sem leggur sig í bráða lífs­hættu til að geta boðið börn­unum sínum betra líf. Og með betra lífi er átt við líf fjarri sprengjuregni, sulti og annarri ógn. Það hafa aldrei fleiri verið á flótta undan stríðs­á­tökum en á árinu sem er að líða. 

Við sem þjóð í sam­fé­lagi þjóða stöndum frammi fyrir ákveðnu verk­efni. Og það verk­efni er að rétta úr okkur og sýna nokkuð sem heitir mann­dóm­ur. Sam­þjóð­lega ábyrgð, if you will. Við sem þjóð getum og eigum að vilja hjálpa fólki á flótta. Þetta er nobrainer, krakk­ar. 

Auglýsing

Ég hef alltaf verið ágæt­lega stolt af því að vera Íslend­ing­ur. Þannig lag­að. Við höfum í versta falli verið kannski pínu hall­æris­leg á alþjóða­vett­vangi (2008 ein­hver?) en við höfum aldrei sýnt af okkur hreina og klára ill­mennsku. Og oft­ast verið frekar skyn­söm bara. Og temmi­lega hress jafn­vel. En dag­inn sem við sendum albönsku vini okkar úr landi var fyrsti dag­ur­inn sem mig lang­aði ekki til að vera Íslend­ing­ur. Jú jú, „mi­s­tök­in” voru leið­rétt, en bara vegna þrýst­ings frá fólki í sam­fé­lag­inu sem lét sig málið varða. Og heppi­legrar ljós­myndar sem náð­ist af ungu barni um miðja nótt með bangsa í fang­inu.  

Og talandi um þrýst­ing: Þeir sem vilja ekki almenni­lega setja sig inn í „þessi inn­flytj­enda­mál” kalla þrýst­ing­inn sem mynd­ast í sam­fé­lag­inu gjarnan „grát­kór á sam­fé­lags­miðl­um” og „æs­ing” sem „fer úr bönd­un­um”. Allt rosa óþægi­legt á Face­book í nokkra daga fyrir alla. Mat­ar­myndir og statusar um hversu margir kíló­metrar voru skokk­aðir á Ægi­síð­unni trufluð með reiði og hneyksl­an. Slökum aðeins á.

Svo er við­kvæð­ið: „Og hvað, eigum við bara að opna landið og hjálpa öll­u­m?” Og þar með er umræðan kæfð nið­ur, grát­kór­inn úthróp­aður sem góða fólkið á sterum og talað um hættu­leg for­dæmi og svo er farið að ríf­ast um aldr­aða og öryrkja á meðan „hin­ir” (út­lend­ing­ar) eru kall­aðir arfi sem þarf að díla við þegar allt er orðið elegant hérna heima hjá „okk­ur”. Ég skal í leið­inni veðja aleig­unni minni að liðið sem dregur upp þetta debat með aldr­aða og öryrkja hefur aldrei leitt hug­ann að þeirra kjörum fyrr en kemur að umræðu um flótta­fólk.  

Ég á tvær litlar vin­konur sem búa hér í Reykja­vík. Þær heita Jouli og Jana og eru þriggja og fjög­urra ára. Þær eru frá Sýr­landi og mörg ykkar þekkja þeirra sögu. Þær komu til Íslands með for­eldrum sínum frá Grikk­landi, þangað sem fjöl­skyldan hafði flúið frá Sýr­landi. Á Íslandi hafa þau fundið skjól, eign­ast vini, eru byrjuð að læra tungu­málið og stelp­urnar eru komnar í leik­skóla. En yfir fjöl­skyld­unni hangir sú óbæri­lega ógn að vera send úr landi, aftur til Grikk­lands þar sem þau bjuggu á göt­unni í hart­nær ár og þeirra bíða nú sömu ömur­legu aðstæð­ur. Á sama tíma erum við að taka á móti skammar­lega fáum flótta­mönnum frá Sýr­landi úr flótta­manna­búðum í Líbanon. Fimm­tíu og fimm manns inn og fjórir út: Sam­tals 51. Við erum flott­ust. 

Mig langar nú í lok árs að biðla til ykkar ráða­manna, ykkar sem ráðið hálfum hlut í þessum mála­flokki, að sýna þann mann­dóm sem nauð­syn­legur er öllu fólki sem hefur völd. Mig langar til að biðja ykkur í fullri vin­semd og kær­leika að taka ábyrgð. Að leiða með góðu for­dæmi og leyfa okkur Íslend­ingum að vera þjóð sem getur og vill gera það rétta. 

Leyfum for­eldr­un­um, Wael og Feryal, og dætr­un­um, Joulu og Jönu, að halda áfram að búa við öryggi hér á landi og vaxa og dafna hér með okk­ur. Þau völdu okk­ur, vilja gera Ísland að sínu landi, vilja leggja sitt af mörkum hér og ger­ast Íslend­ing­ar. Fyrir það eigum við fyrst og fremst að vera þakk­lát. 

Við getum aldrei hjálpað öll­um. Við getum aldrei hjálpað flest­um. En með því að hjálpa því brota­broti sem við þó getum hjálpað erum við að gera það sem við get­um. Og það er að minnsta kosti ein­hvers konar byrjun og von­andi hvatn­ing til að gera ennþá bet­ur. Við getum þetta alveg. Við þurfum bara vilj­ann. 

Gleði­legt ár ung­arnir mín­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None