Auglýsing

Nú er komið að hinu árlega ranti um heil­brigði og hégóma. Gleði­legt ár. 

Jólin eru mat­ar­há­tíð og við stærum okkur af því hvað við borðum og hvað við ætlum að borða, hversu mikið við bökum og lesum óeðli­lega mikið af mat­reiðslu­blogg­um. Á þessum árs­tíma er ég með smá jóla­bumbu. Hún er nafn­laus febr­úar og mars (til­lögur óskast). Í apríl verður hún afmæl­is­bumba og svo verður hún grill- og bjór­bumba. Í sept­em­ber ímynda ég mér að ég sé spen­dýr á norð­ur­hveli jarðar og að þau séu öll með svona forða til að lifa af kuld­ann, og svo líður ekki á löngu þar til hún heitir aftur jóla­bumba.

Ég var ekki alltaf svona sátt við þessa ein­angrun gegn fimb­ulkulda, sér­stak­lega ekki hvað lík­ama mínum fannst hann þurfa að passa sér­stak­lega upp á að mér væri ekki kalt á rass­in­um. Með hjálp hinna ýmsu dans­andi Araba hef ég sæst merki­lega mikið við þennan app­el­sínu­húð­aða konfekt­mola sem lík­ami minn er. Í upp­hafi árs ætla margir að fá sér nýjan kropp. Hér er samt leyndó: Ef fólk ætlar að fá sér nýjan kropp og fær sér hann (tekur mis­langan tíma) þá frýs hann ekk­ert þar eins og brosið á Ást­þóri Magn­ús­syni. Lík­am­inn er nefni­lega ekki must­eri, heldur bústaður sem maður erfði og hann krefst við­halds allt árið um kring. Skyndi­lausn­irnar virka ekki nema í tak­mark­aðan tíma. Svo verðum við öll aftur ljót tveimur vikum eftir árs­há­tíð. En við verðum ljót sam­an, svo það er líka smá fal­legt.

Auglýsing

Ef allir þeir sem eiga kort í stöðv­arnar myndu mæta á hverjum degi, eða ókei, einu sinni í viku, þá væri gjarnan Kaffi­bars­röð fyrir utan þær all­ar. Ég held að inter­netaug­lýs­ing­arnar sem eru tar­get­aðar að mér séu það vegna þess hversu mikið ég las og skrif­aði um mat í síð­asta mán­uði. Eins og það sé bara beint sam­band á milli þess að allir sem leyfðu sér að njóta í des­em­ber muni leita eftir leiðum til að lifa mein­læta­lífi í jan­ú­ar, já eða það nýjasta, frysta á sér fit­una. Og svo komi þetta í enda­lausum búlimískum bylgjum af aðhaldi, því að sleppa sér, fá sam­mara og fara í aðhald, og aug­lýs­ing­arnar sveifl­ast með.

Kjör­þyngd er kjaftæði, eins og margoft hefur komið fram og það eru sára­lítil tengsl milli kílóa­tölu og heilsu hjá þess­ari stóru kúrvu þarna í miðj­unni. Öfgar í báðar áttir eru óheil­brigðar og ég er alls ekki að segja að hreyf­ing og hreysti sé slæmt kombó. Ég væri svo miklu meira með þess­ari brennslu­hreyf­ingu í liði ef ég sæi glitta í meiri heilsu í gegnum hégómann. Orða­lagið hefur samt breyst. Nú má eig­in­lega ekki segja megr­un, heldur er lífs­stíls­breyt­ing all the rage.

Lík­ams­rækt er ekki af hinu illa. Hún er frá­bær ef hún er eðli­legur hluti af líf­inu, allt árið um kring, ekki refs­ing, og snýst um að hugsa vel um lík­amann, þykja vænt um hann í ferl­inu og halda honum við en ekki ein­blína á það sem við teljum gall­að. En svo er hægt að fá mikið út úr henni með því að mixa ein­hverju öðru með, eins og slök­un, gríni eða félags­legum þátt­um. Í stað þess að þjösnast í tæki sem er gert fyrir afmark­aðan vöðva­hóp er hægt að hlæja sig mátt­lausan í brennó með gömlum skóla­fé­lög­um, slússa í göngut­úr, dansa við skemmti­lega tón­list og syngja með sem er mjög gott fyrir þolið, eða fá útrás í keppn­is­leik með félög­um. Svo allt í einu kemur bara svit­inn án þess að maður sé að bíða eftir því, og maður var ekki einu sinni með kveikt á kalor­íu­app­inu, og maður var að rækta hug­ann í leið­inni. Ef maður fær eitt­hvað meira en svit­ann út úr æfing­unni þá eru minni líkur á að maður fari heim og slátri dollu af Ben and Jerry’s til að verð­launa sig. En auð­vitað hentar það að keyra í lík­ams­rækt­ar­stöð til að ganga á göngu­bretti og hjóla á þrek­hjóli merki­lega mörg­um. Áfram þið bara. 

Við hin höldum áfram að reyna að finna hvatn­ingu til að hreyfa á okkur spikið á með­an. En þangað til klöppum við því og köllum það ýmsum fal­legum nöfn­um.

P.S. Ég veit alveg að ein­hverjir ósam­mála mér munu deila þessu og segja að ég sé fitu­hjassi. Þetta heitir að fara í boltalaga mann­inn en ekki í bolt­ann. Ég er ekki mjó, og það móðgar mig ekki að benda á það. Ég er samt nógu ágæt í lag­inu og í nógu góðu formi til að starfa sem dans­kenn­ari og sirk­us­dýr. Ég geng í fötum sem eru merkt XL. Það þýðir extra lovely.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None