Auglýsing

Ok, dragið nú fram popp­skál­arnar kæra bíl­lausi-lífstíls her­deildin mín. Vit­iði hvað kom fyrir frekar fína bíl­inn (með hita í sætum og mið­stöð sem virkar) sem ég keypti mér um dag­inn? Ég keyrði ofan í holu eða öllu heldur fokk­ing gíg á stærð við sink­hole (takk Reykja­vík­ur­borg) og við það fór vélin í rúst og reikn­ing­ur­inn frá verk­stæð­inu hljóð­aði upp á 500 þús­und krón­ur.  

Ein­hver skiln­ings­ríkur og sam­úð­ar­fullur gæti mögu­lega haldið að þarna hefði þján­ingum mínum í tengslum við þennan fjand­ans bíl verið lok­ið. En nei nei, það var auð­vitað ekki í boði. Mis­ery loves company.

Hvað hald­iði að hafi komið fyrir bíl­inn dag­inn eftir að hann kom úr við­gerð? Jú, skemmd­ar­verk í skjóli næt­ur. Ein­hverjir óprút­tnir aðilar tóku sig til og teikn­uðu stóran titt­ling með­fram allri hlið­inni á bíln­um. Bara eins og ekk­ert væri eðli­legra. Morg­un­inn eftir keyrðum við fjöl­skyldan út í dag­inn og tókum ekki eftir hálfum hlut fyrr en í lok dags. Í heilan dag keyrðum við um bæinn eins og #freethe­typpi kver­úlantar í boði glæpa­manna sem ráfa um göt­urnar á nótt­unni og sví­virða heið­ar­lega bíla.

Auglýsing

Fyrst kvart­lestin er komin af stað (tjú tjú) hvernig væri þá að gægj­ast inn í dimman og kaldan helli sem ég vil kalla fast­eigna­sögu mína? Ég keypti mína fyrstu íbúð árið 2003 og seldi hana sirka ári síðar þegar vinnan sendi mig til Brus­sel. Á þessu ári sem ég átti hana hafði íbúðin hækkað um heilar 387 þús­und krónur svo ég kom út í smá plús, hel­víti ánægð með mig. Ég var úti í átta mán­uði og kom svo heim. Á þessum átta mán­uðum hafði íbúð­in, sem ég átti ekki leng­ur, hækkað um 7 millj­ón­ir. Lífið er sann­kallað lott­erí. Fyrir suma. En ekki mig. Skoðum bet­ur.

Stuttu eftir heim­kom­una 2005 keypti ég mér aðra íbúð sem ég átti í þrjú ár. Eftir nokkrar vikur kom skrýtið hljóð og smá furðu­leg lykt upp úr nið­ur­falli í þvotta­hús­inu. Aha. Við­kvæmir geta hætt að lesa hér. Án þess að fara út í smá­at­riði þá fyllt­ist jarð­hæðin af inni­haldi klóakslagna síð­ustu 70 ára (70 ár af kló­sett­ferðum krakk­ar) á einu sví­virði­legu korteri. Menn með loft­bor voru dag­legir gestir hjá mér næstu þrjá mán­uð­ina eða svo. Á tíma­kaupi. „Allur Vest­ur­bær­inn er tif­andi tíma­sprengja, kom­inn tími á öll rör hérna, skrýtið að það sé ekki flæð­andi klóak um göt­urn­ar, lol!” – sagði fag­maður við mig á þessum tíma kampa­kátur þar sem hann leiddi stóran rana ofan í jörð­ina þar sem eitt sinn var gólfið mitt.

Var ég ekki tryggð fyrir neinum af þessum ósköp­um, gæti ein­hver spurt. Einmitt það. Stutta svar­ið: trygg­ing­arnar „ná ekki utan um” til­keknu tjónin sem ég hef rakið hér að ofan. Og talandi um trygg­ing­ar, smá hlið­ar­saga: Um dag­inn hringdi ég í trygg­inga­fé­lagið mitt og spurði hvort ekki væri hægt að lækka iðgjöldin eitt­hvað þar sem ég væri að spá í að kaupa líf- og sjúk­dóma­trygg­ingu á lín­una (að gefnu til­efn­i). Svarið sem ég fékk: Þú ert með svo svaka­lega tjóna­sögu að það er ekk­ert svig­rúm til lækk­unn­ar. Svaka­leg tjóna­saga indeed. Ef þetta lið bara vissi hvað ger­ist utan vaktar trygg­ing­anna.  

Svo, vegna hryll­ings og vol­æðis lið­inna ára hef ég lært að vera með vak­andi auga fyrir hlutum sem „eiga ekki að geta ger­st”. Skoðum dýra­ríkið sem dæmi. Sagt er að dúfur geti ekki flogið á fólk. Think aga­in. Ég fékk einu sinni dúfu beint í and­litið þar sem ég spíg­spor­aði um torg í útlönd­um. Í leið­inni reif kvik­indið ævafornan ætt­ar­grip af hálsi mínum (erfð­ar­góss frá hol­lensku for­feðrum mín­um) sem ég sá aldrei fram­ar. Ómet­an­legur gripur horf­inn í klær dúfu sem flaug í and­litið á mér þegar það átti ekki að vera hægt. Ég, útklóruð og arf­laus á einu hryll­ings­sek­úndu­broti.

Það er eins og kosmósið hafi ákveðið dag­inn sem ég steig fyrst fæti á þessa jörð að henda í mig ódæmi­gerðum óhöpp­um. „Þú tryggir ekki eftir á” sagði snjall maður eitt sinn. Ég gæti allt eins sleppt því að tryggja fyr­ir­fram. Líf mitt er ein stór ótryggð og flókin tjóna­saga.

Þegar ég held svo að staða mín sem mann­eskja geti ekki orðið mikið verri þá kemur þetta ofan á mitt beyglaða brjósklos­aða bak (s/o á brjósklos­að­gerð­ina 2012 eftir fæð­ingu sem gekk herfi­lega): Ég er auð­vitað hræði­lega ósmekk­leg að gera það sem ég er að gera hér. Kvart og vælu­bíll yfir öllu þessu havaríi sem eru...wait for it: Lúx­us­vanda­mál í bland við svo mikil fyrsta heims vit­leys­is­gangs vælu­mál að ég fæ raun­veru­legan svima yfir óhemju­gang­inum í sjálfri mér. 

Ég gat í það minnsta keypt mér íbúð­ir, annað en heim­ur­inn. Og hvað, aum­ingja bíll­inn með fínu sæt­unum lenti ofan í holu í örugga land­inu sem hann er svo hepp­inn að fá að keyra um í? Snökt. Og úpps, sprakk rörið í fína og dýra Vest­ur­bæn­um? Úff. Og æ æ, týnidst perlu­festin í fína útland­inu sem ég fékk að heim­sækja í fríi? Cry me a river.

Svo, hvað höfum við hér? Jú: aum­ingja. Og ekki bara aum­ingja heldur óhepp­inn aum­ingja. Rétt upp hönd, það er ég.

ps. Ekki segja síðan að ég hafi ekki varað ykkur við þegar geim­ver­urnar lenda og taka yfir. Og hvar munu þær lenda gæti ein­hver spurt? Á þak­inu mínu. Og nei, ég er pott­þétt ekki tryggð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None