Auglýsing

Í gær borð­aði ég gul­rót­ar­bollur í kvöld­mat. Eitt­hvað „til­búið í ofn­inn“ sem ég kaupi nokkuð reglu­lega, því það er bæði fljót­legt að elda þær og svo er þetta alveg ágætt á bragð­ið. Ég opna bara kass­ann, fjar­lægi filmuna af plast­bakk­an­um, hrúga osti yfir og sting þessu í ofn­inn. Reyndar skil ég ekki hvernig plast­bakki getur chillað í 200 gráðum í tutt­ugu mín­út­ur, en ég er svo sem ekki eðl­is­fræð­ing­ur.

Ég er heldur ekki nátt­úru­fræð­ing­ur, en mér skilst að kjötát okkar mann­anna sé að ganga af plánet­unni dauðri. Ég hef reyndar ekki sett mig nægi­lega vel inn í þessi mál, en þetta hefur víst eitt­hvað að gera með dýra­fret. Það er verið að rækta svo mikið af dýrum fyrir okkur að borða, sem öll þurfa að leysa ógur­lega mik­inn vind, að óson­lagið stendur nú í for­stof­unni og hótar því að yfir­gefa partí­ið. Eða eitt­hvað. Eins og ég segi, ég veit tak­markað um mál­ið, nema út frá fyr­ir­sögnum blaða­greina sem ég les ekki. Vegna þess að ef ég les þessar grein­ar, set mig almenni­lega inn í þetta, horfi á Cow­spiracy og allt það, þá mun ég þurfa að breyta venjum mín­um. Það verður nefni­lega sífellt erf­ið­ara fyrir mig að verja kjötát mitt. Ekki fyrir árásum frá bögg­andi græn­metisætum og her­skáum nátt­úru­vernd­ar­sinn­um, heldur fyrir sjálfum mér. Sam­visku minni. Já, það er sam­viska þarna ein­hvers stað­ar.

Þegar ég hugsa um það, þá hef ég aldrei orðið fyrir aðkasti frá nokkrum manni vegna þess sem ég borða. Ekki einu sinni frá græn­metisæt­um. Sem er skrýt­ið, vegna þess að ég heyri reglu­lega harma­kvein hör­unds­sárra kjöt­æta sem barma sér yfir eilífum aðfinnslum græn­metisæt­anna. Ég hef borðað kjöt í 36 ár og ekki heyrt múkk í þeim. Eitt múkk heyri ég þó reglu­lega — stríðsöskrin í kjöt­rembunum á Face­book. Þær eru á öllum aldri. Yngri kyn­slóðin heldur sig aðal­lega í lok­uðum græn­metisætu­grúppum og reynir dag­lega að slá Ólymp­íu­met í að vera ógeðs­lega fynd­in. Þetta eru mest­megnis fín­gerð­ir, vatns­greiddir drengir á fram­halds­skóla­aldri, þunn­hærðir á pungn­um, sem rétt­ast væri að senda í sveit. Eldra fólkið er meira í athuga­semda­kerfum vef­miðl­anna.

Auglýsing

„Blóð­uga steik á diskinn minn, namm­inamm,“ skrifar ögrandi eldri kona við frétt af mót­mælum Aktí­vegan–liða fyrir framan Slát­ur­fé­lag Suð­ur­lands. Athuga­semdin hennar er ein af hátt í 300, en í hvert sinn sem dýra­vernd­un­ar­sinnar rugga bátnum mæta Virkir og gjör­sam­lega geð­veikir í athuga­semdum á svæðið og ausa úr skálum ein­semdar sinn­ar. Það fer óheyri­lega í taug­arnar á þeim að ein­hver skuli dirfast að standa í klukku­tíma með skilti í skíta­kulda fyrir utan girð­ingu ein­hvers staðar á Sel­fossi. Hel­vítis (hafra)lattel­epjandi, lista­manna­launa­þiggj­andi lið­leskj­ur! Já, sumir halda með kjöti eins og aðrir halda með Manchester United. Og þegar lið­inu gengur illa verða allar til­raunir til að verja það svo krútt­lega kjána­leg­ar, svona eins og snjáður bolur úr Dogma sem á stendur „Brown is the color of poo“.

En af hverju hætti ég ekki bara að borða kjöt? Ef ég á að vera alveg hrein­skil­inn, þá bara hef ég ennþá ekki nennt því. Kjöt­laus lífs­stíll er vesen og við erum að tala um 36 ár af dellu sem þarf að vinda ofan af. Þegar ég skrifa þetta líður mér að vísu eins og ég sé með lokuð aug­un, vísi­fing­urna í eyr­un­um, hróp­andi „LALALALA­LA“. Það er þægi­legra að lesa ekki frétt­irn­ar. Að gera sér ekki grein fyrir umfangi vand­ans. Að borða bara rúllupyls­una sína og stein­halda kjafti.

Hins vegar er líka alveg allt í lagi að borða minna kjöt. Ég er tótallí þar. Ein­hvers staðar las ég að það væri miklu betra fyrir umhverfið að margir borði minna kjöt en að fáir borði ekk­ert kjöt. Að allir borði ekk­ert kjöt er ekki inni í mynd­inni, alla­vega ekki á meðan stór hópur fólks lítur á kjötát sem eins­konar trú­ar­brögð. Lík­legra er að kjötát muni þró­ast eins og fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Mjakast hægt og bít­andi niður á við næstu ára­tugi, eftir að alls konar reglu­gerðir og neyslu­stýr­ing hafa gert kjötát að ein­hverju sem maður leyfir sér bara á jól­un­um. Endar svo í rauð­víns­fylgi, þegar aðeins útrás­ar­vík­ingar hafa efni á að kaupa pepp­eróní.

Mað­ur­inn er ekki kjöt­æta. Mað­ur­inn borðar bara það sem honum sýn­ist. Dýrin liggja vissu­lega vel við höggi, þar sem flest þeirra eru minni og aum­ari en mann­fólk. Það rétt­lætir það samt ekki að gráð­ugir verk­smiðju­stjórar troði sextán hænum á fer­metra. Það er eins og ef það hefðu verið átta Almarar í kass­an­um. En það er vilj­andi sem ég staldra ekki sér­stak­lega við hlið dýr­anna í þessum pistli (þau eru líka ekki einu sinni að lesa þetta). Ég má ekki við meira sam­visku­biti í bili. Baby steps.

En burt séð frá dýra­vel­ferð, þá hefur þú heldur ekk­ert gott af því að borða magál og mala­koff í öll mál. Ef frétt­irnar sem ég sleppti því að lesa eru sann­ar, þá munt þú á end­anum þurfa alfarið að hætta að borða kjöt. Það eina sem getur hægt á því ferli er að við borðum öll minna af því. Það er líka fullt annað gott á bragðið sem inni­heldur ekki kjöt. Þú getur byrjað á ein­hverju ein­földu. Til dæmis svona „til­búið í ofn­inn“–gul­rót­ar­boll­um. Það er fljót­legt að elda þær og svo er þetta fínt á bragð­ið. Þú opnar bara kass­ann, fjar­lægir filmuna, hrúgar osti yfir og stingur inn í ofn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None