Auglýsing

Klukkan er tvær mín­útur í mið­nætti þegar konan kemur heim af kvöld­vakt­inni. Börnin eru farin að sofa og ég sit í stof­unni á nátt­bux­unum að horfa á átj­ánda YouTu­be–­mynd­bandið í röð af fólki að detta og meiða sig. Neðan úr for­stof­unni heyr­ist „hæ“ og ég stöðva mynd­band­ið. Ég svara ekki, heldur læt mig leka niður á mjó­bak­ið, ligg hálfur í sóf­anum og hálfur á gólf­inu, beini útlimunum í allar átt­ir, galopna munn­inn og geri mig rang­eygð­an.

„Hauk­ur?“

Ég heyri hana labba upp stig­ann en svara samt ekki. Hún gengur inn gang­inn, kemur inn í stofu og við henni blasir mín allra besta eft­ir­herma af líki. Þetta er klass­ískt grín á mínu heim­ili þegar annað hvort okkar kemur seint heim. Stundum leik ég lík­ið, en ég hef líka oft komið að lík­inu sjálf­ur.

Auglýsing

Ég er 37 ára og hún þrí­tug. Ráð­sett fólk með börn, bæði í vinnu og hvor­ugt í neyslu. En þetta þykir okkur alveg hreint ótrú­lega fyndið — og að því gefnu að hvor­ugt okkar verði svo óheppið að finna ein­hvern tím­ann lík í alvör­unni, þá hugsa ég að þetta vand­aða grín eigi mörg ár eft­ir.

Í gær spjall­aði ég dágóða stund við góðan kunn­ingja minn, 43 ára gamlan fjöl­skyldu­föður og yfir­mann hjá virðu­legri rík­is­stofn­un, þar sem við spil­uðum hinn sígilda leik „hræði­legir afar­kost­ir“. Í honum fær maður virki­lega erf­iðar spurn­ing­ar, und­an­tekn­ing­ar­laust mjög subbu­legar og það er bannað að segja pass.

„Hvort mund­irðu frekar sofa hjá Kim Jong-un, viku­lega til ævi­loka, eða breyt­ast í hann?“

„Uh, sofa hjá honum viku­lega, held ég. Eða bíddu … þarf ég að totta hann lík­a?“

„Já, stund­um.“

„Nei, þá myndi ég frekar velja að breyt­ast í hann.“

Vinur minn, 38 ára gam­all par­húsa­eig­andi í Vest­ur­bæn­um, kíkti í kaffi um dag­inn. Hann var nokkuð venju­lega klædd­ur, en ég veitti því þó athygli að á öðrum sokknum hans var stórt gat og út um það gægð­ist tá. Við ræddum um dag­inn og veg­inn, meðal ann­ars hækk­andi fast­eigna­verð, stýri­vexti og fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­ið. Honum var eitt­hvað illt í vísi­fingrinum og nudd­aði hann af miklum móð. Hann hafði klemmt sig á ein­hverju og úti­lok­aði ekki að hafa togn­að. Sagði að það brak­aði líka ógur­lega í hon­um.

„Próf­aðu að toga í hann og hlust­að­u.“

Ég tog­aði í vísi­fing­ur­inn og um leið gaf aft­ur­endi manns­ins frá sér svo hávært fret að mér þótti það mesta furða að börnin hefðu ekki vakn­að. Honum var að sjálf­sögðu ekk­ert illt í putt­an­um, heldur hafði ég gengið í heims­ins elstu fret­gildru.

Vinnu minnar vegna sat ég fund úti í bæ hjá ónefndu fyr­ir­tæki. Þegar við mættum var mér og sam­starfs­fólki mínu vísað inn í fund­ar­her­bergi þar sem for­stjór­inn og fram­kvæmda­stjór­inn biðu okk­ar. Mik­il­vægir við­skipta­vinir úti í heimi tóku þátt í fund­inum í gegnum Skype. Fljót­lega eftir að fundur hófst missti ég athygl­ina og byrj­aði að virða her­bergið fyrir mér, sem og fund­ar­gest­ina. Mér fannst ég ekki eiga heima þarna. Leið eins og þegar ég var lít­ill og „full­orðna fólk­ið“ var að tala sam­an. Ég var líka eini karl­mað­ur­inn þarna sem var ekki í jakka­föt­um, eða í það minnsta skyrtu­klæddur og vel greidd­ur. Gott ef ég var ekki í hljóm­sveit­ar­bol. Fund­ar­her­bergið sjálft var svo þetta dæmi­gerða nýmóð­ins snjall­her­bergi og lista­verkin á veggj­unum kost­uðu eflaust meira en íbúðin mín. Á einum veggnum hékk flenni­stór tús­stafla, en hún gegndi engu hlut­verki á fund­in­um. Það var líka búið að stroka allt út af henni.

„Nei, heyrðu nú mig.“

Það glitti í eitt­hvað sem hafði verið strokað út. Ég pírði augun og sá kunn­ug­legar útlín­ur. Eitt­hvað sem krotað hefur verið á tús­stöflur frá því þær voru fundnar upp. Jú, þú giskaðir rétt. Þetta var titt­ling­ur. Þrút­inn og grodda­legur skaufi, auð­veld­lega einn sinnum tveir metrar að flat­ar­máli, með áföstum eist­um. Þá hafði sér­stak­lega mikil vinna verið lögð í hlykkj­óttar æðarnar og gróf pung­hár­in. Ég veit ekki hver þessi Cara­vaggio typpa­mynd­anna var, en eng­inn hafði aðgang að þessu fund­ar­her­bergi nema vera að minnsta kosti fer­tugur og annað hvort í jakka­fötum eða fínni blússu.

„Jæja … hættu þessu nú, þetta er bara sóða­leg­t,“ sagði ég við fjög­urra ára stjúp­son minn þegar hann var búinn að syngja frum­samið lag um kúk og piss í um það bil mín­útu. Mér fannst lagið reyndar alveg ágætt, en við full­orðna fólkið verðum víst að vera góðar fyr­ir­mynd­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði