Auglýsing

Ég var ofvaxið barn. Mínar fyrstu minn­ingar fela í sér að líða óþægi­lega í fang­inu á ein­hverjum ætt­ingja­ræfli sem var að reyna að sitja undir krakka á stærð við afa sinn og um átta ára aldur vildi áhyggju­fullur læknir gefa mér horm­óna­sprautur til að hægja á vexti. Sjálfs­mynd mín og lífs­við­horf mót­að­ist gíf­ur­lega af þessum ofvexti. Ég var aldrei krútt og hataði í laumi litlu sætu stelp­urnar í bekknum sem flissuðu í smæð sinni meðan strák­arnir báru þær á hest­baki. Í dans­tímum dans­aði ég við kennarann, gjó­andi öfund­sjúkum augum á písl­ina sem fékk að dansa við strák­inn sem ég var skotin í. Sá náði mér tæp­lega í öxl. Enn í dag líkar mér frekar illa við smá­vaxið fólk. Ég vann reyndar öll skóla­hlaup lengi vel, ekki vegna þess að ég væri sér­stak­lega fljót heldur af því að ég var helm­ingi stærri en allir hinir krakk­arn­ir. Smá eins og æsti pabb­inn sem rústar Lata­bæj­ar­hlaup­inu og allir klappa vandræða­lega fyrir í lok­in. Þegar ég byrj­aði í nýjum skóla í átt­unda bekk héldu allir að ég væri mamma ein­hvers af bekkj­ar­fé­lög­unum sem trítl­uðu um í Adi­das­göllum í barna­stærð. Ég gekk í gráum dragt­ar­jakka.

Þegar ég byrj­aði í nýjum skóla í átt­unda bekk héldu allir að ég væri mamma ein­hvers af bekkj­ar­fé­lög­unum sem trítl­uðu um í Adi­das­göllum í barna­stærð. Ég gekk í gráum dragtarjakka.

Smám saman hægð­ist þó á mér og undir lok grunn­skól­ans höfðu jafn­aldr­arnir all­flestir náð mér. Í dag er ég fremur venju­leg, eða því heldur töl­fræðin fram. Það breytir því þó ekki að mér líður alltaf eins og ég sé risa­vax­in. Innra með mér snöktir stutt­hærða, krull­aða og klunna­lega konu­barnið sem þráir það eitt að vera krútt. Háir hælar stækka mig á ein­hvern undra­verðan hátt langt yfir öll mörk og ég fer ósjálfrátt að labba eins og gíraffi. Allt mitt líf hef ég þannig barist gegn þess­ari, að hluta til ímynd­uðu, stærð. Bæði fata­val og hár­greiðsla mið­aði framan af að því einu að draga úr hæð minni. Ég laug til um sentí­metra eins og aðrar stelpur lugu til um kíló (auð­vitað laug ég síðan líka til um kíló). Ég var líka afskap­lega rólegt og fyr­ir­ferð­ar­lítið barn. Hafði mig lítið í frammi og var svo sann­ar­lega ekki fyrir nein­um. Hljóð­láti ris­inn. Þó að þar hafi með­fædd per­sónu­ein­kenni eflaust spilað inn í tel ég mig einnig hafa verið að bæta upp fyrir óhóf­lega plás­stöku. Biðj­ast hljóð­lega afsök­unar á til­veru minni, stillt, prúð og pass­leg.

Auglýsing

Og hvers vegna þótti mér þetta svo baga­legt? Hefði stráki liðið jafn afkára­lega í minni stærð? Hefði lækn­ir­inn verið á barmi örvænt­ingar fyrir hans hönd, til­bú­inn með afdrifa­ríkt inn­grip í sprautu­formi? Mig grunar þvert á móti að stráka-ég hefði verið kóngur bekkj­ar­ins og eytt ævinni í að ýkja stærð mína.

Við sem sam­fé­lag reynum í sífellu að minnka kon­ur. Við hrósum stúlku­börnum fyrir að vera prúðar og stillt­ar, hvetjum þær til að tala lágt og leika sér rólega á meðan strák­arnir okkar læra að taka pláss og athygli. Við hvetjum þessi sömu stúlku­börn þó til íþrótta­iðk­unar en sú iðkun rúm­ast ekki í íþrótta­f­rétta­tím­um. Það er rými stráka.

Við sem sam­fé­lag reynum í sífellu að minnka kon­ur. Við hrósum stúlku­börnum fyrir að vera prúðar og stillt­ar, hvetjum þær til að tala lágt og leika sér rólega á meðan strák­arnir okkar læra að taka pláss og athygli. Við hvetjum þessi sömu stúlku­börn þó til íþrótta­iðk­unar en sú iðkun rúm­ast ekki í íþrótta­f­rétta­tím­um. Það er rými stráka. Lík­ams­rækt kvenna mið­ast í flestum til­fellum að því að minnka þær, á meðan karl­menn stefna að stækk­un, áður en þeim vex ábyrg ístra. Við byrjum snemma að rugla í rými kynj­anna hvað þetta varð­ar. Banda­rísk rann­sókn frá 2005 sýndi fram á að for­eldrar þriggja ára drengja hafa áhyggjur af því að þeir borði ekki nógu mikið á meðan for­eldrar stúlkna á sama aldri hafa áhyggjur af því að þær borði of mik­ið. Þriggja ára. Ókei. Svo kennum við svöngu stúlk­unum okkar að sitja með kross­lagðar fætur svo þær taki eins lítið pláss í heim­inum og þeim framast er unnt. Við konur hrósum enda hver annarri fyrir minnkun,  sveltum okkur og und­ir­göng­umst allskyns sam­fé­lags­lega sam­þykkta þján­ingu því guð forði ver­öld­inni frá aukamassa af konum út um allt, tak­andi verð­mætt pláss frá karl­mönn­um. Skessur eru æva­gömul ógn sem mik­il­vægt er að hafa taum­hald á. Þær éta jú menn.

Ég sat í aft­ur­sæti leigu­bíls um dag­inn ásamt tveimur vinum mín­um, öðrum karl­kyns. Þar sem við kon­urnar sátum sam­an­kramdar og kven­leg­ar, klesstar upp við sitt­hvora hurð­ina eins og okkur bar  meðan karl­mað­ur­inn sat í fæð­ing­ar­stell­ingu í miðj­unni með metra á milli lær­anna rann mér skyndi­lega rétt­lát reiði í brjóst. Í einni svipan krist­all­að­ist allt órétt­læti heims­ins í þess­ari einkar ójöfnu plás­stöku. Með Bríet á hægri öxl og de Beauvoir á þeirri vinstri þjösnaði ég grun­lausum félaga mínum til hliðar og hreytti ein­hverju ill­kvittn­is­legu í hann um að feðra­veldið þarna á milli lappa hans þyrfti tæp­ast allt aft­ur­sæt­ið. Sár­móðg­aður reyndi hann bless­aður að láta minna fyrir sér fara, þrátt fyrir að vera það ljós­lega ekki eðli­legt. Allt umhverfi hans hefur enda frá fæð­ingu sann­fært hann um sjálf­sagðan rétt hans til rým­is. Sú sann­fær­ing má þó ekki vera á kostnað míns rým­is.

Hættum að ala upp fyr­ir­ferð­ar­litlar stúlk­ur. Setn­ingar eins og: „Hún er svo róleg og hæglát, það fer varla neitt fyrir henni“ ættu ekki að hljóma í við­ur­kenn­ing­ar­skyni, heldur sem áhyggju­efni er þarfn­ast úrlausn­ar. Lík­ömnuð þekk­ing gleym­ist síð­ur, jafn­rétti þarf að inn­prenta í vöðva­minni beggja kynja. Ver­öld­inni væri mun betur borgið ef meira færi fyrir kon­unum henn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None