Auglýsing

Ég er anar­kisti. Mín upp­lifun er eft­ir­far­andi:

Stærsta vanda­málið sem steðjar að mann­kyn­inu í dag eru afleið­ingar hins ban­væna hjóna­bands kap­ít­al­isma og lýð­ræð­is. Eins og tvær með­virkar hömlu­lausar ofætur með syk­ur­sýki á háu stigi, sem missa smám saman útlimi sína og drep­ast svo úr við­bjóðs­legu sinnu­leysi, ætlar sam­spil þess­ara kerfa að leggja mann­legt sam­fé­lag og nátt­úru í rúst.

Sam­fé­lag okkar er í lag­inu eins og pýramídi. Á toppnum trónir fólkið sem stjórnar og er best stætt. Á botn­inum þau sem halda hinum á toppnum uppi með umfram vinnu, fram­leiðni sinni og skött­um. Einu sinni hélt ég að fólkið á toppnum væri vanda­mál­ið. Og lausn­in. Ef við bara kysum rétta fólkið til þess að stjórna okkur þá myndi allt leys­ast. Að ef lang-rétt­sýnasta, sniðugasta, gáf­að­asta og besta fólkið væri við stjórn­ina þá gætum við loks­ins tjillað og hætt að pæla í póli­tík. Og þetta reynum við á fjög­urra ára fresti. Alltaf með frekar svekkj­andi nið­ur­stöðu.

Auglýsing

En fólk er ekki vanda­mál­ið. Og ekki lausnin held­ur. Vanda­málið er pýramíd­inn. Kerf­ið. Og ríka fólkið sem borgar fyrir að halda því óbreyttu.

Fólk er gott. Ef það er valda­laust og ber aðeins ábyrgð á lífi sínu og sinna nán­ustu. Ef við horfum á nið­ur­stöður rann­sókna geð­lækna og sál­fræð­inga ann­ars vegar og hins vegar það hvernig mann­kyns­sagan hefur spil­ast þá fer það smám saman að verða aug­ljóst. Fólk er flest gott, en um leið og þér er gefið tæki­færi til þess að ráðskast með líf ein­hvers þá ertu strax orð­inn marg­falt hættu­legri en þegar eina lífið sem þú getur rústað er þitt eig­ið. Og þetta sjáum við á hverjum degi á litlu eyj­unni okk­ar: Vald­haf­ar, í litlum sem engum tengslum við almenn­ing, sópa til sín auði og eign­um. Smám saman orðnir spilltir og valda­sjúk­ir.

Þessi hegðun er alls ekk­ert bundin við eina teg­und stjórn­ar­hátta. Hún kemur upp all­staðar þar sem fólk, með alla sína breysk­leika og galla fær tæki­færi til þess að hafa það aðeins betra en aðr­ir. Lýð­ræði, kap­ít­al­ismi, komm­ún­ismi, lén­skipu­lag, kon­ungs­veldi, sama hvaða nafn pýramíd­inn ber þá er það fólkið á toppnum sem hefur það best og fólkið á botn­inum sem hefur það verst.

Það að kjósa réttasta fólkið er nefni­lega ómögu­legt þegar þau sem þú kýst spill­ast ein­fald­lega af völd­unum sem þú gefur þeim.

Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn eru ekki spilltir af því stofn­endur hans skrif­uðu það í stofnsátt­mál­ann eða af því þangað sæk­ist sér­stak­lega spillt og valda­sjúkt fólk. Fólk, sem eitt sinn hafði ekk­ert nema hug­sjónir (og hugs­an­lega lög­heim­ili í Garða­bæ) er ein­fald­lega orðið afvega­leitt. Ástæðan er sú að þau hafa verið við stjórn allt of lengi. Gamla mál­tækið er ein­fald­lega satt: Vald spill­ir, og algjört vald gjör­spill­ir. Það að kjósa réttasta fólkið er nefni­lega ómögu­legt þegar þau sem þú kýst spill­ast ein­fald­lega af völd­unum sem þú gefur þeim.

Því kerfið er gall­að. En við höldum áfram að vona. Að nýtt höfuð á skrímslið gerið það góð­hjart­að. En það er lögun pýramíd­ans sem er göll­uð. Að org­anískar kaó­tískar líf­verur í kaó­tískum kakafónískum heimi séu settar inn í kerfi hannað af mönnum er lík­lega ekki að fara að virka. Og út úr þeim raun­veru­leika sprettur þessi hug­mynd að lausn. Anar­k­ismi. Hann gengur ekki út á stjórn­-­leysi. Hann gengur út á stjórn­enda-­leysi. Að eng­inn geti sóst eftir því að stjórna öðru fólki. Að eng­inn hafi yfir stór­kost­legum völdum og eignum að ráða sem hann geti beitt í eigin þágu en sagst vera að vinna fyrir heild­ina. Að allir séu jafn­ir. Ein­kenn­is­orðin „eng­inn öðrum æðri“ ættu nefni­lega að vera eitt­hvað sem flestir gætu verið sam­mála.

Á heims­vísu, sem og á Íslandi, sjáum við þörf­ina á rót­tækum breyt­ing­um. Kerfið sem kæfir okkur er vanda­mál­ið, ekki fólkið sem við kjósum til þess að óhjá­kvæmi­lega arð­ræna okkur í gegnum það. Ójöfn­uður eykst. Valda­stéttin stjórn­ast af auð­mönn­um, og laga­setn­ing víð­ast hvar er sniðin að hinum ofur­ríku. Fimm hag­fræð­ingar Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins voru að senda frá sér skýrslu með alls­konar áhuga­verðum nið­ur­stöð­um. Þar á meðal þeirri að blautir draumar hálf­-guða allra frjáls­hyggju-gutta; Milton Fried­mans og Ron­alds Reagan, gangi ekki upp í raun­veru­leik­an­um.

Kenn­ingin sem notuð er til að rétt­læta aukna auð­söfnun þeirra allra rík­ustu er kölluð trickle-down economics. Hún hefur oft verið nefnd „brauð­mola­kenn­ing­in“ en ég kýs að þýða sem „lek­anda-hag­fræð­i“, og hefur verið höfð leið­ar­ljós við stefnu­mótun vald­hafa víð­ast hvar á Vest­ur­lönd­um.

Vel­sældin á að leka niður eftir pýramíd­anum eins og íranskur kav­íar og Crist­al-­kampa­víns-hag­vöxt­ur­inn svo­leiðis fruss­ast yfir okkur öll. Það er meiri lygi en árið 2014 í lífi Hönnu Birnu.

Sam­kvæmt henni mun allt sem kemur þeim allra rík­ustu vel einnig koma þeim fátæk­ustu vel á end­an­um. Vel­sældin á að leka niður eftir pýramíd­anum eins og íranskur kav­íar og Crist­al-­kampa­víns-hag­vöxt­ur­inn svo­leiðis fruss­ast yfir okkur öll. Það er meiri lygi en árið 2014 í lífi Hönnu Birnu. Þeir ríku verða ein­fald­lega sjúk­lega ríkir og eyða pen­ing­unum sínum í gull-­pípu­hatta og ein­gl­yrni, og alls ekki á þann hátt að milli- eða lægstu stétt­irnar njóti þeirra. Þar við sit­ur.

Og það að AGS, klapp­stýra og varð­hundur lais­sez faire og alheimslögga hag­kerf­is­ins, sé að halda þessu fram er jafn sjokker­andi og ef Gylfi Ægis segði skyndi­lega „Sorry guys, hommar eru fín­ir, það er ég sem var að vera algjör fagg­i.“

Einnig kemur fram í skýrslu AGS að ef inn­koma þeirra 20% rík­ustu eykst lækkar lands­fram­leiðsla. Ef verka­lýðs­kjör eru skorin niður verða einnig þeir rík­ustu rík­ari og þeir fátæku fátæk­ari. Þannig að allar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar til þess að gera kjör verka­fólks verri og til þess að auka hag­sæld vina sinna koma aðeins þeim sem mest hafa vel. Ekki láta silf­ur­skeið­ung­ana segja ykkur neitt ann­að.

Ef við leyfum kerf­inu sem við búum í að við­gang­ast mun útkoman ekki vera góð fyrir okk­ur, afkvæmi okkar eða aðrar líf­verur á þessum bláa hnetti. Hrylli­legt hjóna­band kap­ít­al­isma og full­trúa­lýð­ræðis er ekki aðeins sam­fé­lags­legt krabba­mein, heldur er offram­leiðsla og ofneyslan sem því fylgir að ganga að plánet­unni okkar dauðri. Áfram­hald­andi ójöfn­uð­ur, tor­tím­ing plánet­unnar og sú full­komna ringul­reið sem það hefur í för með kemur engum vel. Hrun pýramíd­ans kemur jafn illa við alla íbúa hans, hvort sem þeir hír­ast á botn­inum eða tróna á toppn­um. Við endum öll í rúst­unum sam­an. Kannski spurn­ing um að fórna hag­vexti og hefðum full­trúa­lýð­ræð­is­ins áður en það ger­ist? Eða halda bara áfram og taka allt draslið með okkur í gröf­ina?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None