Auglýsing

Ég var staddur á yfir­gefnum hostel-bar á eyju í Suð­ur­-Ta­ílandi þegar Geir H. Haarde bað guð um að blessa Ísland í ræðu sem var að mestu leyti stolin úr kvik­mynd­inni Arma­geddon. Ég veitti galtómri þvæl­unni sem vall upp úr sitj­andi for­sæt­is­ráð­herra samt ekki mikla athygli því að ég var allt of upp­tek­inn við að horfa á þá litlu pen­inga sem ég átti hverfa ofan í eitt­hvert svart­hol sem kall­ast geng­is­vísi­tala.

Fram að þessu hafði ég í barns­legri ein­lægni haldið að pen­ingar væru föst stærð sem ég einn hefði þau for­rétt­indi að kasta á glæ í pizz­ur, raf­tæki og illa ígrund­aðar utan­lands­ferðir – ekki eitt­hvað sem gæti bara gufað upp.

Þremur svefn­töfl­um, 50 þús­und króna láni frá fyrr­ver­andi kær­ustu og 500 evru sekt fyrir smygl á kín­verskri DVD-­út­gáfu af Mýr­inni (þar sem Baltasar sjálfur var á káp­unni á hest­baki með kúreka­hatt) síðar var ég kom­inn aftur til Íslands – eða Nýja Íslands eins og það var víst kall­að; atvinnu­laus, heim­il­is­laus, skuld­ug­ur. Hvernig gat þetta ger­st? Til þess að skilja hvernig þetta gat gerst þurfti ég að fara í ferða­lag. Ferða­lag aftur í tím­ann.

Átján ára gam­all fékk ég mér mitt fyrsta kredit­kort. Ein­hverjir myndu spyrja hvað ein­stak­lingur með engar ráð­stöf­un­ar­­tekjur hefur að gera með greiðslu­kort, en sölu­mað­ur­inn frá korta­fyr­ir­tæk­inu var ekki sá mað­ur; þvert á móti sagði hann að þetta svarta kort væri fyrir ungt fólk. Ég, ver­andi ungt fólk, var ekki að fara að efast um orð ein­hvers sem ætl­aði að gefa mér 40 auka þús­und­kalla sem ég gæti eytt í hvað sem hug­ur­inn girntist.

Tveimur mán­uðum síðar fékk ég svo mína fyrstu inn­heimtu­við­vör­un.

Ég mun aldrei gleyma henni því að hún lét sér ekki nægja að nota rautt letur og hástafi til að und­ir­strika alvar­leika máls­ins, heldur var bréfið sjálft prentað á eldrauðan pappír með svörtu feit­letri eins og boðskort í sataníska afmæl­is­veislu. Þessu fylgdi mitt fyrsta og eina kvíða­kast.

Auglýsing

Stuttu síðar tók ég annað stórt skref í lífi full­tíða ein­stak­lings og fékk mér mína eigin heima­síma­línu. Að sjálf­sögðu hringdi eng­inn í þetta númer nema sölu­menn. Ég hef alltaf átt erfitt með sím­sölu og þá sér­stak­lega að segja nei þegar ég virki­lega vil segja nei. Það er ein­hver brot­inn partur af mér sem vill að öllum líki vel við mig og það endar oftar en ekki á því að ég segi já, sem aftur hefur skilað sér í gríð­ar­legu magni af upp­söfn­uðum gíró­seðlum á heima­bank­anum mínum frá hinum ýmsu kristi­legu góð­gerð­ar­sam­tökum sem ég hef engan hug á að borga.

Í þetta skiptið hringdi maður með titr­andi röddu í mig. Hann sagði mér að hann væri að kynna nýja þjón­ustu, eitt­hvað sem mundi verða til þess að ég gæti átt náð­ugt ævi­kvöld. Ein­hverjir myndu spyrja hvað mennta­skóla­nemi hefði að gera við við­bót­ar­líf­eyr­is­sparnað ofan á enga líf­eyr­is­­­sparn­að­inn sem hann var með nú þeg­ar. Ekki ég, ég gat ekki sagt nei. Ég reyndi samt hið sígilda bragð: að biðja hann um að hringja aftur seinna í þeirri von um að ég mundi ein­hvern veg­inn gleymast, en þraut­seigja þessa manns var með ólík­ind­um. Hann hringdi og hringdi þangað til ég gat ekki hummað þetta fram af mér lengur og ég neydd­ist til að mæla mér mót við hann. Þar sem ég var í skól­anum yfir dag­inn end­aði þetta með því að þessi maður hringdi í far­sím­ann minn, ég þurfti að afsaka mig úr ensku­tíma og fara út á bíla­stæðið fyrir utan MH þar sem þunn­hærður maður með flótta­legt augna­ráð bað mig um að setjast í aft­ur­sætið á skítugri Toyota Corollu eins og ég væri tál­beita í Komp­ásþætti.

Þarna sat ég, 18 ára og alls­laus, að kvitta á ein­hverja papp­íra í þrí­riti. Svo keyrði þessi líf­eyr­is­níð­ingur í burtu og ég sat eft­ir, alveg gal­tómur að inn­an­. Það tók mig mörg ár að eign­ast ein­hverja pen­inga. Það var ekki með dugn­aði og elju­semi eða hug­viti heldur með gömlu aðferð­inni: að verða fyrir stræt­is­vagni og fá miska­bæt­ur. Ég gleymi aldrei þegar ég fór fyrst í bank­ann eftir það til þess að fá fjár­mála­ráð­gjöf og þjón­ustu­full­trú­inn fletti mér upp, sá greiðsl­una frá VÍS, brosti, og sagði „Til ham­ingju!“ eins og ég hefði unnið stóra plast­á­vísun í ein­hverju bóta­lottói. Það næsta sem hún sagði mér var að ég þyrfti að drífa mig í að losa þessa pen­inga út af banka­reikn­ingnum og byrja að láta hann vinna fyrir mig. Hún sagði „Sjóður 9. Lítil áhætta og mik­ill ávinn­ing­ur.“ Hún náði mér á hug­mynd­inni um að láta pen­ing­ana vinna fyrir mig þar sem ég hafði pru­fað að vinna fyrir pen­ingum og líkað það illa. Ég labb­aði út úr bank­anum og var alveg óvart orð­inn ein­hvers konar fjár­fest­ir.

Spólum áfram um hálft ár og allt þetta fé var horf­ið. Taí­lenska bahtið át íslensku krón­urn­ar, restin af krón­unum var frosin í ein­hverjum pen­inga­mark­aðs­sjóði, Baltasar Kor­mákur í kúreka­bún­ingi var engan veg­inn 500 evra virði og ég hafði bara tvisvar notað 35 þús­und króna Adi­da­s-hlaupa­skóna sem ég keypti í ein­hverri bóta­man­íu. Þarna var að fullu stað­fest að ég veit ekki neitt.

Ég vissi svo sem alveg að ég vissi ekki neitt. Það sem ég vissi hins vegar ekki var að þeir sem ég hélt að ættu að hafa vit fyrir mér vissu ekki neitt held­ur. Af þessu get ég ein­ungis dregið þá ályktun að eng­inn viti nokkurn tíman neitt um nokkurn skap­aðan hlut.

Kredit­korta­sölu­mað­ur­inn vissi ekki neitt, líf­eyr­is­sjóð­sníð­ing­ur­inn vissi ekki neitt, þjón­ustu­full­trú­inn minn vissi ekki neitt. Heil keðja af fólki sem veit ekki neitt að segja öðru fólki sem veit ekki neitt eitt­hvað kjaftæði eftir skipun frá ein­hverjum milli­stjórn­anda sem veit pott­þétt minnst af öll­um. Og ef ein­hver veit eitt­hvað þá er við­kom­andi lík­lega að nota þá vit­neskju til þess að blekkja ein­hverja vit­leys­inga.

Það er ekk­ert skrítið að heil kyn­slóð hafi ekki nokkurn áhuga á eða beri traust til lýð­ræð­is. Hvernig getur maður lagt traust á hóp fólks sem maður hefur ekki nokkra minnstu trú á að viti á nokkurn hátt hvað það er að gera?

Það er engin lausn í sjón­máli. Brandíska trúða­bylt­ingin er ekki að koma til að frelsa okkur undan lýð­ræð­inu í faðm sósíó-an­ar­k­ism­ans, það er heldur ekk­ert sjar­mer­andi ofur­menni á leið­inni til að leiða okkur í mjúka fjötra mennt­aða alræð­is­rík­is­ins og ef Mess­ías kemur aftur er hann lík­lega að fara að kasta okkur flestum rak­leitt í pytt­inn.

Það eina sem mun standa eftir er Elliði Vign­is­son, stand­andi á fjall­háum haug af log­andi rusli íklæddur brynju úr gömlu dekkjagúmmíi, að píska áfram emj­andi hjörð af nátt­úru­vernd­ar­sinnum sem eru tjóðraðir við Herj­ólf og draga hann skref fyrir skref út úr Land­eyja­höfn eins og egypskir þrælar að hlaða pýramídana í Gísa.

Ég gæti líka látið reyna á smá lág­marks­sjálfs­á­byrgð og farið á nám­skeið í fjár­mála­læsi hjá Íslands­banka. Ætli það sé hægt á rað­greiðsl­um?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None