Ertu (pínulítill) rasisti?

Auglýsing

Nú þegar nokkrar vikur eru liðnar frá „mosku-ga­te“-út­spili Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík, og ljóst er að þessir tæp­lega sex þús­und ein­stak­lingar sem kusu flokk­inn munu ekki fá víð­tæk völd í borg­inni um sinn, er fróð­legt að rýna í við­brögð hins almenna borg­ara við útspil­inu. Sem betur fer virð­ast flestir vera undr­andi og áhyggju­­fullir yfir þessum litla, háværa hópi fólks sem lítur á þá sem aðhyll­ast íslams­trú sem ann­ars flokks borg­ara. „Virkir í athuga­­semd­um“ hafa verið sér­stak­lega dug­legir við að lýsa því fjálg­lega hversu mik­ill skaði muni hljót­ast af því að hópur fólks muni byggja hús til að biðja bænir sínar í, en von­andi lifum við það nú öll af að þurfa að sæta því að fólk eyði tím­anum sínum með þeim hætti sem það sjálft kýs. Allah veit að ýmsir (þar á meðal und­ir­rit­uð) dæma fólk sem ver tím­anum sínum í að skrifa þröng­sýnar og lág­kúru­legar athuga­semdir á net­inu en ég veit ekki til þess að neinn sé að reyna að koma í veg fyrir að þau hitt­ist og deili ást sinni á staf­setn­ing­ar­villum og ofnotkun hástafa – ef þau svo kjósa.

Til við­bótar við þá sem lýsa opin­ber­lega yfir and­stöðu sinni við það að moska rísi í Reykja­vík er ákveð­inn hópur sem telur sig vera réttu megin við (rétt­læt­is-)­strikið en gjalda þó „rétti­lega“ var­hug við yfir­vof­andi heilögu stríði múslima gegn vest­rænni ómenn­ingu. Hér á eftir má sjá nokkrar teg­undir yfir­lýs­inga slíks fólks og það sem hafa mætti hafa í huga and­spænis slíkum sjón­ar­mið­um.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_10/58[/em­bed]

Auglýsing

„Ég er sko lit­blind – ég sé ekki hvort fólk er svart eða hvítt eða arabar eða múslimar eða hvað sem er. Tek bara ekki einu sinni eftir því.“

Raun­in: Ef þú ert ekki blindur (eða í það minnsta lit­blind­ur), þá heldur þetta ekki vatni. Og miklu verra en það, því með því að halda því fram að allir séu nákvæm­lega eins ger­irðu lítið úr mis­mun­inum á milli þess að til­heyra minni­hluta­hópi eða meiri­hluta­hópi, og for­rétt­ind­unum sem við í meiri­hlut­anum njótum í sam­ræmi við það. (Svo ekki sé minnst á þá stað­reynd að múslimar eru ekki með ein­hvern ákveð­inn „lit“.)

„Múslimar / svert­ingjar / Asíu­búar eru sko alveg með jafn­mikla for­dóma og hvítt fólk.“

Raun­in: Það gæti ver­ið. En það skiptir ekki bein­línis máli, því það er stór munur á milli þess að verða sár vegna þess að ein­hver kom illa fram við þig vegna kyn­þáttar þíns eða trúar ann­ars veg­ar, eða að verða fyrir kerf­is­bund­inni kúgun á þeim grund­velli hins veg­ar.

„Ég er ekki ras­isti. Besti vinur minn í grunn­skóla var bland­að­ur!/ Ég elska asískan mat!/ Ég hef ferð­ast út um allan heim! / Ég er búin að sjá ‚Malcolm X‘ þrisvar sinn­um! / Ég bjó í Sádí-­Ar­abíu í næstum ár!“

Raun­in: Úff. Hvar á maður að byrja? Ó, bara ef allir væru jafn ver­ald­ar­vanir og þú. Samt. Per­sónu­legt sam­neyti þitt við fólk, hluti eða lönd sem eru þér fram­andi draga hvorki úr né bæta upp fyrir að níða skó­inn af téðu fólki.

„Já, ókei, það er kannski slæmt að vera á móti múslim­um. En hvað með fólk sem hatar sam­kyn­hneigða / konur / kristið fólk / Evr­ópu­búa / lág­vaxna? Hef­urðu engar áhyggjur af þeim?“

Raun­in: „Það er ekk­ert stig­veldi þegar kemur að kúg­un,“ sagði Audre Lorde ein­hverju sinni. Það er ekki hægt að sneiða hjá því að kljást við útjaskaðar hug­myndir um yfir­burði ákveð­innar trú­ar, kyn­þátt­ar, kyns, þjóðar eða hvers sem er, með því að vísa til þess að annar hópur sé að þjást á sama tíma. Það er enda svo miklu auð­veld­ara að hugsa um allt það ok sem við búum við en þann sárs­auka sem við völdum með hegðun okk­ar.

Útgangs­punkt­ur­inn er þessi: Það er vissu­lega aðdá­un­ar­vert að lýsa yfir víð­sýni, fagna fjöl­breyti­leika og að for­dæma for­dóma en kné þarf að fylgja kviði. „Ég hef ekk­ert á móti múslim­um, en ...“ er ömur­leg stað­hæf­ing sem kveikir á blikk­andi neon­ljósum um að við­kom­andi sé hald­inn rang­hug­myndum um eigin for­dóma, og þar með um eigið ágæti. Það er nauð­syn­legt að bera kennsl á for­dóma­fullar skoð­anir okkar og afleið­ingar þeirra svo að við getum farið að kom­ast að rótum rang­læt­is­ins sem fylgir því að mis­muna fólki eftir ömur­legum og órétt­látum aðferð­um. Og getum farið að dunda okkur við eitt­hvað upp­byggi­legra. Eins og skipu­lags­mál.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None