Ertu (pínulítill) rasisti?

Auglýsing

Nú þegar nokkrar vikur eru liðnar frá „mosku-ga­te“-út­spili Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík, og ljóst er að þessir tæp­lega sex þús­und ein­stak­lingar sem kusu flokk­inn munu ekki fá víð­tæk völd í borg­inni um sinn, er fróð­legt að rýna í við­brögð hins almenna borg­ara við útspil­inu. Sem betur fer virð­ast flestir vera undr­andi og áhyggju­­fullir yfir þessum litla, háværa hópi fólks sem lítur á þá sem aðhyll­ast íslams­trú sem ann­ars flokks borg­ara. „Virkir í athuga­­semd­um“ hafa verið sér­stak­lega dug­legir við að lýsa því fjálg­lega hversu mik­ill skaði muni hljót­ast af því að hópur fólks muni byggja hús til að biðja bænir sínar í, en von­andi lifum við það nú öll af að þurfa að sæta því að fólk eyði tím­anum sínum með þeim hætti sem það sjálft kýs. Allah veit að ýmsir (þar á meðal und­ir­rit­uð) dæma fólk sem ver tím­anum sínum í að skrifa þröng­sýnar og lág­kúru­legar athuga­semdir á net­inu en ég veit ekki til þess að neinn sé að reyna að koma í veg fyrir að þau hitt­ist og deili ást sinni á staf­setn­ing­ar­villum og ofnotkun hástafa – ef þau svo kjósa.

Til við­bótar við þá sem lýsa opin­ber­lega yfir and­stöðu sinni við það að moska rísi í Reykja­vík er ákveð­inn hópur sem telur sig vera réttu megin við (rétt­læt­is-)­strikið en gjalda þó „rétti­lega“ var­hug við yfir­vof­andi heilögu stríði múslima gegn vest­rænni ómenn­ingu. Hér á eftir má sjá nokkrar teg­undir yfir­lýs­inga slíks fólks og það sem hafa mætti hafa í huga and­spænis slíkum sjón­ar­mið­um.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_10/58[/em­bed]

Auglýsing

„Ég er sko lit­blind – ég sé ekki hvort fólk er svart eða hvítt eða arabar eða múslimar eða hvað sem er. Tek bara ekki einu sinni eftir því.“

Raun­in: Ef þú ert ekki blindur (eða í það minnsta lit­blind­ur), þá heldur þetta ekki vatni. Og miklu verra en það, því með því að halda því fram að allir séu nákvæm­lega eins ger­irðu lítið úr mis­mun­inum á milli þess að til­heyra minni­hluta­hópi eða meiri­hluta­hópi, og for­rétt­ind­unum sem við í meiri­hlut­anum njótum í sam­ræmi við það. (Svo ekki sé minnst á þá stað­reynd að múslimar eru ekki með ein­hvern ákveð­inn „lit“.)

„Múslimar / svert­ingjar / Asíu­búar eru sko alveg með jafn­mikla for­dóma og hvítt fólk.“

Raun­in: Það gæti ver­ið. En það skiptir ekki bein­línis máli, því það er stór munur á milli þess að verða sár vegna þess að ein­hver kom illa fram við þig vegna kyn­þáttar þíns eða trúar ann­ars veg­ar, eða að verða fyrir kerf­is­bund­inni kúgun á þeim grund­velli hins veg­ar.

„Ég er ekki ras­isti. Besti vinur minn í grunn­skóla var bland­að­ur!/ Ég elska asískan mat!/ Ég hef ferð­ast út um allan heim! / Ég er búin að sjá ‚Malcolm X‘ þrisvar sinn­um! / Ég bjó í Sádí-­Ar­abíu í næstum ár!“

Raun­in: Úff. Hvar á maður að byrja? Ó, bara ef allir væru jafn ver­ald­ar­vanir og þú. Samt. Per­sónu­legt sam­neyti þitt við fólk, hluti eða lönd sem eru þér fram­andi draga hvorki úr né bæta upp fyrir að níða skó­inn af téðu fólki.

„Já, ókei, það er kannski slæmt að vera á móti múslim­um. En hvað með fólk sem hatar sam­kyn­hneigða / konur / kristið fólk / Evr­ópu­búa / lág­vaxna? Hef­urðu engar áhyggjur af þeim?“

Raun­in: „Það er ekk­ert stig­veldi þegar kemur að kúg­un,“ sagði Audre Lorde ein­hverju sinni. Það er ekki hægt að sneiða hjá því að kljást við útjaskaðar hug­myndir um yfir­burði ákveð­innar trú­ar, kyn­þátt­ar, kyns, þjóðar eða hvers sem er, með því að vísa til þess að annar hópur sé að þjást á sama tíma. Það er enda svo miklu auð­veld­ara að hugsa um allt það ok sem við búum við en þann sárs­auka sem við völdum með hegðun okk­ar.

Útgangs­punkt­ur­inn er þessi: Það er vissu­lega aðdá­un­ar­vert að lýsa yfir víð­sýni, fagna fjöl­breyti­leika og að for­dæma for­dóma en kné þarf að fylgja kviði. „Ég hef ekk­ert á móti múslim­um, en ...“ er ömur­leg stað­hæf­ing sem kveikir á blikk­andi neon­ljósum um að við­kom­andi sé hald­inn rang­hug­myndum um eigin for­dóma, og þar með um eigið ágæti. Það er nauð­syn­legt að bera kennsl á for­dóma­fullar skoð­anir okkar og afleið­ingar þeirra svo að við getum farið að kom­ast að rótum rang­læt­is­ins sem fylgir því að mis­muna fólki eftir ömur­legum og órétt­látum aðferð­um. Og getum farið að dunda okkur við eitt­hvað upp­byggi­legra. Eins og skipu­lags­mál.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None