Auglýsing

Jæja krakk­ar. Þá er haustið handan við hornið og ekki laust við að kunn­ug­legur skjálfti sé kom­inn í mann. Það er nefni­lega eins og ákveðin og að því er virð­ist óhjá­kvæmi­leg tuð­dæla fari af stað 1. sept­em­ber og þar með tal­inn þessi pistill, hóhóhó! Um leið og fólk klárar sum­ar­frís­mynda­org­í­una er eins og það hendi sér sjálf­krafa um borð í kvart­lest­ina þar sem röflað er yfir öllum and­skot­anum sem drífur á okkar þjök­uðu daga.

Skoðum nokkur dæmi sem eru svo súrr­andi súr að ég get varla skrifað næstu setn­ingar án þess að skjóta á mig eins og einu kampa­víns­glasi (var að gifta mig vink vink, sáuð þið það ekki á miðl­un­um? Always a bride, never a bridesmaid. Brúð­kaupið nr. 2, ég má djóka með þetta). Alla­vega, hvar var ég? Alveg rétt, tuð­ið.

Sko, við búum í svo frá­bæru landi en við erum svo fokk­ans miklir röfl­ar­ar. Og gjarnan eru það þriðja heims stuðn­ings­að­il­arn­ir, fólkið sem deilir myndum úr SOS barna­þorpum með fyr­ir­sögn­inni: „Hjálpum þeim krakk­ar”, sem verða að fyrsta heims fávitum á haustin. Þá er myndum af ein­hverju drasli sem keypt var á Ali Express postað með upp­hróp­unum á borð við: „ÞESSAR MEЭGÖNGU­BRÆKUR KOST­UÐU BARA 2 DOLL­ARA Á ALI, HVAÐ HALD­IÐI AÐ ÞÆR KOSTI EIG­IN­LEGA Í GLÆSI­BÆ?” Og næsta færsla: „Rauð­vínið í Dan­mörku kostar jafn mikið og kókó­mjólk heima á Íslandi – TÝPÍSKT!” Svo er rúllað heim úr Kefla­vík eftir þriggja vikna Evr­ópu­reisu með fimm manna fjöl­skyld­una og 8 útroðnar ferða­tösk­ur.

Auglýsing

Og þá hefst hið árlega nöld­ur, jafn áreið­an­legt og sms-ið frá Dom­inos um leið og pizzan fer í ofn­inn: Þras yfir því hvað það kosti nú eig­in­lega að græja skóla­dót fyrir krakka nú til dags.

Penna­veski og stíla­bækur ein­hver? Akkúrat, skól­arnir eru að byrja. Hötuð­ustu inn­kaupa­listar inter­nets­ins eru komnir í umferð og sturlunin form­lega hafin í bóka­búðum lands­ins. Og þá hefst hið árlega nöld­ur, jafn áreið­an­legt og sms-ið frá Dom­inos um leið og pizzan fer í ofn­inn: Þras yfir því hvað það kosti nú eig­in­lega að græja skóla­dót fyrir krakka nú til dags. Síðan ljós­rita fjöl­miðlar (þið eigið alla mína samúð kæru fjöl­miðl­ar) frétt­irnar frá hverjum ein­asta sept­em­ber sög­unn­ar: Verð­dæmi um skóla­bóka­kostnað þriggja barna á grunn­skóla­aldri, tjekk. Nær­myndir af strimlum rit­fanga­versl­ana og reitt og sveitt for­eldri fyrir utan Penn­ann í bræðiskasti með hnef­ann á lofti, tjekk. Ydd­ari á 700 kall, tjekk. Jájá, við vitum hvað þetta kost­ar. Allir for­eldrar lands­ins vita það. Við erum þarna blóðug í búð­unum líka. Þetta væri auð­vitað ekki svona erfitt ef það mætti selja bjór í þessum versl­unum en við skulum ekki opna það pand­óru­box í þessum pistli. Skál í boð­inu (og nú langar mig aftur í drykk).

Svo kemur októ­ber og þá byrjar fólkið sem er til­búið að tjúll­ast yfir jóla­skrauti í búð­unum SVONA SNEMMA! Liðið sem gjör­sam­lega gólar í hárið á sér yfir einni körfu af Grýlu­skrauti nálægt kass­anum í Bón­us. Þrír horaðir jóla­sveinar hang­andi í snöru í sak­leysi sínu yfir ilm­kert­unum í Rúm­fó, einn eða tveir Rúd­olfar með blóð­nasir á bak við hand­klæðin í IKEA, Skyld­það­vera­jóla­hjól spilað á Rás 2 korter í níu á mánu­dags­morgni og allt fer bók­staf­lega á hlið­ina. Hvaðan kemur öll þessi reiði gæti ein­hver spurt sig?

Ég per­sónu­lega get ekki beðið eftir jólakleinu­hringj­unum frá ákveð­inni banda­rískri keðju sem var að opna í ákveð­inni götu hér í 101. Fyrir mér má húrra þessum jóla­hringjum til lands­ins frosnum núna strax í ágúst.

Ég per­sónu­lega get ekki beðið eftir jólakleinu­hringj­unum frá ákveð­inni banda­rískri keðju sem var að opna í ákveð­inni götu hér í 101. Fyrir mér má húrra þessum jóla­hringjum til lands­ins frosnum núna strax í ágúst. Stút­fullum af rot­varn­ar­efnum með stóru glassúr­lista­verki af Rúd­olfi blessuðum ofan á hverjum hring.

Smá kenn­ing hérna í fram­hjá­hlaupi: Þetta. Fólk. Hat­ar. Jól­in. Jebb, það laumu­hatar jólin alla leið. Það þyk­ist bara hata jóla­skrautið „snemma“ en það hatar það líka á aðfanga­dag. Leikur svaka jóla­börn á aðvent­unni og pyntar svo jóla­tré í jóla­boðum þegar eng­inn sér til. Dregur eina og eina nál úr trénu glott­andi. Stappar ofan á engli niðrí geymslu með Pott­þétt jól í botni. Sparkar í sköfl­ung­inn á jóla­sveini þegar börnin líta undan og setur hand­sprengju í stað­inn fyrir skó út í glugga á Þor­láks­messu.

Og hvað gerir svo kom­in-­með­-ó­geð-á-jól­u­m-í-nóv­em­ber fólkið þegar aðventan sjálf er komin og það „má” skreyta? Er þá slakað á í hlýjum faðmi kerta­ljósa og ser­ía? Nei nei, þá er mætt á Face­book á mið­nætti á aðfanga­dags­kvöld með statusa á borð við: „Guð hvað ég er fegin að þessu stressi er lok­ið. En halló! Það er skipti­m­iði á nátt­föt­unum sem gildir bara til 4. JAN­Ú­AR. HVERNIG ER HÆGT AÐ ÆTL­AST TIL ÞESS AÐ FÓLK NÁI ÞVÍ???!!!”

Þetta. Fólk. Hat­ar. Jól­in. Jebb, það laumu­hatar jólin alla leið. Það þyk­ist bara hata jóla­skrautið “snemma” en það hatar það líka á aðfanga­dag. Leikur svaka jóla­börn á aðvent­unni og pyntar svo jóla­tré í jóla­boðum þegar eng­inn sér til.

Já krakk­ar, það má alltaf finna leið. Það má, þrátt fyrir úttroð­inn belg af jólasteik og stærsta konfekt­kass­ann frá Nóa Sir­íus á milli læranna, ná að skrifa status um að versl­anir sjái sér nú alltaf leik á borði til að svína á okk­ur, jafn­vel útbúa heila glósu sem fær 500 deil­ing­ar. Sem endar á orð­un­um: „Guði gefi ykkur frið elsk­urn­ar”.

Og líka eitt hérna: Þetta hatur er svo til­gangs­laust og óverð­skuld­að: Hvernig er hægt að hat­ast svona út í jól­in? Nú eða búðir sem stjana við okkar neyslu­óðu­þarf­ir? Og sár­þjáð fólk sem þarf að vinna í þeim?

Hvernig væri að safna frekar kröftum fyrir alvöru glæpa-árs­tíð sem er klár­lega vorið með öllu sínu vibb­arugli. Páskar? Morð­óðir páskaungar flögrandi um allt? (hroll­ur). Ömur­legt hret í kort­un­um? Skólar lok­aðir í eina og hálfa viku og allir tjúll­aðir heima? Þar er nú ein­hver hor­r­or­inn til að tuða almenni­lega yfir. Hleypið mér um borð í þá kvart­lest á fyrsta far­rými.

Gleði­legt haust orm­arnir mín­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None