Auglýsing

Mjólk­ur­sam­salan er búin að vera að svína á íslenskum neyt­endum í árarað­ir. Sam­keppn­is­eft­ir­litið var að kom­ast að þessu og þurfti til þess tvær atrenn­ur. Rétt upp hönd sem er í sjokki.

Aldrei hefur frétt komið jafn­lítið á óvart, og samt er ég búinn að lesa sömu frétt­ina um jarð­skjálfta í Bárð­ar­bungu svo oft und­an­farnar vikur að orðin ‚sig­ket­ill’ og ‚Ár­mann Hösk­ulds­son’ eru búin að glata allri merk­ingu fyrir mér. Ég var minna hissa en þegar Elliði Vign­is­son sló – aftur – sitt eigið Íslands­met í að spila sig vit­lausan með nýrri blogg­færslu um upp­lýs­inga­leka. Ég var meira að segja eig­in­lega minna hissa en þegar ég sá mynd­bandið af fram­sókn­ar­kon­unum del­era, og þó er það orðið jafn­staðlað og þreytt net­fyr­ir­bæri og kettir á ryksuguró­bót­um.

Það eina sem kemur á óvart við sekt­ina sem MS fékk er til­vist henn­ar; að yfir­völd skuli hafa ákveðið að grípa til aðgerða og reyna að setja verð­miða á tjónið sem þessi mis­notkun hefur valdið okk­ur. Við því bjugg­ust ekki marg­ir.

Auglýsing

Ég, þol­and­inn



Mér finnst mjólk góð. D-vítamín­bætta létt­mjólkin er í miklu upp­á­haldi (vegna þess að ég las einu sinni mjög lélega bók um svefn sem var lík­lega eftir ein­hvern skottu­lækni eða fals­vís­inda­mann og gekk öll út á það að til þess að eiga von um góðan næt­ur­svefn þyrfti maður að láta sól­ina skína svo og svo mikið í augn­botn­ana á sér til að auka D-vítamín­fram­leiðslu og ætti þess vegna aldrei að nota sól­gler­aug­u), en ég svolgra þetta samt allt í mig og sulla út á hvert það múslí og grauta sem ratar í mínar skálar, hvort sem það heitir Fjör­mjólk eða und­an­renna eða mat­reiðsl­urjómi.

Á Íslandi eru fram­leiddar um 125 millj­ónir mjólk­ur­lítra á ári. Ég er ekki búinn að reikna það almenni­lega, en gróft áætlað mundi ég halda að ég keypti svona 12 millj­ónir þeirra. Af því leiðir að ég er lík­lega helsta fórn­ar­lamb þessa lög­brots. Ég gæti verið nýtt and­lit hinna hlunn­förnu og stofnað sam­tök sem heimta fundi með ráð­herrum og geta svo af sér sjálf­dauða stjórn­mála­hreyf­ingu.

Klipið og smurt



Þetta eru við­brigði fyrir mig, því að önnur merk sam­keppn­islaga­brot Íslands­sög­unnar hafa að mestu látið mig ósnertan – hvort sem þau hafa snúið að olíu, græn­meti eða bygg­ing­ar­vöru. Það er ekki laust við að ég finni svo­lítið til mín í þol­anda­hlut­verk­inu, finnst þetta ákveðið sport – mér líður eflaust svipað og Vil­hjálmi Bjarna­syni þegar hann hlustar á Rás 1 og Dom­in­o’s-aug­lýs­ing­arnar mis­þyrma hlust­unum á hon­um; fæ fiðr­ing á stöðum sem ég vissi ekki að væru til og langar helst að fara í ræðu­stól Alþingis og tala um trufl­anir í lífi mínu. Og ég get upp­lýst það hér að ég er byrj­aður að íhuga skaða­bóta­mál.

Ég var nefni­lega að velta fyrir mér um dag­inn hver mín verð­mætasta eign væri og komst að þeirri nið­ur­stöðu að lík­lega ætti ég ekk­ert sem ég gæti selt á yfir 50 þús­und­kall. Þá stað­reynd hlýt ég að rekja beint til við­skipta­hátta Mjólk­ur­sam­söl­unnar og gat þess vegna ekki annað en glaðst þegar ég sá að nú ætti að láta þá mafíu finna til tevatns­ins.

Það er samt einn hængur á, og hann er sá að varla er til verri leið til að hegna fyr­ir­tæki fyrir að féfletta við­skipta­vini sína en að leggja á þau him­in­háar stjórn­sýslu­sekt­ir. Og hún er enn verri þegar and­lag sekt­ar­innar er 18. aldar ein­ok­un­ar­fyr­ir­tæki. Þegar það þarf að loka glæ­nýju 370 millj­óna króna gati í rekstr­ar­reikn­ingi Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar, hvort er lík­legra að pen­ing­ur­inn verði klip­inn af for­stjóra­launum Ein­ars Sig­urðs­sonar eða að menn smyrji ein­fald­lega nokkrum krónum ofan á mjólk­ur­lítr­ann eins og einni vænni klípu af Léttu og lag­góðu? Sektin svíður örugg­lega en hver er betur til þess fall­inn að milda svið­ann en fyr­ir­tækið sem fram­leiðir alla mjólk­ina okk­ar?

Nei, ég er hræddur um að það þurfi að upp­hugsa frum­legri refs­ingar eigi þær að bíta aðra en þá sem þeim er ætlað að vernda. Þær mega vera margs konar og fel­ast í bönnum og alls kyns óþæg­ind­um, en fyrsta skrefið gæti verið að feta sömu leið og gert er þegar fjöl­miðlar eru dæmdir fyrir meið­yrði: Þar sem Mjólk­ur­sam­salan er útgef­andi ein­hvers víð­lesn­asta mið­ils lands­ins, mjólk­ur­fern­unn­ar, væri ekki úr vegi að skylda hana til að prenta ákvörð­un­ar­orð sekt­ar­gerð­innar utan á hverja ein­ustu fernu, að minnsta kosti til ára­móta, félag­inu til háð­ungar og æsku lands­ins til upp­fræð­ingar og áminn­ingar um sam­keppn­is­lög­gjöf­ina. Í ljósi þess að hann var týndur í rúma tvo sól­ar­hringa hefði verið grá­upp­lagt að lýsa eftir for­stjór­anum á hinni hlið­inni, ef hann hefði ekki birst skyndi­lega í sjón­varp­inu í gær eins og mjólk­ur­kýr í þoku­ljósum og baulað leti­lega og áhyggju­laust á sam­keppn­is­yf­ir­völd.

Ég man reyndar núna að ég á íslenskt vega­bréf. Ætli ég gæti fengið meira en 50 þús­und­kall fyrir það?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None