Auglýsing

Nú er komið að þessu krakkar mín­ir. Sá tími er að ganga í hönd þar sem þjóðin umbreyt­ist og fer í nátt­úru­lega gras­vímu, augun eru hálf­opin og efri mörk í 120. Við gleymum þeim sem hafa farið illa með okkur í gegnum tíð­ina, svikið okkur og prett­að, umberum það sem vana­lega pirrar okkur og bara almennt svífum um með yfir­vegað og heil­agt bros.

Ég stend sjálfa mig til dæmis að því að splæsa læki á mat­ar­myndir þessa dag­ana, jafn­vel af sushi og ostrum, bara eitt stórt læk á þetta allt sam­an. Ég kaupi fær­eyska harm­on­ikku­tón­list af ein­hverjum krútt­legum ein­yrkja á net­inu því mér finnst hann bara eiga svo mikið skilið að selja eitt­hvað. Af því bara. Þið finnið mig ekki með dólg og djöf­ul­gang við starfs­fólkið í lúg­unni sem gleymir salt­inu með frönn­unum eða lætur mig ekki hafa auka servéttu. Ónei. Ég leyfi hlut­unum bara að slæda krakk­ar. Ég er tjill. Ég góla „já nei, ekk­ert mál, ekki spá í því að þú hafir keyrt mig nið­ur, ég hringi bara á sjúkra­bíl sjálf, eins og maður sé ekki með gemsa?! Knús!” Þið vit­ið. Ég er bara ha-ress í boð­inu.

Ég rölti í bæinn og ef ég sé marg­menni þá bara dembi ég mér beint í hring­iðuna, beint í auga storms­ins, faðma fólk og hrópa „ji, svo gaman að sjá ykkur öll, eru ekki fleiri að mæta?” Ég rölti um hverf­ið, kíki inn um glugga og ef ég sé blöðrur bundnar við dyra­stafi þá hendi ég mér inn og geri mig vel­komna í barna­af­mælið sem er í blússandi gír. Ef lítið er um blöðrur við heima­hús dengi ég mér í Skemmti­garð­inn í Smára­lind og lauma mér á bak við afgreiðslu­borðin þar sem ég sker pizz­ur, fylli á goskönnur og fylgi krökk­unum í skemmti­tæk­in, allt í nafni friðar og kær­leika.

Auglýsing

Þessi vel­vild mín og almennt umburð­ar­lyndi á ekki bara við um svik­ara, skyndi­bita­staði, öku­níð­inga, ein­yrkja og gólandi krakka, heldur nær kær­leik­ur­inn líka til ríka fólks­ins. Maður skilur engan útundan um jól­in, aldeilis ekki, hó, hó, hó!

Þegar sér­stak­lega vel liggur á mér kemur fyrir að ég leggi auka seríu á runn­ann hjá fína útvegs­mann­inum sem var svo dug­legur að skreyta garð­inn fyrir jól­in. Ef það er snjór þá skrifa ég kveðju í hann með priki: „Þú átt svo fal­lega ljósakrónu, ég horfi alltaf á hana þegar ég geng fram­hjá hús­inu þín­u.”

Og hvað hald­iði að ég geri þegar ég geng fram á grát­andi pels­klædda frú í Mela­búð­inni á Þor­láks­messu, algjör­lega kreisí kreis því búðin klúðr­aði fois gras pönt­un­inni „þriðju fokk­ans jólin í röð”? Ég skal segja ykkur það. Ég faðma hana skiln­ings­ríku faðm­lagi. Ef hún heldur áfram að gráta í fang­inu á mér yfir­ því að „Heiðrún hafi klikkað á sér­pant­aða Bai­leys­rjóm­an­um” sem hún ætl­aði að slá í gegn með á gamlárs og skvetta yfir creme bru­lee gos­brun­inn, þá faðma ég hana bara ennþá fastar og rétti henni tis­sjú. Ef hún fer út í það að þemað í ár hafi átt að vera tíu teg­undir af súkkulað­i­líkjörum en nú líti út fyrir að allt endi í einni teg­und af ópalskoti eftir fokkup hjá Amazon eða toll­inum (eða bæði, hver veit með þessa and­skot­ans djöfla) þá næ ég í koll handa henni og hjálpa henni að anda í poka.

Og þegar liðið sem stressar sig hvað mest fyrir jól­in stendur með sprungnar æðar í augum og gól­ar: „Í guð­anna bæn­um, slökum aðeins á og reynum að muna hvað það er sem skiptir raun­veru­lega máli á aðvent­unn­i!” eða „Muna svo, það þarf ekki allt að vera full­kom­ið, það má nota papp­írs­servéttur á aðfanga­dag svo lengi sem þær eru keyptar í HÖNN­UN­AR­BÚД og „Oh..ég elska jóga, sér­stak­lega í des­em­ber, bara algjör nauð­syn að kjarna sig reglu­lega í öllu þessu STRESSI,” þá, í stað þess að benda á að lang­flestir séu bara ekki rass­gat stress­að­ir, rétti ég úr mér, kinka kolli, lofa að mæta í næsta jóga­tíma og rétti við­kom­andi jóla­bjór.

Þessa dag­ana gæti mér ekki verið meira súrr­andi sama þegar karlpung­arnir sem vinna í sama húsi og ég ganga inn í lyft­una áður en ég kemst út úr henni. Ég bara bíð, fer með þeim upp og niður á allar þeirra hæð­ir, nokkrar ferðir og smeygi mér svo út. Ekk­ert mál, tekur ekki nema korter eða hvað. Það eru að koma jól.

Þetta krakkar mínir er það sem við köllum hinn sanna jóla­anda. Umburð­ar­lyndi fyrir öllu fólki, sam­kennd og bræðra­lag. Við bara nennum ekki neinu ves­eni á þessum tíma.

Um jólin látum við allt það sem vana­lega pirrar okkur bara algjör­lega slæda. Bara fjúka út á hafs­auga eins og umbúðir utan af Hlölla­bát í rjúk­andi vetr­ar­stormi.

Gleði­leg jól.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None