Auglýsing

Einu sinni var ég í neyslu. Hver dagur snérist um að redda næsta skammti. Í því skyni þrælaði ég jafn­vel frá átta á morgn­ana flesta daga vik­unn­ar, van­rækti stundum börnin mín eða dró þau í neysl­una með mér. Svo langt var ég leidd. Öll fjöl­skyldan leið því eins og gefur að skilja fyrir ástand­ið, þannig er ægi­máttur neysl­unn­ar.

Hluti af mér vissi auð­vitað alltaf að eitt­hvað var að en afneit­unin var sterk. Allir hinir krakk­arnir eru að þessu, sagði ég sjálfri mér. Þetta er bara hluti af partí­inu. Skila­boðin höfðu dunið á mér skýr, allt frá barn­æsku: Ef þú spilar ekki með ertu fárán­leg og eng­inn mun elska þig. Vertu með eða vertu asna­leg úti. Ekki halda að þú sjálf sért á ein­hvern hátt nóg, það er öllum sama hver þú ert. Hvað áttu?

Þetta byrj­aði smátt og sak­leys­is­lega. Ein og ein flík úr Galla­buxna­búð­inni, nýj­ustu græjurn­ar, þrennir Buffaló­skór á vetri og BodyS­hop snyrti­vörur í flest mál. Á fram­halds­skóla­ár­unum komu hörð efni á borð við far­síma og bíla til sög­unnar og eftir það var ekki aftur snú­ið. Áður en ég vissi af var ég komin á kaf í stöff á borð við flat­skjái og Eames stóla, Red­ken hár­vör­ur, MAC snyrti­vörur og fata­kaup í hverjum mán­uði. Ég gat hent í þrjár fjórar flíkur í net­versl­unum á kvöldi án þess að blikna. Þegar fata­skáp­ur­inn og geymslan gátu ekki meir tóku vin­kon­urnar eða Bland við og ég taldi mér trú um að ég væri mann­vinur mik­ill, með fulla stjórn á aðstæð­um.

Auglýsing

Botn­inum náði ég síðan fyrir nokkrum árum, í dýpsta nóv­em­ber­skamm­deg­inu. Erfitt er að segja til um hví ég sökk svo djúpt, margt kom þar við sögu. Trend­net var þarna nýtt af nál­inni og þó dag­ur­inn sé umluk­inn martraða­kenndri þoku rámar mig í að hafa vafrað þar stjórn­laust um í ein­hvern tíma. Á þessum stað í neysl­unni er öll sjálfs­virð­ing far­in.

Að atburð­ar­rásinni sjálfri eru engin vitni svo var­lega skal full­yrt um smá­at­riði en Epal kom þó við sögu, það sáu menn seinna á kredit­korta­færsl­um. Það eina sem ég man er að standa stjörf heima í stofu með gall­bragð í munni, ein­stæði kenn­ar­inn með börnin þrjú, bíl­inn og hús­næð­is­lán­ið, star­andi brostnum augum á púð­ana tvo í sóf­anum mínum sem rétt í þessu höfðu kostað mig þrjá­tíu þús­und krón­ur. Þeir voru ekki einu sinni þægi­legir og annar var bleik­ur. Ég reyndi í örvænt­ingu að leita rétt­læt­ing­ar, upp­lifa alsæl­una í pastellit­uðum hnöpp­unum en fann bara botn­laust sál­ar­myrk­ur. Mál var að linnti.

Nú hef ég verið edrú í nokkurn tíma. Ég tek þó bara einn dag í einu, með­vituð um að þetta er ævi­löng bar­átta og þá fyrst ertu í vanda ef þú heldur þig hólp­inn. Freist­ing­arnar leyn­ast ekk­ert í hverju horni, þær vaða öskr­andi um á strætum og torg­um, í tölvum og á kaffi­stofum og æpa á þig allskyns dáleið­andi blóts­yrði eins og hönnun og gæði, frísk­leiki og eilíf æska. Svei því. Nú frussa ég á hvers­konar útlitsof­sóknir og skeini börn­unum með Ikea bæk­lingn­um. Ég geng í einu galla­bux­unum mínum alla daga með ólitað hár í úlpu af dóttur minni og öll­um, hverjum ein­asta manni í öllum heim­in­um, er alveg nákvæm­lega sama.

Því allt er þetta bara kjaftæði sem engu skipt­ir. Árum, orku og ótal aurum er eytt í að upp­fylla þarfir sem ekki eru raun­veru­leg­ar, kaupa rán­dýrar lausnir á vanda­málum sem aldrei voru til stað­ar. Snyrti­vöru­iðn­að­ur­inn fer mik­inn á því sviði, með okkur konur sem sér­stök skot­mörk. Mér til sárrar gremju er karl­mönnum síður mat­reidd öll sú vit­leysa, í það minnsta eru þeir rukk­aðir helm­ingi minna fyrir hana en við. Ég kaupi mér því alfarið karlakrem núna og hyggst eld­ast eins og karl­mað­ur, enda umtals­vert eft­ir­sókn­ar­verð­ara að því er mér skilst.

Við höfum óskapa áhyggjur af allskyns neyslu, for­dæmum hana og glæpa­væðum á meðan eina neyslan sem í raun og sanni ógnar lífi á jörð­inni er stjórn­laus neysla okkar á hverskyns drasli.

Um það bil helm­ingi af fram­leiðslu heims­ins er hent en sú sóun jarð­efna er bráð­nauð­syn­leg svo að hið heilaga hjól atvinnu­lífs­ins snú­ist og snú­ist sjálfu sér til dýrð­ar. Við erum nefni­lega hag­vaxt­ar­trú­ar. Trúin sú er til­tölu­lega ný sögu­lega séð. Um er að ræða bók­stafs­trú sem styðst við til­búna fræði­grein er tekur hvorki til­lit til manna, skepna né umhverf­is. Krafta­verka­sögur þess­arar ofsa­trúar kall­ast aug­lýs­ingar og þeim er ætlað að boða fagn­að­ar­er­indið til allra þjóða, allt til enda ver­ald­ar. Dílerar kap­ít­al­ism­ans eira engu. Að þeim dólgum mætti lög­gjaf­inn ein­beita sér.

Nú nálg­ast senn hátíð ljóss og frið­ar, offars og óhófs. Mín ósk okkur öllum til handa er að við hugsum um börn­in. Leyfum þeim að njóta hátíð­anna í friði fyrir ofsa­fengnum ofneyslu­upp­köstum og skjálf­andi sam­visku­þynnku. Verum alls­gáð um jól­in.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None