Við erum á svo hrikalega hættulegum stað. Læknar eru ennþá í verkfalli. Á meðan eru afdankaðir júróhippar farnir að lækna krabbamein. Þetta er læknirinn þinn, hann er í mussu og Cypress Hill bol og ætlar að gefa þér eitur í skeið. Ég er ekki að segja að þetta kannabisvúdú-drull virki ekki. Það er bara svo stutt síðan við virtum þetta ekki viðlits. Sýnir kannski hversu örvæntingafull við erum orðin, frekar en hversu víðsýn.
Sigmundur Davíð segir að nú verðum við að forgangsraða í þágu spítalans. Gott að hann sé til í það. Við hin sögðum þetta reyndar fyrir löngu, en þá fannst honum nauðsynlegra að forgangsraða í þágu hátekjufólks og útgerðarinnar, svo fannst honum töluvert mikilvægara að sáldra peningum yfir samfélagið - eitthvað sem snerti í raun alla - nema þá sem vissulega þurftu á því að halda.
Bara ef eitthvað af þessum apaköttum sem hafa áhyggjur af Reykjavíkurflugvelli myndu nú hafa sömu áhyggjur af Landspítalanum.
Mér fannst leiðréttingin ekki einu sinni svo vitlaus hugmynd. Ég meina ef það yrði vatnsskaði heima hjá mér, sem tryggingarfélagið ætlaði ekki að borga, þá myndi ég vilja lappa upp á skemmdirnar á endanum. Ég myndi samt sem áður ekki ráðast í framkvæmdirnar á meðan húsið stæði í ljósum logum. Bara ef eitthvað af þessum apaköttum sem hafa áhyggjur af Reykjavíkurflugvelli myndu nú hafa sömu áhyggjur af Landspítalanum. Má ekki ljúga einhverju öðru að þessu fólki um nothæfisstuðul á rassagangi sem verður að vera yfir ákveðnum mörkum, annars muni gjörvöll landsbyggðin fá hundaæði? Eða að Sigmundur Davíð ætli að byggja ísbúð á neyðarbílastæðinu og í kjölfarið fái allt Norðurlandið hjartaáfall?
Þessi sjúkraflugsáróður, sem enginn sérfræðingur eða læknir vill kvitta upp á er svo merkilega áhrifaríkur. En að sjálfsögðu viljum við sem þjóð ekki hlusta á lækna eða sérfræðinga, við höfum aldrei tekið mark á þessu fólki. Við viljum bara einhvern nógu hysterískan og klikkaðan og þá erum við góð. Þess vegna held ég að næsti fasi í þessari baráttu verði fólk sem vill flytja sjúkraflugið til Kaupmannahafnar - lenda hjá alvöru sjúkrahúsi.
Mikið var það hetjulegt að bjarga Nasa svona. Í alvöru. Þetta var nákvæmlega það sem þeir sem vildu bjarga Nasa voru að tala um. Nú þegar einhver þýskur mezzo-mix hali tætir í sig beikon í morgunverðarsalnum sem áður var þekktur sem Nasa mun hann eflaust hugsa. ,,diese parket is der hammer man. Ich würde wirklich gerne essen ecstasy und scheiße meine Hose in dieser Halle. Gott mit SDG und Paul Oscar - die Erretter.”
Við skulum bara vona að þetta góðverk forsætisráðherra verði ekki of dýrkeypt þegar fram líða stundir. Hádegismatur er aldrei ókeypis, heldur ekki skuldaleiðrétting - svo varið ykkur.
Við skulum bara vona að þetta góðverk forsætisráðherra verði ekki of dýrkeypt þegar fram líða stundir. Hádegismatur er aldrei ókeypis, heldur ekki skuldaleiðrétting - svo varið ykkur.
Segi svona. Mikið var það annars flott hjá leiðtogum stjórnarandstöðunnar að þiggja skuldaleiðréttinguna á sama tíma og þeir mótmæltu henni. Það er það sem sannir leiðtogar gera. Að minnsta kosti í drullusokkalandi.
Veit hreinlega ekki hvort ég hafi meiri áhyggjur af því hvort að þessi ríkisstjórn láti alla vitleysuna sína fram ganga eða hvort að eitthvað andlausasta lið í Evrópu fái að taka við völdum.
Það er ein leið til að redda samfélaginu. Þýskaland þurfti að fara hana. Rússland þurfti að fara hana. Við þurfum að banna hinn svonefnda fjórflokk með lagasetningu. Banna Sjálfstæðisflokkinn, banna Framsóknarflokkinn, banna Samfylkinguna og banna Vinstri græna. Þurfum svo að stíga skrefið enn lengra og banna öllum þeim sem einhverntímann hafa starfað í þágu þessara flokka að koma nálægt stjórnmálum aftur.
Við þurfum að banna hinn svonefnda fjórflokk með lagasetningu. Banna Sjálfstæðisflokkinn, banna Framsóknarflokkinn, banna Samfylkinguna og banna Vinstri græna.
Við getum ekki haft fólk sem þolir ekki hvort annað að stjórna landinu. Í alvöru talað. Við hljótum bara að vera komin lengra en þetta. Allt þetta tal um hægri og vinstri þetta er að gera útaf við mig árið 2014. Mér og minni kynslóð er svo drullusama um að Styrmir Gunnarsson hafi njósnað um einhverja kalla í rassgati. Og þetta óþol sem er innprentað í stjórnmálamenn á Íslandi er hætt að vera fyndið.
Við þurfum að byrja upp á nýtt. Án hellisbúanna í Framsóknarflokknum, án kampavínskommanna í Samfylkingunni, án hrappanna í Sjálfstæðisflokknum og án lopapeysuliðisins í Vg. Þá fyrst verður gaman, en þangað til ræður þetta vanhæfa pakk.
btw – Vörður sund- og keilufélag Sjálfstæðisflokksins er alveg brjálað yfir því að typpabrautin á Reykjavíkurflugvelli verði fjarlægð og þannig verði ákveðinn andi ákveðins samkomulags sem reyndar enginn upplifði eins, ekki heiðraður. Flott hjá ykkur.