Laukavillt

Auglýsing

Þegar maður hélt að hel­vítis græn­metið gæti ekki orðið meira óþol­andi þá birt­ist frétt á RÚV um páskaliljur þar sem kemur fram að þær séu ban­eitr­aðar og ekki megi borða þær (ekki frekar en árans jólarós­ina). Nema hvað, ofan á allt saman lítur laukur páskalilj­unnar nákvæm­lega eins út og annar laukur sem er vin­sæll í kín­verskri mat­ar­gerð. Fólk, úti í heimi en hvað veit mað­ur, er víst að rugl­ast á þessu hægri vinstri því þetta liggur allt í einni líf­rænni kös í græn­met­is­deildum í mat­vöru­búð­un­um. Og fólk er að veikj­ast alveg heift­ar­lega krakk­ar. Fólk er ælandi sár­kvalið og hvað­eina. Ein­hverjar óstað­festar fréttir eru af dauðs­föll­um. Ástandið er orðið svo gasa­legt að búið er að banna þessa lauka nálægt öllu græn­meti í búðum í Bret­landi.

Mannæta inn í fata­skápFyrir mann­eskju eins og mig sem hat­ast út í græn­meti en borða það samt öðru hvoru út af öllum áróðr­inum þá var þessi frétt á pari við að lesa frétt um að það væri mannæta inni í fata­skápnum heima hjá mér sem mundi drepa mig þegar ég kæmi heim úr vinn­unni.

Hætt­urnar leyn­ast víða krakkar mín­ir. Ég veit ekki um ykkur en mikið djöf­ul­lega er ég orðin leið á þessum sof­anda­hætti í þjóð­fé­lag­inu. Það virð­ist algjör­lega í boði að vera bara „ha?” yfir aug­ljósum hættum sem eru um allt.

Hver vill í alvör­unni deyja?„Hvaða hvaða” – eru senni­lega ein­hverjir dofnir slóðar að hugsa núna þegar var­kárt og ég vil meina upp­lýst fólk eins og ég reynir að koma sér og sínum klakk­laust í gegnum dag­ana og líf­ið, óbrotnu og ómyrtu og ómat­ar­eitr­uðu. Hver vill í alvör­unni deyja? Ekki ég. Ég er ekki til­bú­in!!! Mig langar ekki til að deyja!!!

Málið er að á meðan þessi bráða lífs­hætta (páskalilju­átið ef ein­hver var búinn að tapa þræð­in­um) bíður fyrir framan sljótt og sof­andi nefið á okkur er mat­væla­lög­reglan víðs fjarri og mjög upp­tekin af öðru. Hvað er hún að gera gæti ein­hver spurt? Jú jú, hún er að ráð­ast á eitr­aða rauða kjötið (geisp) og hvað það sé óhollt og vont fyrir alla. Hún er líka að djöfl­ast í rot­varn­ar­efn­unum sem eru víst að eyða öllu líf­ríki jarðar og breyta inn­yflum okkar í gúmmí. Og síðan fer rosa­lega mik­ill tími í að raða upp syk­ur­molum við hlið­ina á sak­lausri jógúrt­dós og úthúða um leið vondu vondu mjólk­ur­vör­unum á meðan hor­uð­um, ég-hef-ekki-­borð­að-­syk­ur­-í-3-ár fingri, er sveiflað framan í mynda­vél­ina með þótta­fullum syk­ur- og trans­fitu­lausum svip.

Auglýsing

Mat­væla­her­deildir alheims­insJebb, allt heila hel­vítis púðrið hjá mat­væla­her­deildum alheims­ins fer í að ham­ast á þessum atriðum á meðan ban­eitr­aðir laukar páskalilj­unnar juð­ast og puð­ast og rúlla um græn­met­is­deildir hvar fólk valsar um í líf­rænni vímu. Siglandi sof­andi í feigðar­ósi holl­ust­unn­ar, algjör­lega blint á hætt­urnar sem leyn­ast ofan í lauk­dall­in­um. Eigum við ekki bara að kalla þessar græn­met­is­deildir það sem þær raun­veru­lega eru? Hyl­dýpi mat­ar­eitr­un­ar? Upp­spretta lífs­hættu og vit­leys­is­gangs?

Græn­meti og ávextir er og hefur alltaf verið algjör­lega stikk­frír mála­flokk­ur. Það má ekki tala illa um hann. Má ekki anda á þetta eins og öll „góð mál­efn­i”.

Coco PuffsGuð má til dæmis vita hvað er í sítrónu­berki. En sér maður fólk nokkurn tíma skola af þessu? Minna. Og skola líka? Kalt vatn á bakt­er­íur og sjúk­dóma sem hafa lifað af tíu þús­und kíló­metra ferða­lag? Þú gætir alveg eins blásið á ebólu eða sagt „uss” við misl­inga.

Á meðan eft­ir­lits­lausar app­el­sínur rúlla um í búð­unum er kannski verið að halda átta manna neyð­ar­fund hjá mat­væla­dæm­inu því það vant­aði kalor­íu­fjölda utan á pakk­ana á nýj­ustu send­ing­unni af Coco Puffs. Biddu fyrir þér, þar vantar ekki agann og eft­ir­litið og hama­gang­inn. En síðan er það bara happa og glappa að við fáum að vita hvaðan þetta græn­meti og ávaxta­jukk kemur sem er í búð­unum hérna. Hvort þetta sé frá Mars? Hver veit nema ISIS sé að rækta þetta?

Það mun ger­astÞegar ég kemst til valda (og það mun ger­ast, mig dreymdi það í nótt) þá ætla ég að hafa græn­met­is­deildir þannig að maður þurfi ekki að ganga í gegnum þær (halló Bónus í Holta­görð­u­m). En ég mun ekki hætta þar. Ég ætla líka að láta byggja svona örygg­is­hlið með vopn­uðum vörð­um. Kannski hef ég spurn­ing­ar­lista, fólk þarf að þekkja afrískar jurtir og geta þulið upp allar eitr­aðar plöntur sem byrja á bók­stafnum Z, ef það vill fá aðgang. Síðan verður allt kyrfi­lega merkt þannig að þú getur lesið fæð­ing­ar­sögu avaka­dós­ins, plús ætt­ar­tréð, sem þú kaupir á 700 kall stykk­ið. Síðan þurfa allir að skjóta einu skoti af Mountain Dew og borða snickers áður en þeir kom­ast inn í deild­ina. Af því bara.

Alla vega og bott­om­line: Það má ekki borða páskalilj­ur. Ég vildi bara vara ykkur við.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None