Auglýsing

Á þriðju­dag­inn voru slétt tíu ár síðan ég vakn­aði á hót­el­her­bergi rétt hjá Tavistock Squ­are í London við mik­inn hvell. Hót­elið stóð við Upper Woburn Place og við pabbi deildum her­bergi sem vís­aði frá göt­unni. Þetta var fyrsti morg­unn­inn okkar í sjö daga fríi, klukkan var 9:47 og pabbi var auð­vitað löngu vakn­að­ur.

Þótt hvell­ur­inn hefði verið svo mik­ill að húsið nötr­aði kipptum við okkur svo sem ekki of mikið upp við hann – ræddum stutt­lega að kannski hefði þetta bara verið árekstur og hljóm­burð­ur­inn í hús­inu og hverf­inu öllu svona sér­stak­ur. Ég lok­aði aug­unum aftur og lét nægja að byrja að hugsa um að fara á fætur eins og maður gerir þegar maður er tví­tug­ur.

Eftir örfáar mín­útur var bankað á her­berg­is­dyrn­ar. Fyrir utan stóð litla systir mín, sem gisti með systur sinni og mömmu í her­bergi hinum megin í hús­inu, með glugga út að Upper Woburn Place. Hún sagði okkur að koma strax, eitt­hvað hefði ger­st, og sner­ist á hæli. Ég dæsti en reif mig á lappir og í föt, enn sann­færður um að í versta falli hefði orðið harður árekst­ur.

Auglýsing

Í hinu her­berg­inu stóð kvenna­armur fjöl­skyld­unnar við glugg­ann og starði út á eitt­hvað sem var erfitt að greina, hrúgald í um það bil 50 metra fjar­lægð sem leit ekki út eins og neitt sér­stakt – vin­sælasta til­gátan var að þetta væri stærðar vinnu­pallur sem hefði hrunið en það kom ekki heim og saman við hvell­inn. Fólk var farið að drífa að og safn­ast í dágóðan áhorf­enda­sk­ara og sírenus­in­fón­ían varð sífellt hávær­ari.

Fljótt varð ljóst að vanga­velt­urnar mundu litlu skila og í stað­inn var ákveðið að ég skyldi fara niður á götu og kanna mál­ið. Á stiga­pall­inum fyrir utan hót­elið vatt ég mér beint upp að mjög stórum og óárenni­legum manni í hlýra­bol sem ég hefði undir venju­legum kring­um­stæðum forð­ast að nálgast, en ég var greini­lega far­inn að skynja að þetta væru ekki venju­legar kring­um­stæð­ur. Ég spurði hvað hefði gerst og fékk kjarn­yrt svar: „The bus just f**k­ing blew up, man.“

Ég spurði hvað hefði gerst og fékk kjarn­yrt svar: „The bus just f**k­ing blew up, man.“


Tjöldin dregin fyrirÉg spurði einskis frekar, fór aftur upp á her­bergi og næstu klukku­tím­ana skýrð­ust málin fyrir okkur hægt og rólega. Við byrj­uðum að taka eftir slas­aða og lim­lesta fólk­inu sem lá og sat og göt­unni og gang­stétt­inni umhverfis stræt­is­vagns­flakið og beið eftir aðstoð og lét svo gera að sér á staðn­um, þótt­umst greina lík hér og þar og fengum þann grun síðar stað­festan þegar farið var að breiða yfir þau lök.

Við kveiktum á sjón­varp­inu og fréttum þar af fleiri spreng­ingum í neð­an­jarð­ar­lestum um alla borg, mamma og pabbi byrj­uðu að velta fyrir sér hvort við ættum að slaufa ferða­lag­inu, í raun áður en það hæf­ist, og fara aftur heim. Okkur var bannað að yfir­gefa hót­elið í nokkrar klukku­stundir á meðan rann­sókn­arteymi athafn­aði sig um allt hús og þegar okkur var loks­ins skipað út var það með þeim fyr­ir­vara að alls óvíst væri hvenær við mættum snúa þangað aft­ur.

Við heim­sóttum áfalla­hjálp­ar­mið­stöð sem hafði verið komið upp í kirkju í grennd­inni, meira af því að við áttum leið hjá en að yfir­lögðu ráði – systur mínar voru vissu­lega óró­leg­ar, mamma og pabbi ekki síð­ur, aðal­lega þeirra vegna, en ég var far­inn að hafa áhyggjur af því að ég væri sík­ópati, svo lítið fannst mér atburðir morg­uns­ins hafa hreyft við mér til­finn­inga­lega; mér fannst sér­stak­lega frá­leit sú hug­mynd að hætta við ferð­ina, þetta þyrfti varla að hafa svo mikil áhrif á hana. Í kirkj­unni var alls konar fólk – af alls konar trú­ar­brögðum – og flest merki­lega yfir­veg­að.

Eftir að hafa reynt okkar besta til að vera túristar þennan dag, þegar sam­göngur voru lamað­ar, hálf borgin girt af en þó merki­lega mikið af þjón­ustu­stöðum enn opn­ir, fengum við loks­ins að fara aftur heim á hótel um eitt­leytið eftir mið­nætti. Rykið hafði sest og afleið­ing­arnar skýr­st: 52 almennir borg­arar höfðu lát­ist í árás­un­um, þar af 19 í vagn­inum fyrir utan glugg­ann okk­ar. Yfir 700 særð­ust.

Rykið hafði sest og afleið­ing­arnar skýr­st: 52 almennir borg­arar höfðu lát­ist í árás­un­um, þar af 19 í vagn­inum fyrir utan glugg­ann okk­ar. Yfir 700 særðust.

Við ákváðum að vera úti og ljúka ferð­inni, alla vik­una þurftum við lög­reglu­fylgd eftir kráku­stígum inn og út úr göt­unni sem hafði verið lokað og hún falin frá umheim­inum með him­in­háum tjöldum þvert yfir hana í báða enda. Næstu daga voru menn í hvítum hlífð­ar­göllum við störf í strætó­inum og dinglandi utan á glugg­unum okkar og hús­unum í kring með flísa­tangir mund­að­ar. Ég veit ekki að hverju þeir voru að leita.

Enn springurÉg er ekki bara að rifja þetta upp vegna þess að það eru tíu ár síðan þetta gerð­ist, heldur vegna þess að það er margt sem mér finnst áþekkt með atburð­unum þennan dag og umræð­unni sem sitj­andi rík­is­stjórn þarf að þola.

For­sæt­is­ráð­herra tal­aði um loft­árásir í upp­hafi kjör­tíma­bils, sem var gott og lýsandi orð fyrir aðfar­irnar fram að því, enda auð­velt að sjá fyrir sér stjórn­ar­liða og fylg­is­menn þeirra bein­línis bombarder­aða með gagn­rýni þannig að eftir lægi sárt hör­und þeirra eins og hrá­viði um hinn póli­tíska víg­völl, alls ekki ósvipað sund­ur­tættum lík­ams­leifum írakskra barna og brúð­kaups­gesta eftir sprengjuregn af himnum ofan úr ómönn­uðum drón­um.

En orðið loft­árásir nær bara ekki utan um allt það sem for­sæt­is­ráð­herra og hans sam­flokks- og með­stjórn­ar­fólk hefur mátt sitja undir – til þess þarf almenn­ara orð, eins og sprengjuárásir.

En orðið loft­árásir nær bara ekki utan um allt það sem for­sæt­is­ráð­herra og hans sam­flokks- og með­stjórn­ar­fólk hefur mátt sitja undir – til þess þarf almenn­ara orð, eins og sprengju­árás­ir. Þetta kom til dæmis í ljós þegar ráð­herr­ann benti á það í kjall­ara­grein í Frétta­blað­inu í síð­ustu viku að þar kæm­ist eig­in­lega eng­inn að með skoð­anir sínar nema þeir sem hefðu horn í síðu hans – meira að segja hefðu tveir „herská­ir“ full­trúar stjórn­ar­and­stöð­unnar ráð­ist að honum og hans fólki í rit­stjórn­ar­dálkum degi áður.

Það voru engar loft­árásir heldur er nær að orða það sem svo að þar hafi fjand­menn for­sæt­is­ráð­herra og góðra verka laumað sér inn á hinn hlut­lausa vett­vang sem Frétta­blaðið er eða ætti að vera – það má jú segja að blaðið aki um stræti íslenskrar þjóð­fé­lags­um­ræðu eins og tveggja hæða almenn­ings­vagn í stór­borg – komið sér þar fyrir innan um granda­lausa far­þega og BÚMM! Póli­tískt aflim­uðum stjórn­ar­liðum blæðir fylgi fyrir allra aug­um.

Og eins og Karl Garð­ars­son kom orðum að svo full­kom­lega þá þarf for­sæt­is­ráð­herra auk þess að sæta ein­elti og „hat­ursum­ræðu“ sem mér finnst raunar helst jafn­ast við þá sem hefur beinst að múslimum í hinum vest­ræna heimi og víðar sam­hliða upp­gangi hryðju­verka­hópa. Hvert hnjóðs­yrði um verk rík­is­stjórn­ar­innar er afsag­aður svíns­haus sem van­helgar moskulóð hugar hans.

En kannski er þetta ekki sam­bæri­legt. Miðað við still­ing­una sem fólkið í kirkj­unni í London sýndi hlýtur ástandið hér að vera öllu verra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None