Auglýsing

Ég á sam­setta fjöl­skyldu. Í því felst að ekki eru blóð­tengsl milli allra fjöl­skyldu­með­lima. Hér eru mín og þarna eru þín og úr verður eitt­hvað okk­ar. Ekki svo ýkja óal­gengt fyr­ir­komu­lag á Íslandi, enda hrökkva fáir við og fyll­ast skelf­ingu þegar ég útskýri fjöl­skyld­una mína. Við fögnum enda fjöl­breyti­leika hér­lend­is, málum götur í öllum regn­bog­ans litum og æpum alls­konar er best, blá í framan af for­dóma­leysi og ást til alheims­ins.

Þó er það svo, eins og flestir sem til þekkja hafa reynt, að það er hreint ekki ein­falt mál að setja saman fjöl­skyld­ur. Það er verk og vinna þar sem allskyns upp­á­komur eiga sér stað dag­lega.

Þannig lá til að mynda við ham­förum í upp­hafi sam­búð­ar. Ást­mað­ur­inn og afkvæmi hans komu úr allt öðrum menn­ing­ar­heimi, ólíkum okk­ar, þar sem nekt þótti norm fremur en und­ar­tekn­ing er iðka skyldi bak við luktar bað­her­berg­is­dyr. Nýja litla systirin sem stökk allsnakin á úrilla ung­ling­ana á laug­ar­dags­morgnum til að vekja þá með hnoði vakti í upp­hafi tak­mark­aða lukku. Boða þurfti til fjöl­skyldufundar þar sem sátt náð­ist um að rass í and­lit væri ekki boð­leg hegð­un, a.m.k. ekki fyrir hádegi. Þarna mætt­ust ólík gildi og venjur og þetta er aðeins eitt dæmi af mörg­um. Í aðlög­un­ar­ferli af þessu tagi koma mýmörg augna­blik þar sem álit­leg­ast getur virst að vísa öllum til síns heima og skella í lás. Ferlið getur nefni­lega ekki falist í því að þau lagi sig að okk­ur, okkar venjum og siðum eða við að þeirra - við blönd­umst og fæðum af okkur eitt­hvað nýtt. Fæð­ingar eiga það til að vera óþægi­leg­ar.

Auglýsing

Ef hins vegar vel er að verki staðið og allir leggja sig fram er hægt að búa til eitt­hvað ótrú­lega fal­legt og töff - fjöl­skyldu sem teygir sig langt út fyrir hefð­bundið genarúnk og þæg­ind­ara­mma og dregur fram það besta í okk­ur. Eitt­hvað sem er án alls efa þess virði að svitna aðeins yfir.

Það er auð­velt að elska sitt eig­ið. Í því eru fá afrek fólg­in. All­flestir elska eigin afkvæmi; snákar, gór­illur og Kim Jong-il. Ekk­ert barn brosti víst eins blítt og Kim Jong-un. Mann­dómur mælist í getu okkar til elska það sem að utan kemur.

Það er auð­velt að elska sitt eig­ið. Í því eru fá afrek fólg­in. All­flestir elska eigin afkvæmi; snákar, gór­illur og Kim Jong-il. Ekk­ert barn brosti víst eins blítt og Kim Jong-un. Mann­dómur mælist í getu okkar til elska það sem að utan kem­ur.

Sú sam­staða sem mynd­ast hefur meðal íslensks almenn­ings tengd mál­efnum flótta­manna und­an­farna daga er það fal­leg­asta sem gerst hefur síðan við litum upp og sáum norð­ur­ljós­in. Að fylgj­ast með tíu þús­und manns draga haus­inn upp úr sand­inum á sama tíma er ótrú­leg sjón. Tími var enda til kom­inn, við lifum á tímum þjóð­flutn­inga. Flótta­manna­straum­ur­inn er eitt stærsta við­fangs­efni okkar jarð­ar­búa í dag. Fólk flýr stríð sem ,,við” í vestr­inu höfum átt stærstan þátt í að skapa með inn­gripum sem stjórn­ast hafa af græðgi í hrá­efni. Fólk flýr lofts­lags­breyt­ing­ar, flýr í alls­leysi af upp­þorn­uðum svæð­um. Fólk flýr harð­stjórn­ir. Fólk flýr fátækt. Hvernig við leysum það við­fangs­efni mun ákvarða fram­tíð mann­legs sam­fé­lags. Eng­inn skyldi því gera lítið úr verk­efn­inu sem við blasir eða undr­ast ótt­ann sem það getur vak­ið. Hið ókunna skapar óör­yggi og ótti er eðli­leg til­finn­ing. En þegar ótti er virkjaður í hat­urs­stór­iðju verður úr eitt­hvað hættu­legt og ljótt. Stjórn­mála­öfl víða um Evr­ópu hita nú undir þeim til­finn­inga­graut ótta sem til­hugs­unin um sam­setta fjöl­skyldu hrærir upp í mörgum og nýta hann til að fóðra þjóð­ern­is­hyggju, stjórn­tækið sem aldrei klikk­ar. Orð­ræða aðskiln­aðar skýtur upp koll­inum hér og þar, mis­vel dul­búin og stundum hreint og beint klám­fengin eins og les­endur Morg­un­blaðs­ins hafa fylgst með und­an­far­ið. Ef fram heldur sem horfir verður snep­ill sá brátt ein­ungis fáan­legur yfir búð­ar­borðið í fasískum blæt­is­versl­un­um.

Ég hef engst um í ekka­sogum yfir allri ást­inni, fórn­fýs­inni og mann­úð­inni sem við eigum eftir allt saman til, auk þess sem ég hef þróað með mér vand­ræða­legt ein­hliða til­finn­inga­sam­band við nöfnu mína Björg­vins­dóttur sem ég hyggst koma í for­seta­stól áður en yfir lýkur.

Liðin vika hefur verið ótrú­leg. Ég hef fylgst í andakt með DIY flótta­manna­verk­efn­inu Kæra Eygló Harðar - Sýr­land kallar, eins og flestir læsir menn. Ég hef engst um í ekka­sogum yfir allri ást­inni, fórn­fýs­inni og mann­úð­inni sem við eigum eftir allt saman til, auk þess sem ég hef þróað með mér vand­ræða­legt ein­hliða til­finn­inga­sam­band við nöfnu mína Björg­vins­dóttur sem ég hyggst koma í for­seta­stól áður en yfir lýk­ur.

En engar áhyggj­ur, ég á þetta til. Síð­ast gerð­ist það í upp­hafi sam­bands­ins við ást­mann­inn. Við átt­uðum okkur vissu­lega á vinn­unni sem fyrir lægi við að púsla saman fjöl­skyldum en vorum samt svo til í þetta. Við vorum klapp­stýrur hvors ann­ars, engir erf­ið­leikar skyldu ná til okk­ar. Smám saman hægði þó til­finn­inga­rús­sí­ban­inn á sér og allsnak­inn spriklandi raun­veru­leik­inn getur rifið í. Kemur fyrir að mér finn­ist að stjúp­dóttirin ætti að vakna á hverjum morgni raulandi ljúfan lof­söng til mín, bljúg af ást og þakk­læti yfir öllum mínum fórnum í hennar þágu? Vissu­lega. Litla dýrið vaknar oft með dólg og heimtar nammi í morg­un­mat. Væri þar um að ræða óraun­hæfar og algjör­lega fárán­legar vænt­ingar til ann­arrar mann­eskju, til þess eins fallnar að skapa úlfúð og ósköp? Klár­lega. Í sam­settum fjöl­skyldum er nefni­lega bara alls­konar fólk, með kosti og galla, sem lifir sínu lífi alls­kon­ar. Flótta­menn munu ekki lenda á íslenskri grund og svífa allar götur síðan um á vængjum auð­mjúks þakk­lætis með það eitt fyrir augum að auðga sam­fé­lagið og launa „okk­ur“ hina miklu auð­sýndu mis­kunn. Það er tóma­hljóð í yfir­lýstu umburð­ar­lyndi sam­fé­lags sem ætl­ast til slíks og umhverf­ist svo af erg­elsi út í „hina“, þessa sem eru ekki hinir upp­runa­legu „við“. Lærum af reynslu fjöl­margra þjóða og forð­umst þá gryfj­una.

Að vilja vernda sitt eigið er heil­brigð og eðli­leg til­finn­ing. Við þurfum bara að end­ur­skil­greina hvað þetta „okkar eig­ið“ er. Við erum öll saman í þessu. Drukkn­andi flótta­menn eru ekki „hin­ir“, ekki frekar en ég og rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins erum „við“. Þeir eru við. Við menn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None