Punglykt

Auglýsing

Það dugði ekki að líma Lacoste plast­-der á höfuð Bjarna Bene­dikts­sonar og senda í golf­ferð til Flór­ída yfir pásk­ana til að leysa yfir­stand­andi kjara­deilur líkt og heppn­að­ist svo vel í lækna­deil­unni um ára­mótin - lík­lega vegna þess að Gunnar Björns­son, for­maður samn­inga­nefndar rík­is­ins, var á sama tíma að drekka kok­teila úr strand­fötu og finna sjálfan sig með hinum hampmussu­klæddu júró­hipp­unum í Myan­mar.

Þvert á móti kom fjár­mála­ráð­herra heim jafn sól­ar­þrút­inn og Ingvi Hrafn eftir vet­ur­dvöl á Key Largo; til­bú­inn að láta allar kröfur launa­fólks falla á sín daufu, flagn­andi eyru á þeim for­sendum að lækna­samn­ing­ur­inn - sem hann skrif­aði undir með eigin tárum - hafi alls ekki verið for­dæm­is­gef­andi.

Það gleymd­ist lík­lega að huga að því að án geisla­fræð­inga, nátt­úru­fræð­inga, líf­einda­fræð­inga og ljós­mæðra geta læknar ekki gert margt annað en að skrifa út pensi­lín fyrir fólk og kvíða­still­andi fyrir hvern ann­an. Sú aðgerð sem snerti hjarta­strengi þjóð­ar­innar lík­lega mest er þó verk­fall starfs­manna sýslu­manns - en það lítur nú út fyrir að sjálf evr­ó­visjón­keppnin sé í upp­námi sökum fjar­veru eft­ir­lits­að­ila frá emb­ætt­inu - sem mun vænt­an­lega steypa sam­fé­lag­inu í end­an­legt sið­rof. Alla­veg­ana er Sig­mar Vil­hjálms­son lík­legur til að setja á sig hesta­grímu og kveikja í nokkrum bíl­um. Einnig fellur árlegt happ­drætti KR nið­ur.

Auglýsing

Á sama tíma og ljósin slökkna á flestum skrif­stofum aðild­ar­fólks BHM þá er staðan tals­vert betri í einka­geir­an­um. HB Grandi, sem jók hagnað sinn um 133% á síð­asta ári upp í 5,5 millj­arða, fagn­aði með því að stjórnin kaus sjálfa sig áfram til setu, ákvað að hækka eigin laun um 33,3% og greiða út 2.7 millj­arða í arð. Jóakim Aðal­önd sjálf­ur, Krist­ján Lofts­son, vill ekki meina að það sé merki um takt­leysi að húða lók­inn á sjálfum sér með 24 karata gulli á sama tíma og ekki sé hægt að hækka laun fiska­verka­fólks umfram 3,5% - enda hefur gamli skut­ull­inn ára­tuga reynslu af því að verja full­kom­lega óverj­andi og frá­leita mál­staði og selja þá til Jap­an.

Jóakim Aðal­önd sjálf­ur, Krist­ján Lofts­son, vill ekki meina að það sé merki um takt­leysi að húða lók­inn á sjálfum sér með 24 karata gulli á sama tíma og ekki sé hægt að hækka laun fiska­verka­fólks umfram 3,5% - enda hefur gamli skut­ull­inn ára­tuga reynslu af því að verja full­kom­lega óverj­andi og frá­leita mál­staði og selja þá til Japan.

Það er erfið sam­ræða sem rík­is­stjórn þarf að eiga við eigin þjóð þegar hún segir henni að það sé eng­inn mögu­leiki á því að lág­marks­laun verði 300.000 krónur jafn­vel þótt hægt hafi verið að töfra fram 80 millj­arða í aðgerð sem fæstir græddu á nema nokkrir gamlir millj­óna­mær­ingar og Árni Sig­fús­son, sem tókst að breyta sér í enn sjoppu­legri útgáfu af Finni Ing­ólfs­syni þegar hann stakk tæpum 6 millj­ónum í vas­ann fyrir að vera í atvinnu­bóta­vinnu við að þvinga lands­menn í við­skipti við einka­fyr­ir­tækið Auð­kenni sem þakk­aði fyrir sig með því að til­kynna að það ætli að byrja að rukka fyrir þessa nauð­unga­þjón­ustu sína sem eng­inn bað um.

Á meðan heldur for­sæt­is­ráð­herra áfram að þró­ast út í Peter Sell­er­s-­leikna grín­út­gáfu af væn­is­sjúkum ein­ræð­is­herra sem svarar hvorki fjöl­miðlum né þing­mönnum og fæst raunar varla til að fara úr húsi nema til að blessa hokkíleiki, halda ræðu við eigið Norð­ur­-Kóreska end­ur­kjör eða mæta í eigið fer­tugs­af­mæli - sem virt­ist reyndar vera gott partí, en þar voru sam­an­komnir helstu fram­sókn­ar­menn Íslands: Jón Bjarna­son, Davíð Odds­son og Ásgeir Kol­beins. Til að verja þessar þjóð­ar­ger­semar fyrir ósýni­legum flugu­mönnum þurfti ekk­ert minna en hóp óein­kenn­is­klæddra sér­sveit­ar­manna - þótt lík­lega hefði nægt að ræsa út jakka­fata­klædda júd­ó­þing­vörð­inn sem spúlaði vatni á og snéri niður mót­mæl­endur fyrir það eitt að kríta á gang­stétt eins og hann væri heims­ins verst inn­rætti skóla­lið­inn.

Á meðan heldur for­sæt­is­ráð­herra áfram að þró­ast út í Peter Sell­er­s-­leikna grín­út­gáfu af væn­is­sjúkum ein­ræð­is­herra sem svarar hvorki fjöl­miðlum né þing­mönnum og fæst raunar varla til að fara úr húsi nema til að blessa hokkíleiki

Oftar og oftar verður mér hugsað til and­ar­taks­ins þegar ég sat inni í gufu­baði lík­ams­rækt­ar­stöðvar og inn kemur kviknakinn, hold­ugur maður á miðjum aldri og sest beint and­spænis mér. Áður en ég veit af er hann byrj­aður að mak­inda­lega raka á sér pung­inn líkt og ég væri ekki til; síend­ur­teknar hægar strokur eins og hann væri að greiða hárið á bar­bí­dúkku. Hann veit að ég er þarna. Hann veit að þetta er lík­lega eitt­hvað sem er mér ekki þókn­an­legt. Honum er bara alveg sama.

Það verða alltaf menn á miðjum aldri þarna úti sem munu raka sinn metó­fóríska pung. Það er samt bara ákveðið lengi sem fólk þolir að hafa þessar hreðjar hang­andi framan í sér eins og tvær rauðar sólir af yfir­læti og hroka áður en það fær nóg og sparkar í þær.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None