Auglýsing

Vit­iði hvað ég held? Ég held að ef það væri ekki svona rugl leið­in­legt að skræla ávexti og græn­meti, skera þetta niður og berja í gegnum djú­s­vél­ina, þrífa hverja ein­ustu skrúfu í vél­inni án þess að slasa sig, ganga frá, allt á meðan krakk­inn hangir í hár­inu og allt á þessum hálf­tíma sturlunar á morgn­ana þegar 30 sek­úndna töf setur dag­inn úr skorð­um, væri mont­þörf lífstíls­fólks hugs­an­lega minni en raunin er.

Þamba úrgang­inn



Já, það er víst ekk­ert hlaupið (nú eða skokk­að, hóhóhó) að því að henda í eina græna þrumu með engi­fer og hörfræol­íu. Hreinn lífstíll er vinna. Ofan á þetta reynir gumsið þeim mun meira á bragð­lauk­ana. Því er nú verr og miður fyrir alla heið­ar­lega slú­berta lands­ins. Því í stað þess að þamba úrgang­inn í skjóli nætur (svona eins og flest eðli­legt fólk gúffar í sig KFC í húsa­sund­um, #shou­tout­með­gangan­r2) þá þarf aðeins að monta sig af afrek­inu. Láta hina vita. Keyra þetta í gang.

Og þá er ekk­ert annað í boði en að þurrka blóð­dropana af ­skurð­ar­brett­inu, svit­ann af enn­inu, skella jukk­inu í fal­legt glas, kannski glittir óvart í fínt og lært tíma­rit í bak­grunni, fíra upp í vesælu spritt­kerti, mynda í bak og fyrir og pósta á instagram eða face­book eða bæði með yfir­skrift­inni: „Lík­am­inn í fyrsta sæti, #detox­des­em­ber­dá­semd”. Og inn hrann­ast með­virkn­is­lækin og kommentin þar sem fólk mærir djú­s­þambar­ann fyrir að vera „flottu­st” eða „meist­ari” sem viti sko aldeilis hvað það er að „njóta njóta, feel­ing ali­ve!” og svo er upp­skrift­inni að eigin jukki komið ræki­lega að.

Blússandi stuði



Eins og þetta sé ekki nógu mik­ill árans hryll­ingur fyrir allt venju­legt fólk með eðli­lega mat­ar­lyst og púka­lega inn­an­stokks­muni þá láta þessar týpur ekki við djú­s­vél­ina sitja.  Mynda­vélin er á lofti í hverri ein­ustu göngu­ferð sem djöfl­ast er í, hverri ein­ustu bað­stofu­ferð og á sunnu­dags­eft­ir­mið­dögum er skellt í mat­ar­blogg ef svo mikið sem ein brauð­sneið er ristuð, fyr­ir­gef­iði mér, hvernig læt ég, ég meinti: gúrku­sneið smurð með möndlu­smjöri, því þetta lið borðar auð­vitað ekki brauð (syk­ur­froðu djöf­uls­ins sem veldur útlima­missi og útbrotum sem lækn­ast ekki nema með olíu­dropum úr jurt sem vex á botni Kyrra­hafs­ins en hún verður að vera tínd í mán­uði sem endar á –er og soðin á mánu­dögum til að hafa áhrif á eit­ur­efnið sem hveitið er).

Á meðan holla fólkið er að velja réttan filter við spínatlita­pal­let­una er allt eðli­legt fólk í blússandi stuði í lúg­unni á Aktu taktu að gera gott mót á meðan beðið er eftir sam­loku með skinku og osti, stækk­uðum frönskum og gosi í plasti. Eða kannski er verið að panta fjöl­skyldutil­boð­ið, fullan poka af ham­ingju fyrir þreytt heim­ili sem nennir ekki upp­vaski? Nú, eða er loks­ins verið að gefa vefj­unni séns? Þeir á Aktu taktu hljóta að geta þetta mexík­anska tvist fyrst rétt­ur­inn er búinn að tóra inni á til­boðs­list­anum í öll þessi ár. Maður þarf stundum að hugsa út fyrir þæg­ind­ara­mmann og láta bara vaða. Og heima­gerði kok­teilsósustand­ur­inn á mæla­borð­inu (teppa­lím­bands­hólk­ur) bíður spenntur eftir vini sínum kok­teilsós­unni. En hvað er gert á meðan beðið er? Ég skal segja ykkur það. Þá er kjaftað við lúgu­starfs­mann­inn: „Er rólegt í dag?” eða „Hver er opn­un­ar­tím­inn á aðfanga­dag? Nú er lok­að? Á ekk­ert að fara að end­ur­skoða þá reglu?” eða „Hvert er vin­sælasta til­boð­ið? En á sunnu­dög­um?” Og kannski: „Hvort er skemmti­legra að vera á grill­inu eða frammi í sal?” Og „Er ég upp­á­halds­kúnn­inn þinn?” Allt á meðan her­leg­heitin eru steikt og síðan djúp­steikt, útbúin af ást, elduð af kær­leika og setið er í sjóð­andi heitum bíl og maaaalað við starfs­fólkið í gegnum lúg­una.

Auglýsing

Lifa í núinu



Þarna, krakkar mín­ir, fara fram merki­legir og mik­il­vægir hlutir vil ég meina. Hlutir sem heita sam­skipti, mann­leg tengsl og það að lifa í núinu. Sím­inn er hvergi, sam­fé­lags­miðlar eru víðs fjarri því hver man eftir svo­leiðis lög­uðu þegar svona margt huggu­legt og gott er í gangi?

Kannski væri þetta allt annað ef það væri sjúk­lega mikið mál og ofsa­lega leið­in­legt að fara á Aktu taktu? Ef maður þyrfti sjálfur að saxa kjötið niður í hakk? Ef stað­ur­inn væri umkringdur krókó­díla­síkj­um, draug­um, sink­ho­les og væri að auki hátt uppi á fjallstindi? Hvað veit ég? Kannski væri maður þá engu skárri, póstandi myndum af hálf­étnum borg­ara böð­uðum í flú­or­ljósi: „Svo inni­lega þess virði, #aukasósa­og­húð­in­ljóm­ar”. Æi...­Samt ekki. Og nú langar mig í eitt­hvað að borða.

Haters gonna eat.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None