Auglýsing

Móðir mín hringdi sem endranær um dag­inn til þess að yfir­heyra mig um hvort ég væri nú ekki kom­inn með kær­ustu. Í hvert skipti þarf ég að útskýra fyrir henni að ég sé ennþá pip­ar­sveinn sem býr með tveimur öðrum pip­ar­sveinum í lít­illi pip­ar­sveina­kjall­ara­í­búð. Það er sárt að valda for­eldrum sínum von­brigð­um. Þessi spurn­ing er samt algjör tróju­hestur því að inni í henni býr önnur og myrk­ari spurn­ing: Hvar eru hel­vítis barna­börn­in? Á ein­hverjum tíma­punkti hætta börnin nefni­lega að vera börn í augum for­eldra sinna og verða í stað­inn vélar til þess gerðar að fram­leiða fleiri börn.

Til­hugs­unin ein veldur mér kvíða. Ég veit ekk­ert um börn. Ég veit ekk­ert hvernig á að tala við börn. Ég höndla varla að passa barn lengur en í fimm mín­útur því að það eina sem mér dettur í hug að gera er að stara á það þangað til það segir mér að ég líti út eins og vondi kall­inn í Lassí eins og gerð­ist um dag­inn. Ég get ekki ímyndað mér hræði­legri hlut til að vera.

Fyrst og fremst finnst mér ég ekki vera til­bú­inn. Mig skortir alla ábyrgð­ar­til­finn­ingu. Her­bergið mitt er eins og illa skipu­lagður nytja­mark­aður fullur af ósam­settum hús­gögn­um, ósam­an­brotnum sokkum og óupp­teknum kössum með smá dassi af heim­il­issorpi. Svo hef ég enga sjálfs­stjórn þegar kemur að fjár­mál­um; er að rúlla þremur mis­mun­andi rað­greiðslu­samn­ing­um, þar af tveimur fyrir hluti sem ég er búinn að selja til þess að kaupa aðra hluti. Ég sendi líka alltaf skatt­fram­talið mitt án þess að lesa það.

Auglýsing

Þetta var alla­vega minn veru­leiki mest­allan þrí­tugs­ald­ur­inn, eða þangað til ég vakn­aði timbraður í mínum eigin mann­lega sorp­haug um dag­inn og fatt­aði að ég er að verða þrí­tug­ur. Rétt­ara sagt verð ég þrí­tugur á morg­un. Vúhú. Til ham­ingju ég.

Það er samt lygi að ég hafi bara óvart munað eftir þessum tíma­mót­um. Í sann­leika sagt er ég búinn að vera að panikka yfir því að verða þrí­tugur síðan ég var tví­tug­ur. Ég hef nefni­lega alltaf verið allt of ald­urs­með­vit­aður um afrek ann­ara; Cassius Clay var búinn að vinna tit­il­inn, breyta sér í Muhammed Ali, forð­ast her­þjón­ustu og tapa titl­inum aftur áður en hann varð þrí­tug­ur. Steven Spi­el­berg var búinn að leik­stýra Duel og Jaws og skrifa Close Encounters áður en hann varð þrí­tug­ur. Meira að segja Biggie Smalls var búinn að vera dauður í sex ár áður en hann varð þrí­tug­ur.

Ég veit ekki af hverju þessi nauða­ó­merki­legu tíma­mót valda mér hug­ar­angri en ef eitt­hvað er að marka grein­ina sem ég las á vef­síðu Gla­mour Mag­azine þá hrjáir þetta fleiri en bara mig. Ég held að þetta hafi eitt­hvað að gera með það að horfast í augu við það að vera að kom­ast af lík­am­legum hátindi. Vang­arnir eru byrj­aðir að grána aðeins, nokkrar bros­hrukk­ur, nokkrir nýir fæð­inga­blettir sem ég ætti örugg­lega að láta kíkja á.

Svo virð­ist lík­ams­hára­bú­skap­ur­inn líka lúta sænskum sjálf­bærn­is­skóg­rækt­ar­sjón­ar­miðum þar sem fyrir hvert hoggið hár á höfði er tveimur plantað á bak og herð­ar. Ég byrj­aði að raka á mér höf­uðið átján ára vegna fyr­ir­litn­ingar á eigin hári sem hafði ágerst með hverri fárán­legu klipp­ing­unni á fætur ann­ari í gegnum ung­lings­ár­in, sem náði hræði­legu hámarki þegar ég var sextán ára með gelaða hár­brodda, gler­augu og höku­topp í of stórum leð­ur­jakka og hefði ekki getað betlað út sleik á skóla­balli. Þrátt fyrir að hafa sjálfur tekið þá ákvörðun að strá­fella eigið sam­fé­lag hárs syrgi ég í dag að ég geti nú ekki safnað því nema að hluta til baka; að ég fái aldrei að upp­lifa það að finna síðan ljóns­makka minn flaks­ast um í vind­inum aftan á mót­or­hjóli eða stand­andi í stefni á skútu – alla­vega ekki án þess að sporta sömu greiðslu og Riff Raff í Rocky Hor­r­or. Svo sagði mér líka ein­hver að tenn­urnar á manni byrj­uðu að losna upp úr þrí­tugu.

Ætli ég syrgi það ekki mest að hafa eytt mest­öllum þessum ætl­uðu gullárum í það að vera of lat­ur, feitur og óör­uggur – en eftir því sem ég hugsa meira út í það finn ég meiri ró í því að líf mitt hefði vafa­lítið ekki getað verið neitt öðru­vísi. Þetta var allt partur af mínu púp­un­ar­ferli og nú er ég loks­ins að brjót­ast út og breiða út væng­ina eins og háruga, föla og sífellt verr tennta fiðr­ildið sem ég er.

Vitur mað­ur, eða bíla­aug­lýs­ing, sagði mér nefni­lega eitt sinn að tím­inn væri gagns­laus mæli­ein­ing nema hann væri að mæla breyt­ingu; tími sem er eytt í tómi er ekki tími sem vert er að minn­ast. Þannig að þennan morgun í rusla­hrúg­unni ákvað ég að hætta að telja niður mín­útur og spyrna frekar í botn­inn. Ég henti öllu rusli, flokk­aði alla sokk­ana mína, skrúf­aði upp gard­ín­urnar sem ég keypti fyrir hálfu ári og setti meira að segja upp nátt­ljós svo að ég gæti loks­ins aftur byrjað að lesa mér til gagns eftir um það bil tólf ára hlé.

Ég er ekk­ert betri í því að vera til núna en ég var fyrir tíu dögum – ég er hins vegar hægt og bít­andi að fatta að mér tekst að vera nokkuð mann­legur ef ég geri það einn dag í einu. Ef ég er ekki að bera mig saman við ókláruð afrek ein­hverrar kjör­út­gáfu af sjálfum mér sem aldrei verður til tekst mér að elska sjálfan mig nokkuð skil­yrð­is­laust. Svo er ég líka byrj­aður að hlusta svo mikið á Ram Dass í vinn­unni; fann æðru­leysið á YouTu­be.

Þannig að kannski er ég ekk­ert svo fjarri því að vera til­bú­inn að eign­ast barn, svona einn góðan veð­ur­dag. Verst að ára­löng far­síma­notk­un, far­tölvu­notkun og að sofa við hlið­ina á allt of heitum ofni hefur að öllum lík­indum gert mig ófrjó­an.

Á ein­hverjum tíma­punkti breytt­ist þessi pist­ill í heims­ins verstu einka­mála­aug­lýs­ingu. Loðni trúð­ur­inn í pip­ar­sveina­dýfliss­unni grætur þrjá­tíu ára gömlum ófrjóum tár­um. Til ham­ingju með afmælið ég.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None