Auglýsing

„Sæl, ég og fjöl­skylda mín erum til­búin að bjóða fram afnot af bíl, her­bergi fyrir ein­stak­ling, föt á drengi frá eins árs og upp í 14 ára, eitt­hvað af hús­gögn­um, sængur og félags­legan stuðn­ing. Já og síðan getur mamma mín kennt íslensku.”

Svona hefði mitt inn­legg á „Kæra Eygló Harð­ar, Sýr­land kall­ar” síð­una nokkurn veg­inn hljó­mað ef ég hefði ein­hvern veg­inn þorað að pósta þar. Ég hætti nefni­lega við fljót­lega eftir að síðan fór í loft­ið. Hvers vegna? Jú, eins asna­lega og það hljómar þá leyfði ég ákveðnu við­horfi sem ég varð vör við í sam­fé­lag­inu að ná til mín. Ásök­unum héðan og þaðan og háðs­glósum á net­inu og á kaffi­stofum um að þetta væri ekk­ert nema sýnd­ar­mennska, til­finn­inga­væl, athygl­is­sýki og hall­æris­gangur í fólki að vera að tjá sig svona. „Ein stór vin­sælda­keppni „Góða fólks­ins”” var fussað og svei­að. Og þessar raddir heyrðust, merki­legt nokk, á sama tíma og ljós­myndir og mynd­skeið af drukkn­uðum börnum í flæð­ar­málum og grát­andi fjöl­skyldum í ólýs­an­lega erf­iðum aðstæðum á göngu um Evr­ópu birt­ust í fjöl­miðl­um.

Auglýsing


Það er ákveðið rann­sókn­ar­efni hvað fólk getur haft mikla þörf til að djöfl­ast í þeim sem dirfast að sýna til­finn­ingar og láta, god for­bid, stjórn­ast af þeim þegar þeir horfa á fréttamyndir.



Það er til mjög ein­falt svar við spurn­ing­unn­i; Hvers vegna eru allir að pósta því hvað þeir ætla að gera fyrir flótta­menn­ina ef ekki til að aug­lýsa góð­mennsku sína? Það er vegna þess að við erum mann­eskjur í sam­fé­lagi manna og þegar fólk sér hvað öðrum dettur í hug að gera þá detta því hlutir í hug sem það getur gert; fólk veitir fólki inn­blást­ur. Það veitir fólki líka ákveðna trú á mann­kynið að sjá hvað margir eru til­búnir að gera mikið fyrir fólk í neyð.



Það veitir fólki líka von um það að það sé virki­lega hægt að taka á móti tíu þús­und flótta­mönnum þegar það sér ennþá fleiri Íslend­inga en það bjóða fram raun­veru­lega aðstoð efn­is­lega og óáþreif­an­lega á örfáum dögum bara af því að góðri mann­eskju datt í hug að búa til vett­vang fyrir fólk til þess að bjóða fram slíka aðstoð. Þessi afstaða þessa mikla fjölda Íslend­inga veitir von um að þeir flótta­menn sem hingað koma muni upp­lifa sig vel­komna hér og ná að aðlag­ast íslensku sam­fé­lagi fljótt og vel. Og að hægt sé, sam­einuð sem þjóð, að taka á móti miklu fleiri en 100 flótta­mönn­um, eins og nú stendur til að gera.



Það er ákveðið rann­sókn­ar­efni hvað fólk getur haft mikla þörf til að djöfl­ast í þeim sem dirfast að sýna til­finn­ingar og láta, god for­bid, stjórn­ast af þeim þegar þeir horfa á frétta­mynd­ir. Frétta­myndir flytja okkur jú, eðli máls­ins sam­kvæmt, frétt­ir, og frétt­irnar af aðstæðum flótta­fólks­ins eru hörmu­leg­ar. Þess vegna bregð­umst við við.



Hér kemur hug­mynd handa þeim sem hafa áhyggjur af „góða fólk­inu” og hvað það sé enda­laust að reyna að vekja athygli á því hvað það sé gott og helst betra en aðr­ir: Hvernig væri að þið mynduð aðeins tékka á „góða fólks" punkt­inum ykkar út frá sjón­ar­hóli flótta­manns­ins?



Ég held að ekkj­unni með fimm börn í lekum gúmmí­bát undan ströndum Grikk­lands sé slétt sama þó Stína útgerð­ar­kona á Íslandi pósti því stolt og reffi­leg á Face­book að hún sé til­búin að borga flug og hús­næði fyrir fjöl­skyldur á flótta.





Ef þú og fjöl­skylda þín væruð í lífs­háska í gúmmí­bát undan ströndum Tyrk­lands, föst í við­bjóðs­legum flótta­manna­búðum í Ung­verja­landi eða sof­andi á lestar­teinum undir berum himni í Króa­tíu, væri þér ekki slétt sama á hvaða for­sendum fólk sem vildi og ætl­aði að hjálpa þér væri að því? Nei í alvör­unni talað krakk­ar. Ef ein­hver ætlar að toga þig og ung­barnið þitt upp úr haf­inu og bjóða þér að setj­ast að í landi þar sem friður rík­ir, þá ert þú ekk­ert sér­stak­lega mikið að pæla í því hvort við­kom­andi er að gera það af því hann er í ein­hverri vin­sælda­keppni og vill sýna öllum hvað hann er góð­ur, þú þarft bara að láta fokk­ing bjarga þér og þín­um.



Ég held að ekkj­unni með fimm börn í lekum gúmmí­bát undan ströndum Grikk­lands sé slétt sama þó Stína útgerð­ar­kona á Íslandi pósti því stolt og reffi­leg á Face­book að hún sé til­búin að borga flug og hús­næði fyrir fjöl­skyldur á flótta. Rétt upp hönd sem nennir að eyða orku í að hneyksl­ast yfir því að Nonni nýríki hafi keypt lista­verk sem á eftir að mála (og kemur kannski fyrir bragðið bros­andi á for­síðu Séð og heyrt) á fimm millj­ónir til styrktar flótta­mönn­un­um? So what? Svo á líka að draga aum­ingj­ans meðal­jón­ana sundur og saman í háði sem bjóða fram her­bergi, föt og hús­gögn, leik­föng, vin­skap og and­legan stuðn­ing? Ha? Upp úr hvaða ræsispytti sprettur þetta við­horf?



Það á ekki að vera í boði að snúa þess­ari umræðu á hvolf og fara að pönk­ast í fólki sem er til­búið að leggja sitt af mörkum í að bjarga mannslífum.





Stað­reyndin er á end­anum sú að Sýr­lend­ingar á flótta búa við neyð­ar­á­stand og það þarf að hjálpa þeim. Og það strax. Það á ekki að vera í boði að snúa þess­ari umræðu á hvolf og fara að pönk­ast í fólki sem er til­búið að leggja sitt af mörkum í að bjarga manns­líf­um. Því þetta allt saman snýst nákvæm­lega um þetta: Að bjarga manns­líf­um, körlum, konum og börn­um. Og fólk er sann­ar­lega til í að hjálpa. #team­góða­fólkið

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None