Auglýsing

Oft efast ég um til­finn­ingar mín­ar. Hugsa að kannski sé ég ekki að upp­lifa nógu sterkar til­finn­ingar eða að ég sé að missa af því að upp­lifa réttu til­finn­ing­arnar á réttu stund­un­um. Ég hef farið í ferða­lög og eytt þeim í áhyggjur af því að ég sé ekki að upp­lifa þau nógu mik­ið. Að mér finn­ist hlut­irnir ekki eins magn­aðir og þeir raun­veru­lega eru. Sá Skakka Turn­inn í Písa og hugs­aði "mehh, hann er vissu­lega frekar skakk­ur, en ég hélt hann væri stærri.” Ég hef farið í partý og hugsað "af­hverju finnst mér ekki meira gam­an!?” Ég eign­að­ist barn fyrir sjö vik­um. Allir sögðu að það yrði magn­að­asta upp­lifun lífs míns. Nú er svo ég með sam­visku­bit. Er ég í nógu miklu til­finn­inga­rússi? Ég tár­ast þegar dóttir mín brosir en er ég að tár­ast nógu mik­ið? Nógu oft? Þetta er  senni­lega algjör della. Maður bara er og finnur til. Allar upp­lif­anir jafn rétt­há­ar. Allt eins og það á að vera. Ekk­ert öðru­vísi.

Nú hef ég svo verið að fylgj­ast með rík­is­stjórn­inni athafna sig síð­ustu tvö árin og það hefur vakið upp hjá mér alls­konar til­finn­ing­ar. Allar slæm­ar. Ég er orð­inn svo þreyttur á því að vera hissa, hneyksl­aður og reið­ur. Í hverri viku er það eitt­hvað nýtt.

Ein­hver gæti sagt að ég væri að upp­lifa hlut­ina skakkt. Að vegna þess að ég hef aðra líf­sýn en þau sem stjórna land­inu þá hljóti ég að verða óánægður með allt sem þar er sagt og gert. Að ég sé ein­fald­lega nei­kvæður af því þau eru ósam­mála mér. Gott og vel. Segjum sem svo að rík­is­stjórnin sé að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að rétta landið af. Þau séu að vinna fyrir okk­ur, í allri auð­mýkt. Reyni eftir fremsta megni að jafna kjör og berj­ast fyrir hags­munum okkar allra. Ef svo er þá er þeim að ganga mjög illa fá rest­ina af Íslend­ingum til að skynja þennan raun­veru­leika. Við erum flest öll á ein­hverri allt annarri bylgju­lengd. Eru tveir raun­veru­leikar í gangi í land­inu? Er ég bara aleinn að velja mér að upp­lifa rík­is­stjórn­ina spillta og van­hæfa?

Auglýsing

Í nýlegri könnun MMR kemur fram að aðeins 9-10% aðspurðra telja Bjarna Ben og Sig­mund Davíð vera heið­ar­lega. Einnig kom fram að ein­ungis 8-11% upp­lifa að þeir standi vörð um hags­muni almenn­ings, 5-8% telja að þeir virði skoð­anir ann­arra og 5% telja þá í tengslum við almenn­ing. Fimm pró­sent!

Þetta er sem­sagt ekki bara ég. Við erum greini­lega flest að upp­lifa sömu hlut­ina - að Sig­mundur Davíð og Bjarni Ben virð­ast vera mold­ríkir og gjör­spilltir hroka­gikk­ir. Í engum tengslum við fólkið í land­inu. Aðeins á Alþingi til þess að sópa almanna­féi og eignum til sín og sinna.

Á sama tíma sýnir önnur nýleg könnun að ánægja með þessa rík­is­stjórn er í sögu­legu lág­marki en hún nýtur ein­ungis um 30% stuðn­ings. Það sem er sér­stak­lega áhuga­vert, séu þessar tvær kann­anir bornar sam­an, er að svo virð­ist sem ekki einu sinni kjós­endur stjórn­ar­flokk­anna treysti for­mönnum þeirra eða telji þá vera í tengslum við almenn­ing. Sumir Íslenskir kjós­endur ein­fald­lega refsa aldrei fyrir van­hæfni og halda með stjórn­mála­flokkum eins og íþrótta­lið­um. Það er hins­vegar efni í annan og bitr­ari pistil.

Skoðum þá aðeins þessa trausti rúnu for­menn. Og byrjum á Bjarni grey­inu Ben. Hann mis­skildi skoð­ana­könn­un­ina með öllu and­lit­inu: "Er hægt að mæla heið­ar­leika fólks með skoð­ana­könn­un?” spurði hann. Elsku Bjarni minn. Þetta er ein af ástæð­unum fyrir því að við treystum þér ekki. Þú skilur ekki neitt. Eins og barn sem ráfar ringlað inn í miðja bíó­mynd. Hann hélt einmitt áfram: "En það er kannski ekki nema von að ég átti mig ekki á þessu öllu sam­an, enda eru víst 95% sem telja að ég sé ekki í neinum tengslum við almenn­ing.” Akkúrat!

Og Sig­mundur Dav­íð. Hvað er að frétta? Mér finnst eins og með­vitað sé verið að fela hann fyrir okk­ur. Hann ferð­ast um heim­inn handa­hófs­kennt, eins og pílu sé hent í landa­kort. Birt­ist í sitt­hvorum skónum eða sem lukku­dýr á íshokkíleik og hverfur svo í ryk­ský kvíða og klikk­unar til þess læsa sig inni og troða ofaní sig köku­sneið. Löngu fall­inn á mæt­ingu og mjög tæpur í sam­fé­lags­fræði og reikning.

Og Sig­mundur Dav­íð. Hvað er að frétta? Mér finnst eins og með­vitað sé verið að fela hann fyrir okk­ur. Hann ferð­ast um heim­inn handa­hófs­kennt, eins og pílu sé hent í landa­kort. Birt­ist í sitt­hvorum skónum eða sem lukku­dýr á íshokkíleik og hverfur svo í ryk­ský kvíða og klikk­unar til þess læsa sig inni og troða ofaní sig köku­sneið. Löngu fall­inn á mæt­ingu og mjög tæpur í sam­fé­lags­fræði og reikn­ing. Mætir á flokks­þing og heldur ræðu sem sæmir væn­is­sjúkum geð­klofa í mjög slæmum bata, fær rúss­neska kosn­ingu í verð­laun og hverfur svo aftur inn í þok­una. Það er ekki langt síðan ég hætti að furða mig á hegðun hans og fór að vor­kenna hon­um.

Í yfir­stand­andi kjara­samn­ingum og verk­falla­hr­inu lendir svo fullur þungi reynslu­leysis og van­hæfni þeirra félaga á okkur öll­um. Soldið eins og að verða fyrir mjög hæg­fara, spilltum og illa máli förnum bíl. Senni­lega nýjum Range Rover. Lík­lega keyptum fyrir almanna­fé.

Það verður þó ekki tekið af Bjarna að hann er sam­kvæmur sjálfum sér. Það hefur ekki komið til eins ein­asta verk­falls án þess að hann hafi flækt við­ræður með hroka­fullum yfir­lýs­ingum um að kröfur verka­fólks séu fárán­lega óraun­hæfar eða of mikið út og suð­ur. Að lokum finnst honum svo yfir­leitt best að setja bara lög á þetta ósvífna verka­lýð­s­pakk sem gat ekki einusinni verið nógu snið­ugt til að fæð­ast sem Eng­ey­ing­ar.

Í gegnum þennan farsa virð­umst við svo öll vera að fá svip­aða til­finn­ingu fyrir helstu leik­end­um. Þær skoð­ana­kann­anir sem hafa verið að birt­ast segja sömu sög­una - við viljum losna við þá af svið­inu. Annað hvort erum við öll að mis­skilja gjörðir rík­is­stjórn­ar­innar eða þá að hún er að hegða sér eins og þjófóttir trúð­ar. Hvort það er breytir hins­vegar engu.

Það hversu vel eða illa rík­is­stjórnin er raun­veru­lega að standa sig skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er upp­lifun þjóð­ar­innar sem hún starfar fyr­ir. Og þjóðin treystir ekki þeim sem standa í brúnni. Treystir þeim ekki til að vinna í þágu heild­ar­inn­ar. Treystir þeim ekki til að vera heið­ar­leg­ir. Það eitt og sér ætti að vera nóg til að krefj­ast kosn­inga.

Mér finnst alla­vega nóg kom­ið. Kannski er það bara ég. En mér sýn­ist samt ekki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alþjóðlegu stórfyrirtækin Google og Meta taka til sín stóran hluta af því fé sem íslenskir auglýsendur nota til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri.
Hlutdeild erlendra miðla á auglýsingamarkaði eykst enn og nálgast helming
Verulegur hluti íslensku auglýsingakökunnar rennur til rekstraraðila Facebook og Google og ætla má að 43,2 af hverjum 100 krónum sem varið var í auglýsingar á Íslandi í fyrra hafi runnið til erlendra fyrirtækja, samkvæmt nýrri úttekt Hagstofunnar.
Kjarninn 7. desember 2022
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None