Auglýsing

Oft efast ég um til­finn­ingar mín­ar. Hugsa að kannski sé ég ekki að upp­lifa nógu sterkar til­finn­ingar eða að ég sé að missa af því að upp­lifa réttu til­finn­ing­arnar á réttu stund­un­um. Ég hef farið í ferða­lög og eytt þeim í áhyggjur af því að ég sé ekki að upp­lifa þau nógu mik­ið. Að mér finn­ist hlut­irnir ekki eins magn­aðir og þeir raun­veru­lega eru. Sá Skakka Turn­inn í Písa og hugs­aði "mehh, hann er vissu­lega frekar skakk­ur, en ég hélt hann væri stærri.” Ég hef farið í partý og hugsað "af­hverju finnst mér ekki meira gam­an!?” Ég eign­að­ist barn fyrir sjö vik­um. Allir sögðu að það yrði magn­að­asta upp­lifun lífs míns. Nú er svo ég með sam­visku­bit. Er ég í nógu miklu til­finn­inga­rússi? Ég tár­ast þegar dóttir mín brosir en er ég að tár­ast nógu mik­ið? Nógu oft? Þetta er  senni­lega algjör della. Maður bara er og finnur til. Allar upp­lif­anir jafn rétt­há­ar. Allt eins og það á að vera. Ekk­ert öðru­vísi.

Nú hef ég svo verið að fylgj­ast með rík­is­stjórn­inni athafna sig síð­ustu tvö árin og það hefur vakið upp hjá mér alls­konar til­finn­ing­ar. Allar slæm­ar. Ég er orð­inn svo þreyttur á því að vera hissa, hneyksl­aður og reið­ur. Í hverri viku er það eitt­hvað nýtt.

Ein­hver gæti sagt að ég væri að upp­lifa hlut­ina skakkt. Að vegna þess að ég hef aðra líf­sýn en þau sem stjórna land­inu þá hljóti ég að verða óánægður með allt sem þar er sagt og gert. Að ég sé ein­fald­lega nei­kvæður af því þau eru ósam­mála mér. Gott og vel. Segjum sem svo að rík­is­stjórnin sé að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að rétta landið af. Þau séu að vinna fyrir okk­ur, í allri auð­mýkt. Reyni eftir fremsta megni að jafna kjör og berj­ast fyrir hags­munum okkar allra. Ef svo er þá er þeim að ganga mjög illa fá rest­ina af Íslend­ingum til að skynja þennan raun­veru­leika. Við erum flest öll á ein­hverri allt annarri bylgju­lengd. Eru tveir raun­veru­leikar í gangi í land­inu? Er ég bara aleinn að velja mér að upp­lifa rík­is­stjórn­ina spillta og van­hæfa?

Auglýsing

Í nýlegri könnun MMR kemur fram að aðeins 9-10% aðspurðra telja Bjarna Ben og Sig­mund Davíð vera heið­ar­lega. Einnig kom fram að ein­ungis 8-11% upp­lifa að þeir standi vörð um hags­muni almenn­ings, 5-8% telja að þeir virði skoð­anir ann­arra og 5% telja þá í tengslum við almenn­ing. Fimm pró­sent!

Þetta er sem­sagt ekki bara ég. Við erum greini­lega flest að upp­lifa sömu hlut­ina - að Sig­mundur Davíð og Bjarni Ben virð­ast vera mold­ríkir og gjör­spilltir hroka­gikk­ir. Í engum tengslum við fólkið í land­inu. Aðeins á Alþingi til þess að sópa almanna­féi og eignum til sín og sinna.

Á sama tíma sýnir önnur nýleg könnun að ánægja með þessa rík­is­stjórn er í sögu­legu lág­marki en hún nýtur ein­ungis um 30% stuðn­ings. Það sem er sér­stak­lega áhuga­vert, séu þessar tvær kann­anir bornar sam­an, er að svo virð­ist sem ekki einu sinni kjós­endur stjórn­ar­flokk­anna treysti for­mönnum þeirra eða telji þá vera í tengslum við almenn­ing. Sumir Íslenskir kjós­endur ein­fald­lega refsa aldrei fyrir van­hæfni og halda með stjórn­mála­flokkum eins og íþrótta­lið­um. Það er hins­vegar efni í annan og bitr­ari pistil.

Skoðum þá aðeins þessa trausti rúnu for­menn. Og byrjum á Bjarni grey­inu Ben. Hann mis­skildi skoð­ana­könn­un­ina með öllu and­lit­inu: "Er hægt að mæla heið­ar­leika fólks með skoð­ana­könn­un?” spurði hann. Elsku Bjarni minn. Þetta er ein af ástæð­unum fyrir því að við treystum þér ekki. Þú skilur ekki neitt. Eins og barn sem ráfar ringlað inn í miðja bíó­mynd. Hann hélt einmitt áfram: "En það er kannski ekki nema von að ég átti mig ekki á þessu öllu sam­an, enda eru víst 95% sem telja að ég sé ekki í neinum tengslum við almenn­ing.” Akkúrat!

Og Sig­mundur Dav­íð. Hvað er að frétta? Mér finnst eins og með­vitað sé verið að fela hann fyrir okk­ur. Hann ferð­ast um heim­inn handa­hófs­kennt, eins og pílu sé hent í landa­kort. Birt­ist í sitt­hvorum skónum eða sem lukku­dýr á íshokkíleik og hverfur svo í ryk­ský kvíða og klikk­unar til þess læsa sig inni og troða ofaní sig köku­sneið. Löngu fall­inn á mæt­ingu og mjög tæpur í sam­fé­lags­fræði og reikning.

Og Sig­mundur Dav­íð. Hvað er að frétta? Mér finnst eins og með­vitað sé verið að fela hann fyrir okk­ur. Hann ferð­ast um heim­inn handa­hófs­kennt, eins og pílu sé hent í landa­kort. Birt­ist í sitt­hvorum skónum eða sem lukku­dýr á íshokkíleik og hverfur svo í ryk­ský kvíða og klikk­unar til þess læsa sig inni og troða ofaní sig köku­sneið. Löngu fall­inn á mæt­ingu og mjög tæpur í sam­fé­lags­fræði og reikn­ing. Mætir á flokks­þing og heldur ræðu sem sæmir væn­is­sjúkum geð­klofa í mjög slæmum bata, fær rúss­neska kosn­ingu í verð­laun og hverfur svo aftur inn í þok­una. Það er ekki langt síðan ég hætti að furða mig á hegðun hans og fór að vor­kenna hon­um.

Í yfir­stand­andi kjara­samn­ingum og verk­falla­hr­inu lendir svo fullur þungi reynslu­leysis og van­hæfni þeirra félaga á okkur öll­um. Soldið eins og að verða fyrir mjög hæg­fara, spilltum og illa máli förnum bíl. Senni­lega nýjum Range Rover. Lík­lega keyptum fyrir almanna­fé.

Það verður þó ekki tekið af Bjarna að hann er sam­kvæmur sjálfum sér. Það hefur ekki komið til eins ein­asta verk­falls án þess að hann hafi flækt við­ræður með hroka­fullum yfir­lýs­ingum um að kröfur verka­fólks séu fárán­lega óraun­hæfar eða of mikið út og suð­ur. Að lokum finnst honum svo yfir­leitt best að setja bara lög á þetta ósvífna verka­lýð­s­pakk sem gat ekki einusinni verið nógu snið­ugt til að fæð­ast sem Eng­ey­ing­ar.

Í gegnum þennan farsa virð­umst við svo öll vera að fá svip­aða til­finn­ingu fyrir helstu leik­end­um. Þær skoð­ana­kann­anir sem hafa verið að birt­ast segja sömu sög­una - við viljum losna við þá af svið­inu. Annað hvort erum við öll að mis­skilja gjörðir rík­is­stjórn­ar­innar eða þá að hún er að hegða sér eins og þjófóttir trúð­ar. Hvort það er breytir hins­vegar engu.

Það hversu vel eða illa rík­is­stjórnin er raun­veru­lega að standa sig skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er upp­lifun þjóð­ar­innar sem hún starfar fyr­ir. Og þjóðin treystir ekki þeim sem standa í brúnni. Treystir þeim ekki til að vinna í þágu heild­ar­inn­ar. Treystir þeim ekki til að vera heið­ar­leg­ir. Það eitt og sér ætti að vera nóg til að krefj­ast kosn­inga.

Mér finnst alla­vega nóg kom­ið. Kannski er það bara ég. En mér sýn­ist samt ekki.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None