bragi-pall.jpg
Auglýsing

Smám saman verður takt­ur­inn sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mar­serar við að fasískum trommuslætti. Fyrst átti að gera fána og skjalda­merki hátt undir höfði. Efla hér dug og þor, sam­kennd, sam­heldni og alls­konar aðra rotn­andi, þjóð­ern­is­sinn­aða, síð­róm­an­tíska hluti sem rænt hafði verið beint upp úr gröfum Fjöln­is­manna.

Síð­ustu miss­eri hefur svo heift­ar­leg ósam­vinnu­þýðni við fjöl­miðla verið mest áber­andi. Ítrek­að­ar, aug­ljósar til­raunir til þögg­un­ar, sem virka svo­lítið eins og „sie wollen einen tota­len Krieg“ við alla þá umfjöllun sem sam­rým­ist illa heims­mynd flokks­ins.

Og þar finnum við i fremstu víg­línu val­kyrj­una Vig­dís Hauks­dótt­ur. Hún „miss­ir“ út úr sér hót­un­ina, vilj­andi eða í ein­feldni, um að hún sé með hönd­ina á kran­an­um. Til­búin að skrúfa fyrir flæði fjár til þeirra stofn­ana sem hún per­sónu­lega kann illa við. Svo stendur hún við það.

Auglýsing

Froðu­diskó í dul­ar­gervi vef­mið­ils



Fjöl­miðla­full­trúi rík­is­stjórn­ar­innar gagn­rýnir Grapevine fyrir umfjöllun blaðs­ins um króníska fjar­veru kvíða­sjúka for­sæt­is­ráð­herr­ans okk­ar.

Björn Ingi Hrafns­son, áróð­urs­mála­ráð­herra Fram­sókn­ar, sölsar svo undir sig hið mjög svo óþæga og kjaft­fora blað DV, til þess að jarða það í kirkju­garð­in­um, þar sem allir frétta­miðlar Björns Inga hvíla. Enn eitt and­vana froðu­diskó í dul­ar­gervi vef­mið­ils.

Þeir þola enga aðra útgáfu af sann­leik­anum en sína eig­in. En þó þú slítir úr mér tung­una, þá hefur þú ekki sýnt fram á að ég sé lyg­ari. Aðeins sannað að þú hræð­ist það ég hef að segja.

Þeir þola enga aðra útgáfu af sann­leik­anum en sína eig­in. En þó þú slítir úr mér tung­una, þá hefur þú ekki sýnt fram á að ég sé lyg­ari. Aðeins sannað að þú hræð­ist það sem ég hef að segja.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur ákveðið upp á sitt ein­dæmi að frétta­flutn­ingur og umfjöllun um afglöp og heims­met þeirra í van­hæfni sé skað­legur fyrir flokk­inn og því skuli svelta RÚV og senda DV í afstöðu­leið­rétt­ingu.

Eins og frekir, dekraðir krakk­ar.

Ótíndir mafíós­ar.

Van­hæfir fas­istar í rit­skoð­un­ar­stuði.

Klaufa­lega hrasað inn á sviðið



Það er einmitt eitt það áhuga­verð­asta í þessu öllu saman - hversu klaufa­lega og takt­laust íslenskur fas­ismi hrasar inn á svið­ið. Þegar bent er á að þau hegð­i ­sér eins og fas­istar stígur ein­hvert þeirra fram og segir að þagga þurfi niður í við­kom­andi. Finnst þetta bara ómál­efna­legur dóna­skap­ur! Ég held þau átti sig ekki á því hvað þetta er klunna­legt. Þau vita ekki að þau eru fas­ist­ar. Halda að speg­ill­inn sé brot­inn. Slysafas­ist­arn­ir. Vilja bara þagga niður í dónum sem kalla þau ljótum nöfn­um.

Ef Nas­ista­flokk­ur­inn væri Dis­neyland

þá er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn Eden í Hvera­gerði,

eftir brun­ann.

Kaó­tísk aðför að frelsi fjórða valds­ins



Þannig er Fram­sókn að kæfa gagn­rýnendur sína. Engar ýkjur að kalla þá hegðun sínu rétta nafni, sem er rit­skoðun og fas­ismi. Og þessa hegðun ber að taka alvar­lega. Þegar alþjóð­legu sam­tökin Frétta­menn án landamæra gagn­rýna hér rýrnun á frelsi fjöl­miðla, og Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu tekur í sama streng, þá er ástandið að verða krítískt. Fái þessi kaó­tíska aðför að frelsi fjórða valds­ins að halda áfram mun upp­ýs­inga­miðlun á Íslandi smám saman ein­skorð­ast við það sem stjórn­völdum finnst í lagi að þú vit­ir.

­Fái þessi kaó­tíska aðför að frelsi fjórða valds­ins að halda áfram mun upp­ýs­inga­miðlun á Íslandi smám saman ein­skorð­ast við það sem stjórn­völdum finnst í lagi að þú vitir.

Allt í einu er eng­inn að segja satt lengur og krabba­meinið í Hádeg­is­móum dælir galli og greftri yfir allt og nýi jólasmell­ur­inn með Gillz vá hvað þetta eru úrelt og skað­leg við­horf, hey smelltu hér til að sjá júllur og þú trúir því ekki hvað ger­ist næst þegar þú mátt ekki segja rass­gat því þá get­urðu ekki sagt Sig­mundur Davíð farðu í rass­gat og aldrei verður upp­lýst um næsta leka­mál af því að blaða­mað­ur­inn sem hefði fjallað um það var rek­inn eða þorði ekki að fjalla um það vegna þess að mann­eskjan sem braut af sér í starfi er sú sama og tekur ákvörðun um hvort nægt fjár­magn sé til þess að þú getir haldið þínu.

Fas­ist­arnir koma ekki alltaf mar­ser­andi inn með þýskan hreim í leð­ur­stíg­vélum með haka­kross á upp­hand­leggnum hatandi gyð­inga.

Stundum læð­ast þeir inn bak­dyra­megin með því að lofa þér pen­ing, syngj­andi þjóð­söng­inn, hatandi múslima og sann­leik­ann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None